Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1949, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1949, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 133 ÍSLENSKI HAFÖRNINN ÞUSUND DOLLARA SLÐILL FYRIR NOKKRUM árum rilaði hinn kunni sænski rithöfundur, Bengt Berg, bók, sem hann nefndi „De sidste Örne“. Þá var svo kom- ið að sænski haförninn var að hverfa. Bókin var hróðurgjörð um þennan stærsta og tignarlegasta ránfugl Norðurlanda. Og Berg sagði að Svíþjóð mætti ekki missa haförninn, skýajöfurinn, eins og hann var líka stundum nefhdur. Það ei'u nú um 100 ár síðan ern- inum var algjörlega útrýmt í Dan • mörk, og það væri skammarlegt. Enginn mun geta gleymt því, ef hann heíir einhvern tíma sjeð örn- inn kljúfa loftið með sterkum vængjatökum hátt við ský. Væri það ckki himinhrópandi svnd, gagnvart aíkomendum vorum, ef vjer útrýmdum seinustu örnunum á Norðui’lönduni? í Noregi er haförmnn mjog sjald- gæfur, og lijer á íslandi er talið að ekki sje eftir nema svo sem 12 arnahjón. Örninn er að vísu íriðaður hjer, en mjer er sagt, að hann týni tölunni á eitri, sem bor- ið er út fyrir refi. Og ef þetta er satt, þá er hjer sú hætta á að haförn inn verði aldauða. Um þúsundir ára hefir haförn- inn átt hjer heima, og frá land- námstíð hafa nienn þekt hann. Hani^ hefir sett sinn svip á landið, kraftmikinn ævintýrasvip. ísland má ekki missa örninn. Á hinum Norðurlöndunum óttast menn það að örninn verði aldauða. Gildir hið sama um íslendinga? Falke Baiig. FAIRVIEW er þokkalegur og snot- ur bær, en þar var alt með deyfð og drunga fyrir einni viku. Nú er þetla bi’eytt. Nú er þar alt á ferð og ílugi — og sú breyting er því að þakka, að maður nokkur, Henry Armstrong *að nafni, fánn þúsund dollara seðil þar á götu ldukkan níu að morgnx fyrra föstudag. . Mjög fáir menn í Fairview, að undanteknum bankamönnunum, höfðu nokkru sinni sjeð þúsund dollara seðil. Og satt að segja helt Heni’y fyrst, þegar hann laut íxiður til þess að taka upp seðilinn, að þetta væri txu doilara seðill. Þegar hann rakti seðilinn úr brotunum sýndist honum þetta vera hundrað Smásaga eftir MANUEL KOMROFF dollara seðiil, en svo ætlaði hann varla að trúa sinum eigin augum þegar eitt núll bættist við enn og hann sá að þetta var þúsund doll- ara seðill. Það var engum blöðum um það að fletta. Og þetta stóð líka pi’entað með bókstöfum á seðilimi. Skárra var það nú! Henry helt áfram og var með seðilinn í hendinni. Klukkan var ekki nema niú að morgni og hann var á leið til vinnu sinnar. Hann hafði lagt á stað í þungum þönkum, því að nú var íöstudagur, og á föstudögum greiddu beir Franch & \ 4 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.