Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1949, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1949, Blaðsíða 8
132 LESJ3ÓK MOKGUKBLAÐSINS ekki - áváxtanna • af stapfi sínu. írska þjóöin hefur glatað tungu sinni og menningu að miklu leyti, en Kins vegar hefur hún unmð mikið fyrir kristindóm og menn- ingu í fimm heimsálfum. Á mið- öldum voru írskir munkar dreifð- ir urfi Evrópu, þeir útbreiddu þar krístni og stofnuðu klaustur. í klaustrunum dafnaði mikil bók- menning, mikill fjöldi fornróm- verskra og grískra handrita er ein- mitt runninn frá írskum klaustr- um á Ítalíu Frakklandi, Sviss og Þýskalandí. Sú rækt, sem þeir lögðu við hinar klassísku bók- menntir Grikkja og Rómverja, gerði endurreisnina (Renaissanse) mögulega. Um það leyti, sem írar voru kristniboðar Evrópu, voru þeir frjáls þjóð. Eftir það hófst hin langa píslar-saga þeirra: Víkingar, Norðmenh óg Englendingar kúg- uðu þá, hver á eflir öðrum. Þessu þjáningár-límabili er ný lokið. Nú eru þeir frjálsir á ný. Síðast, þeg- ar þeir nutu frelsis, var Evi'ópa heiðin, og þéim var fengið þaö hlutvérk áð kristna hana. Nú segja þeir, að heiðindómur ríki enn á ný í miklum hluta Evrópu, og eigi það fyrir írum að liggja að kristna hana aftur, þótt það kynni að kosta þá frelsið. íslendingum kemur það eflaust undarlega fyrir sjónir, að írar fjöl- menni í húðarslagviðri til evði- fjalls, holdvotir og íastandi, til að biðja fyrir Rússum. íslendingar hafa skipt tvisvar um trú á þús- und áruin, og flestum þeirra ligg- ur í ljettu rúmi, hverrar trúar aðr- ar þjóðin eru. írar eru kristnir um 1500 ár, og trú þeirra hefur litlum stakka- skiptum tekið allan þann tíma. Þeir eru hinir miklu trúboðar Evrópu. Heilagur Patrekur stóð á hnjúkn- um, sem viÖ liarm er j^eimdur, fyr- ir rúmum 15 óldum. Arftakar hans kristnuðu Evrópu. Og jeg er sann- færður um, að leiðtogar írskrar kirkju trúa því, að senn líði að köllunartíma írskra trúboða í Ev- rópu. Pílagrímsförin er hlekkur í þeirri viðleitni að snúa Evrópu til kristinnar trúar. Fyrir nokkru var jeg samtíða írskum stúdent um hríð. Jeg gerð ist svo djaríur að rökræða við hann um trú og stjói'nmál, en það hef jeg aldrei leyft mjer endranær, síðan jeg kom tii írlands. Hvað stjórn- málum viðvíkur hjeldum við okk- ur við írland. Hann varð mjög op- inskár og fór ekki dult með skoðanir sínar. Viðhorf hans til írlands var mjög á þann veg, sem jeg hefi lýst. Hann sagði, að sjer lægi það í Ijettu rúmi, þótt írar flyttu í stórhópum til Ameríku, því að hlutverk þeirra væri alþjóðlegt, en ekki einskorö- að við írland. Jeg skildi þá, hve rótgróin kaþólskan er í írum, þegar jeg kynntist trúarskoðunum hans. Hann efaðist ekki um, að englar, helvíti og þ. u. 1. væri á s'num stað, og eitt sinn, er við borðuðúm saman, fór hann að rökræða um fall englanna með samskonar vand lætingu og fólk talar um spillingu unga fólksins. Ilcrmann Pálsson. V Li Hung Cliang, kinverskur stjórn- málamaður liefir gert þennan saman- burð á lijónabönduni í Evrópu og Kína; — Hjónaböndum i Kína má likja við það að settur sje ketill með köldu vatni yfir eld og látinn vera þar. Það fer brátt að sjóða í katlinum og suð- an heldur áfram. En hjónaböndum í Evrópu má líkja við það, að ketill með sjóðandi vatni sje settur á kalda eldstó. Það kólnar fljótlega í honum. Txlraunir haía sýnt, að rxemendur star.da sig betur á prófí, ef enginn heíir minst á þaö viS þá, aS prófið sje erfitt. • ■ ■ - ........................ Barnahjal Anna, fjögurra ára, og Lóa, sex ára, voru að tala um hjónaband og barneignir og Lóa spurði Önnu hvað hún ætlaði að eiga mörg börn þegar hún væri oröin stór. — Hvernig á jeg að vita það? sagði Anna. — Jcg kann ekki að telja. ★ Óli litli: — Frændi, veistu það að hundarnir vita miklu meira en mennirnir? Frændi: — Nei, hvernig stend- ur á því? Óli: — Hundarnir vita alt sem við segjum, en við vitum ekki hvað hundarnir segja. ★ í erlcndu blaði var frásögn um það að eyarskeggjar á Sakha- lin seldu konur sínar og þætlust góðir ef þeir gæti fengið hund i staðinn. Fylgdi mynd af manni með hund og öðrum, sem dró konu á eftir sjer. Gvendur litli var að skoða tnyndina og vildi endilega fá að vita hvað hún þýddi. Honum var sagt það. Hann hugsaði sig um dálitla stund og sagði svo: — Hvers vegna tímir maðuriim að láta hundinn sinn? ★ Marntna kom í búð með son sinn fjögurra ára gamlan. Kaup- maður tók þeim vcl og bauð litla snáðanum að fá sjer brjóstsykur. En það var eins og hann þyrði það ekk'. — Þykir þjer ekki góður bi'jóst- sykur? spurði kaupmaðuf. — Jú, sagði drengurinn. Þá tók 'kaupmaður hnefaíylh sina af brjóstsykri og rjetti lion- um, en drengurinn rjetti fram húf una sina til þess að kaupmaður ljeti brjóstsykurinn í hana. Á leiðinni heim spurði mamma hvers vcgna hann hefði ekki vilj- að þiggja brjóstsykurinn þegar honum \ar boðið hann fyrst. — Vcgna þess að liann hefir stærri lúkur en jeg, sagði strák- ur. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.