Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1948, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1948, Qupperneq 7
 LESBÖK MORGUNBUAÐSINS i i í >"<»»483 og þorði okki að koma upp á þilj- ur. Þar var líka lífsháski að vera, því að altaf gekk yfir skipið. Alla nóttina vorum við að reyna að rifa seglin, en urðum að halda okk- ur mestan tímann, svo að okkur skolaði ekki fyrir borð. Myrkrið var svo svart, að ekki sá handa- skil, og það var eins og veðurofs- inn væri altaf að aukast. En þrátt fyrir veðurgnýinn heyrðum við dunurnar í holskeflunum þegar þær nágluðust og þá var um að gera að ná góðri handfestu áður en þær skullu á skipinu. Það varð okkur til lífs að menn voru ör- uggir og vanir sjómenn, þótt ekki væri mörgum á að skipa. Okkur fannst skipið altaf vera í kafi, en seglin höfðum við rifað undir morg un. Var þá ekki annað uppi en lítil tutla á klyver. Var svo látið reka. í þrjá sólarhringa samfleyít rak skipið 'norður í haf og ekkert lát var á, veðrinu. Vissum við ekki hvert við vorum komnir, því að okkur hafði fyrir löngu hrakið út úr sjókorti því, sem við höfð- um meðferðis. Þóttumst við viss- ir um að við værum komnir und- ir Grænland, en ekkert sást fyrir hríðar dimmviðri. Eftir tæpa þrjá sólarhringa frá því að við vorum undir Jökli, tók veður ofurlítið að lægja. Settinn við þá upp segl og sigldum hrað- byri allan daginn, því að enn var rok. Um kvöldið tók heldur að lægja og um nóttina fór að birta í lofti og þegar dagur rann var homið heiðskírt veður. Þá sáum við Ritinn eins og ofurlitla hunda- þúfu út við sjóndeildarhring í suðri og aðeins örla á Stigahlíð. Munum við þá hafa verið norðar- lega á Halanum, sem nú er kallað- ur, en þá þekti enginn fiskimiðin þar. í sviftingunum fyrstu nóttina laskaðist eldavjelin, en annað var þó verra. Sjór kom niður í skip- ið og ónýtti allan mat okkar, sem geymdur var í bekkjum þar. Var það skonrok, smjörlíki, kaffi og sykur. Þegar við ætluðum að taka til þess, var þar ófagra sjón að líta, alt komið í eina samanhrærða kássu. Það vildi svo vel til að við vorum með poka fullan af reykt- um rauðmaga, sem Sigfús Berg- mann hafði sent með okkitr. Var nú pokinn ristur sundur og svo át- um við reyktan rauðmaga allan tímann. En er við vorum nú komn- ir í landsýn, langaði mig að vita hvort við gætum ekki náð í nýjan fisk. því að nú var suðuvjelin kom- in í lag. Við höfðum tvö færi með okkur og eina sökku. Voru færin nú hnýtt saman og svo rendi jeg, og reyndist þar um 100 faðma dýpi. En nógur var fiskur þar und- ir, því að á lítilli stundu dró jeg þar 17 golþorska. Hygg jeg því að jeg sje fyrsti maðurinn, sem aflað hefir á Halanum. í mannskaðaveðri. „Geturðu sagt mjer af fleiri svað- ilförum þínum á sjó?“ spurði ieg. Og þá sagði hann mjer eftirfar- andi sögu af mannskaðaveðrinu mikla 27.—28. apríl 1906. „Þegar jeg hafði verið fjögur ár hjá P. J. Thorsteinsson á Bíldudal þóttist jeg ekki geta verið þar lengur, því að jeg var giftur og bjó á Sellóni út frá Stykkishólmi. Fanst mjer altof erfitt að stunda atvinnu svo langt frá heimilinu. Jeg rjeðist því suður í Stykkis- hólm og gerðist skipstjóri hjá Sæ- mundi Halldórssyni kaupmanni á litlu skipi, sem hann átti og hjet „Álftin“. Það var ekki nema 15 smál. að særð. Þetta skip gekk seinast frá Akranesi og jeg held að þau hafi orðið afdrif þess að stranda í Þorlákshöfn. Vinur minn, Þorsteinn Lárusson, var þá skipstjóri á kútter „Kristj- áni“ frá Stykkishólmi. Við höfð- um þann sið, áður en við lögðum út, að skoða allan útbúnað hvor hjá öðrum og finna að, því að bet- ur sjá augu en auga, og manni sjest ef til vill yfir eitthvað hjá sjálfum sjer, sem hinn getur kom- ið auga á. Nú var það mannskaðaveturinn mikla 1906. Hinn 7. apríl gerði æðiveður og þá fórust skipin „Ingvar“. „Sofíia Wheatley“ og „Emilia“ frá Reykjavík. Við vor- um ekki komnir út fyrir það veð- ur og drógst það fram undir 20. apríl að skipin væri ferðbúin. Var „Kristján“ þó fyrri til en „Álftin“. Gat Þorsteinn því ekki skoðað út- búnað hjá mjer, en jeg fór um borð til hans og áthugaði alt eft- ir venju. Leist mjer vel á allan útbúnað hans, nema hvað striga vantaði til þess að negla yfir lest, hásetaklefa og káetu, ef vont yrði í sjó. Hafði jeg orð á þessu við Þorstein, og kvaðst hann ætla að reyna að fá strigann. En sama kvöldið ljet hann úr höfn og var strigalaus. Svo lagði jeg út á „Álftinni" og hafði verið þrjá daga að veiðum djúpt út af Breiðabugt þegar veðr- ið skall á. Skútan „Björninn1* var þar skamt frá. Veðrið rauk á seinni hluta nætur, fyrst á suðaustan og gekk svo í suðvestur með blind- hríð. Jeg sá að „Björninn“ sigldi til suðurs og hvarf brátt í hríð- inni. En jeg afrjeð að hleypa vest- ur. Ljet jeg fyrst ganga vel frá öllu og negla yfir lest og lúkaf og það hefur eflaust bjargað okk- ur. Þegar við komum að Látraröst var hún ekki frýnileg, sýndist öll einn stórfeldur brotsjór. Jeg fór eins nærri landi og jeg þorði, því að þar var hún skárst, en þó var ægilegt að hleypa svo litlu skipi í hana. Veðurofsinn var svo mik- ill að við urðum að hafa það eins og á smábát að gefa eftir á segl-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.