Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1949, Blaðsíða 10
134 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS > Jones kaup starfsmanna sinna, og.... Viðskiftin höfðu verið dauf að undanförnu og French fram- kvæmdastjóri hafði ekki verið í góðu skapi. Hann hafði bölvað á- standinu, dýrtíð og sköttum. Á und anförnum mánuðum hafði hann sagt upp fjölda manna, og uppsagn irnar komu altaf á föstudögum. Þegar talað er um meinsemdir manna nú á dögum, þá hygg jeg að örvggisleysið verði meðal þeirra verstu. Öryggisleysi leiðir af sjer ótta, vantrú á sjálfan sig og aðra. Það er meinsemd, sem etur sig inn í sálarlíf manna og breytir þeim til hins verra. En ef þú værir þá svo heppinn að finna þúsund dollara seðil, þá gæti orðið óvænt breyting á þjer. Og þetta skeði nú einmitt um Henry. Þegar hann handfjall- aði þúsund dollara seðilinn, var eins og nýr kjarkur kæmi upp í honum. Hann dró andann dýpra, rjetti úr sjer og gekk hnarreistur. Þannig skálmaði hann inn í skrif stofuna og kallaði háum rómi: „Er framkvæmdastjórinn kom- inn?“ Nei, hann var ekki kominn. Þá sagði Henry: „Segið honum að jeg komi bráðum aftur og þurfi að tala við hann“. Að svo mæltu rauk hann út og lagði nú leið sína til blaðsins „Fair- view Cronicle". Hann ætlaði að setja auglýsingu í blaðið um að hann hefði fundið þúsund dollara seðil og eigandi gæti vitjað hans til sín. Auglýsingastjóri sagði að aug- lýsingin kostaði 1.60 dollara. Henry spurði hvort hann mætti ekki koma seinna að borga hana, því að hann hefði enga peninga á sjer nema þennan þúsund dollara seðil. Auglýsingastjórinn mátti ekki taka á sig þá ábyrgð. Hann spurði framkvæmdastjórann, en fram- kvæmdastjórinn þorði ekki að gera þetta upp á sitt eindæmi, og hann ráðgaðist um við ritstjórann, Mr. Young, livað gera skyldi. Mr. Young hafði gaman að kald- hæðni lífsins, og hann sagði: „Maður finnur þúsund dollara seðil, en hann getur ekki greitt aug lýsingu, sem kostar aðeins einn dollar og sextíu. Er það nú? — En hvers vegna ætti hann að auglýsa? Lofið mjer að tala við hann. Eng- inn hefur fundið þúsund dollara seðil í þessum bæ fyr. Þetta ætti því að geta orðið góð frjett “ Svq taíaði Mr. Young við Henry. „Jæja, ungi maður, ef þjer viljið segja mjer frá hvernig þetta at- vikaðist, þá skal jeg skrifa frjetta- grein um það á fyrstu síðu, og þá þurfið þjer ekki að auglýsa. Við græðum báðir á því. Þjer sleppið við að borga einn dollar og sextíu, og jeg fæ frjett í blaðið.“ Henry sagði honum upp alla sögu og Mr. Young skrifaði alt hjá sjer. Svo sagði hann: „Hafið þjer hugsað yður hvað þjer eigið að gera við peningana, ef enginn finst eigandinn? Jeg held að mörgum lesendum okkar þætti gaman að vita það.“ Og af því að seðillinn hafði gefið Henry kjark, þá sagði hann: „Jú, jeg veit v^l hvað jeg mundi gera, og mjer er sama þótt allir í Fair- view fái að vita það. Jeg ætla að giftast Dolly Summers. Við höfum verið trúlofuð lengi, en höfum altaf orðið að fresta því að gifta okkur vegna þess að við höfum ekki haft efni á því. Fyrstu fimm dollurun- um af þessum seðli ætla jeg að evða í það að borga prestinum fvrir hjónavígsluna." „Þetta líkar mjer að heyra," sagði Mr. Young. „Þetta verður ágæt frjett, og hún kemur í blaðinu í fvrramálið." Svo spurði hann alt í einu: „Eruð þjer fæddur hjer í Fair- view?“ „Já, jeg er fæddur hjer og upp alinn, en jeg ætla mjer ekki að vera hjer alla ævi.“ „Hvað finst yður að Fairview?" „Jæja, það er þá fyrst að þetta er gamalla manna bær. Honum er stjórnað af bæjarstjórn, sem ein- göngu er skipuð gömlum mönnum. Þeir ráða öllu og þeim finst alt ágætt hjá sjer. Jeg hef talað um þetta daglega við unga menn, og þeir eru allir á sama máli og jeg um það að komast heðan sem fvrst í einhvern annan stað, þar sem meiri framfarir eru.“ „Hvað eigið þjer við með fram- förum?“ „Ef jeg segði yður nú til dæmis, að þjer hefðuð engan rjett til þess að láta flutningabílana yðar aka óvátryggða hjer um göturnar, þá munduð þjer segja að jeg væri að reyna að fleka yður til að kaupa vátryggingu, og þjer munduð draga yður inn í skel yðar, eins og allir gera hjer í Fairview. Þetta dæmi sýnir hvað jeg á við. Og sannleik- urinn er sá að það er rangt af yður að hafa vörubílana 6vátryggða.“ „Hvernig vitið þjer að þeir eru óvátryggðir?“ „Jeg vinn hjá vátryggingarfje- laginu, og það hefur hvað eftir ann að reynt að fá yður til að vátryggja b'lana, en þjer hafið altaf svarað að þjer þyrftuð þess ekki. Þjer haf- ið svarað því, að blaðið rjeði al- memúngsálitinu og þjer farið ekki að kaupa það, sem þjer hafið í hendi yðar. Annað hvort er þetta blátt áfram óheiðarlegt eía það sýnir algjöran skilningsskort á framförum.“ „Eruð þjer nú viss um það, ungi maður?“ sagði ritstjórinn. „Jeg veit að þetta, sem jeg sagði, hefur komið illa við yður, en þjer megið sjálfum yður um kenna, því að þjer spurðuð.“ Og þar með gekk Henry út. Nú var klukkan orðin hálftíu, og hann hefði átt að vera,kominn til i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.