Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Blaðsíða 6
304 LESBÖK MORGUNBL^ÐSINS ur alt í einu að staðnæmast. Þeir Sigurður heldu í hesta sína og teymdu þá inn á milli tveggja kletta. Við komum á eftir. Hvílík undur og stórmerki! Fram undan var þröngt og bratt klettarið niður í þá stærstu. gjá. sem jeg hef augum litið. Eins og ævafornir virkismúrar risu snar- brattir hamrar á báðar hendur. Hraunið ofan á vestri gjábakka tók á sig hinar ólíklegustu kvnja- myndir eins og burstir, turna, spír- ur, brjóstvarnir og útskot. Stund- um þóttist maður sjá forna ridd- araborg, eða tröllakirkjur. Botn- inn í gjánni er grasigróinn en grjótdreif um hann allan. Maður fær glögt sjeð að jörðin hefur rifn- að þarna þegar glóandi hraunið kólnaði. — Glevmd var þreytan, gleymt var erfiði dagsins og eins og í leiðslu teymdi jeg hest minn niður í gjána og starði látlaust á hamrana. Viðbrigðin voru svo stór- kostleg. Og nú skildi jeg það, sem Dufferin lávarður segir, að það borgi sig að fara til íslands, aðeíns til þess að sjá Almannagjá. T Nor- egi, Sviss, Tyrol og öðrum fjalla- löndum eru að vísu til dýpri og stórkostlegri gjár, en þessi á þó engan sinn líka. Þegar við vorum komnir niður á jafnsljettu fanst mjer þetta draumi líkast. Mjer fannst eins og á brún lóðrjetta hamarsins hlyti einhvern tíma að hafa staðið kastali álíka og Stirling eða Edinborg. En mennirnir komu ekki hingað fyr en eftir að eldur og ís höfðu bylt hjer öllu um. Frið- samir eins og við gengu hinir frjálsu íslendingar fyrir þúsund árum niður klettariðið og slógu tjöldum sínum niður við ána og rjeðu ráðum sínum. PRESTURINN á Þingvöllum er vanur gestkomum og hefur búið sig undir þær. Við vorum boðnir þar inn í sæmilega borðstofu og auk þess fengum við tvö herbergi ’ með rúmum. í kvöldmat fengum við te, smurt brauð með reyktum laxi og nýveiddan silung úr vatn- inu. Alt var hreint og þrifalegt. Systir prestsins gekk um beina, fá- máh'g er "mhyggju<=öm. Jf'g vi1. taka þetta fram. vegna þess að margir ferðamenn býsnast út af óþrifnaði íslendinga. Það er vana viðkvæðið hjá borgarbúum, sem hugsa ekki um annað allan daginn en snurfusa sig, þvo sjer, bursta sig, spegla sig, hafa hvítar hendur og gljáfægða skó. Þeir bregða sveit- arfólki um þetta, en það hefur um annað að hugsa en að halda sjer til. Presti þótti gaman að því að katólskir prestar skyldu heirr^sækia sig. Fyrst var hann dálítið ófram- færinn, en brátt rættist úr því og hann varð hinn skrafhreyfasti. — Hann kunni eigi aðeins dönsku, heldur einnig ensku og dálítið í þýsku, og hann vissi góð skil á öllu því, sem íslenskt var. Hve dásamleg er kyrðin á Þing- völlum! Hið fátæklega prestsetur, sem bygt er úr timbri og torfi, og hin litla kirkja hurfu hjer hjá hinni miklu kyrð, hinum hátignar- lega svip. Þingvellir eru helgistað- ur landsins. Engir konungar eða furstar hvíla hjer. En þó er þessi staður ekki síður helgur en kon- ungagrafirnar í Hróarskeldu og Westminster. AUK Heklu hefur hvert þýskt skólabarn heyrt getið um annan stað á íslandi. Það er Geysir. Þang- að urðum við að fara, þótt jeg hefði kosið að dveljast nokkra Jaga á Þingvöllum. Við lögðum því á hest- ana og riðum austur með Þing- vallavatni Þar sáum við fyrst það, * sem íslendingar nefna „skóg“, það er að segjadágt og kræklótt birki- kjarr. En er golan bærði laufið setti það lífsmark á landið og af því lagði þægilegan ilm. Hrafna- gjá er tröllsleg. Eftir klettariði urðum við að fara niður í hana og upp úr henni aftur. Og enn einu sinni dáðumst við þá að fótfimi hestanna, sem klöngruðust þarna óhikað eins og geitur. Nú Aók Tið land, so™ '"kki v?" frjórra en Mosfellsheiði. Við urð- um að þræða milli kletta. Vegur- inn var ójafn og víða sprungur. Við fórum fram hjá Reyðarbarmi og Kálfstindar gnæfðu yfir okkur þangað til við sáum Apavatn og sljettuna þar sem fjórar ár mætast: Brúará, Tungufljót, Hvítá og Laxá. Hjer er önnur Mesopotamia, þótt hvorki sje hjer pálmalundir nje kalifahallir, heldur mýraflóar og dreifbýli. Eftir fjögurra klukkustunda ferð áðum við hjá Laugarvatni. Þar var góður hagi handa hestunum. Við hituðum okkur kjötseyði og suðum kjötsúpu í einum hvernum. Ung stúlka á næsta bæ færði okk- ur rjóma og svo drukkum við ágætt kaffi á eftir. Við hreiðruðum þarna um okkur eins og Zigaunar á mjó- um bakka milli vatnsins og hver- anna og ljetum gufuna úr þeim leika um okkur. Hjer var fegurra um að litast en áður og útsýni hrífandi. Að norðan voru fjöll, böðuð í sólskini, en hing að og þangað sáust bæir, tilsýnd- ar eins og moldvörpudyngjur, en þó manna bústaðir. Hjer eru engin þorp og víða langt á milli bæa. Hver bóndi er því sinn eigin herra, eða eins og konungur í ríki sínu. HANDAN við Brúará versnaði vegurinn aftur. Nú lá hann um Út- hlíðarhraun, sem er jafn ilt yfir- ferðar og Mosfellsheiði. :— Eftir nokkra stund sáum við litla timbur kirkju og bóndabæ. Það var Út- hlíð. Við von Geyr riðum pangað heim. Þar er enginn prestur, held- ur er þetta útkirkja. Við báðum Eyvind að útvega okkur mjólk. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.