Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1949, Blaðsíða 11
smiðjan aldrei átt eins erfitt með að fullnægja þörfum togaranna hjerna og á vertíðinni 1948, en blessaðist þó stórvandræðalaust. Síðan nýja togararnir komu. Síðan vorið 1948 hefur orðið á þessu mikil breyting, þar sem flutt hefur verið inn tilbúið vörpugarn og botnvörpur í mjög stórum stíl, aðallega frá Belgíu og Bretlandi. Eins og sjest af meðfylgjandi skýrslu, voru á árinu 1948, samkv. hagskýrslum, flutt inn af þessum vörum jpiklu meira magn en nokkru sinni áður, þar af á síðara misseri: 56 tonn af botnvörpunetj- um og 232 tonn af botnvörpugarni. Nam verðmæti þessa innflutnings árið 1948 sem hjer segir: Botn- vörpunet 650 þús. kr. og botnvörpu- garn 2091 þús. kr. Hefur þessi mikli innflutningur haft það í för með sjer, að dregið hefur úr starfsemi Hampiðjunnar, og hefur hún verið miklu minni nú í vetur en á undanförnum ár- um. Nú hljóta að vera til í land- inu miklar birgðir bæði af garni og netjum, svo að innflutningur ætti að vera óþarfur fyrst í stað. Reynslan á styrjaldarárunum hef ir sýnt það, hve mikils virði þessi framleiðsla er fyrir landið. Slíkt öryggi þarf því að haldast fyrir út- gerðina. Síðan nýju togararnir komu til landsins, eru togarar gerðir út á miklu fleiri stöðum en áður, svo sem Keflavík, Akranesi, ísafirði, Akureyri, Siglufirði, Seyðisfirði, Norðfirði og VestmannSeyjum. Á öllum þessum stöðum hafa verið settar á stofn netjastofur til þess að sjá um hnýtingu og uppsetningu á botnvörpunum. En þeir menn, sem annast þessi störf þar, hafa flestir eða allir fengið leiðbeiningar hjá Hampiðjunni til þess að koma þess ari starfrækslu fyrir. Netjastofurn- ar á þessum stöðum fullnægja LESBÓK MORGUNBLAÐSINS : r v 7-167 þörfum þeirra togara, sem þaðan eru gerðir út. Þótt Hampiðjan hafi allmikil húsakynni til netjahnýtingar, þá er lang mest af þeirri vinnu fram- kvæmt í heimahúsum hjer í bæn- um. Hefir Hampiðjan komið þess- ari vinnu fyrir hjá ýmsu fólki, sem vegna elli og heimilisástæðna, ekki gat fengið aðra vinnu. Hafa t. d. konur, sem bundnar eru við heim- ilisstörf, getað haft þetta fyrir aukavinnu, og unnið sjer inn með því drjúgan skilding. í vetur hef- ir heimahnýtingin minkað mikið, og er nú ekki nema lítið brot af því, sem hún var á árunum áður. Við þetta hefur margt fátækt fóik misst spón úr aski sínum og situr nú eftir með sárt ennið. Kvert iðnfyrirtæki í landinu, sem miðar að því, og starfar að því, að gera atvinnu íslendinga óháðari öðrum, sjáhstæðari og ör- uggari á alla lund, sem sparar gjaldeyri og eykur vinnuna innan lands, á skilið óskifta samúð þjóð- arinnar. Af þeim kynnum, sem jeg hefi haft af Hampiðjunni, hefi jeg sjeð, að hún er eitt þeirra. - V. St. — Landið sígur og rís Frh. af bls. 163. Þegar ytri jaðar hennar var þar, sem nú er Austurstræti, fór sjór að hækka (eða rjettara land að síga). Mölin, sem barst að, kastaðist því hærra upp, þar til eyrarjaðarinn (um Pósthússtræti), var neðan við núverandi Hafnarstræti. Þess vegna er Austurstræti lægra en Hafnarstræti, og má sjá það greinilega, þegar gengið er um síð arnefndu götuna og horft eftir Veltusundi, Pósthússtræti eða Kolasundi, til fyrnefndu götunn- ar. Við Veltusund er Hafnarstræti 4/5 meter hærra en Austurstræti, og V2 meter hærra en það, við Pósthússtræti og Kolasund. En munurinn á mölinni er meiri en þetta, því það er nálega meters- þykt lag ofan á henni í Austur- stræti (og við Austurvöll), en lít- ið ofan á henni í Hafnarstræti. Munurinn á flötu eyrinni og við- bótinni, sem myndaðist eftir að landið fór að síga, er því töluverð- ur, og má gera ráð fyrir að sjór hafi stigið um tvo metra, frá því ströndin var við Austurstræti, þar til mölinni kastaði upp, þar, sem Eimskipafjelagshúsið stendur. Það er því misskilningur hjá dr. Trausta, að Reykjavíkur-mölin sje öll mynduð við sömu sjávarhæð, cg að hún gæti verið mynduð við sjávarhæð, eins og hún er nú. Því þegar mest eru flóð nú, er Vallar- stræti og mikill hluti Austurvall- ar ekki nema % úr metra yfir sjáv- arborði. Austurstræti er ennbá lægra, því það er, milli Pósthús- strætis og Lækjartorgs, ekki nema 14 cm. yfir stærsta flóði; það er varla spönn! En það er raunverulega ekki nú- verandi hæð yfirborðsins, er kem- ur okkur við, þegar verið er að ræða um hæð sjávar, þegar malar- lagið myndaðist, sem er undir, heldur hæð þess. En það er að með- altali nálega meter neðar en nú- verandi yfirborð. Væri nú jarð- vegslaginu svipt ofan af malareyr- inni, sem er undir, og sjór fengi að streyma inn, myndi hann vera í kálfa í Kirkjustræti undan Al- þingishúsinu, en undan Dómkirkj- unni myndi sjór í hnje og dýpra Vallarstrætismegin við völlinn. Ef einhver tæki á sig há vaðstígvjel, k

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.