Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 199 ullarþvottinn. Hvergi eru betri skilyrði til ullarþvottar en einmitt hjer á landi, og þá ekki síst hjer á Suðurlandi. Hjer eru skilyrðin slík frá náttúrunnar hendi að hvergi er betri kosta völ, og á jeg þar við hveravatmð og injkt vatnsi^s. ís- lenska vatnið er talið besta vatn í heimi sökum þess hvað lítið það inniheldur af steinefnum, aðeins 13 mgr. ca. 0 miðað við 1 liter. Harðleiki vatnsins okkar er aðeins 1.3° D. I. N., en til samanburðar má geta þess að á meginlandinu og í Svíþjóð og Danmörku er hann frá 7°—15° og sjest á þessu að ekki er mikið af steinefnum í vatninu okk- ar. Þegar vatnið er svona hart þarf að mýkja það og er það æði kostn- aðarsamt. En við þurfum ekki að fást við neina slíka örðugleika, landið sjálft leggur okkur upp í hendurnar heitt og kalt vatn, hið besta, sem völ er á. Svo að ekki getum við kent því um það hve langt við erum á eftir tímanum á þessu sviði. Þegar ullin kemur í þvottastöðina, er það ullarflokkun- in, sem byrjað er á. Sje ullin flokk- uð eftir því sem áður er greir.t er það, eins og jeg hef tekið fram, fyrst og fremst fingurnir og sjón- in, sem skera úr um það í hvaða flokk ullin fer, hvað hún er fín, óhrein og hve mikls feiti hún inni- heldur. Sje ullin ekki flokkuð eft- ir gæðum og hvar hún er á reifinu fær m.aður aldrei góða og jafna vöru. Hjer kemur einnig til greina hvort ullin á að fara í prjónles eða dúka (kambgarn), því að öll löng ull fer þá í kambgarnið, en sú styttri í prjónles. Ullarþvottur Eftir flokkunina fer hver flokkur á sinn stað, síðan er ullinni ekið að þvottavjelinni. Nýtísku þyotta- vjelar eins og jeg ætla að miða við hjer, heita Leviathan, sem er hebreskt orð og þýðir vatnsdýr. — ... x' r,sr" yr -ytv Leviathan þvottavjel 50—60 metra löng. Þvottavjelin samanstendur af fjór- um kerum og vinnur alt sjálfvirkt. Lengd hennar er ca. 50—60 m. Vjel- in hefur sjálfvirkan mátunarkassa, sem gefur ákveðið magn ullar á færsluborð, sem síðan ber ullina til keranna. í þremur fyrstu ker- unum er lútvatn, en skolunarvatn í f jórða kerinu. Þegar ullin er kom- in í fyrsta kerið taka við gafflar, sem hreyfa hana hægt og sígandi ker úr keri. Hreyfingin á ullinni verður að vera mjög hæg svo að hún flókni ekki og þófni. — Við hverja vjel eru ca. 8000 kg. pressu- valsrr, sem vinda ullina. Gæta verð ur þess að lútin sje ekki of sterk og vatnið ckki of heitt. Eins og jeg hef áður sagt er efna- samsetning ullarinnar af E. hv. fl. Keratin, sem er mjög næmt fyrir áhrifum Alkali (lútarsalt). í sjóð- andi lútvatni er hægt að uppleysa ullina með öllu, en gróf ull þolir þó nokkru hærra hitastig en fín ull. Hitastig þvottavatnsins á að vrera 40°—50° Celsius. Sjo sápa og sódi notað í lútina er best að hafa 2—aí sápu og 2% af sóda af vigt þeirrar ullar, sem á að þvo. Sje of mikill sódi notaður í Iútina fær ullin gráleitan blæ, og sjs vatn- ið of heitt verður hún gul, hörð og stökk. Þegar ullin er þvegin og skoluð tekur þurkunarofninn við ’ienr.i úr okoú nr"kori:iu en hann stendur við endann á þvottavjel- inni, þar er ullin þurkuð með heitu lofti, síðan fellur hún þurkuð úr ofninum í körfur og er ekið til geymslustaðar síns. Þar sem ullar- iðnaður er rekinn í stórum stíl og unnið allan sólarhringinn, er með slíkum vjelum, sem hjer er talað um, hægt að þvo ca. 5000 kg. á sól- arhring. í fullkomnum nútíma ull- arverksmiðjum eru blásarar látnar blása ullinni inn í þvottavjelina, þegar hún er svo þvegin og þurkuð taka aðrir blásarar við og flytja hana til geymslustaðarins, en þar eru enn aðrir fyrir, sem flytja hana að kembingarvjelinni. Þegar ullin er þvegin, losnar hún að mestu leyti við ullarfeitina, sem hún má þó ekki missa með öilu og ekki má þvo ull þannig að ekki verði eftir nokkur procent af feit- inni, því að þá misti hún mýktina um leið. En þar sem ullariðnaður er rekinn í stórum stíl e? feitin, sem fer úr ullinni við þvottinn ekki látin fara til ónýtis. Þvottavatnið er látið renna í þar til gerða slím- dunka og látið standa þar nokkra tíma. Síðan er það skilið í skil- vindu og þar aðskilst ullarreitin við vatnið á sama há.t og rjómi og undanrenna þegar mjolk er skilin. Það sem samsvarar rjómanum er þá ullarfeitin (Lanolin), sem ieg hef áður minst á og er notuð til fegurðarsmyrsla. — Eigi ullin að geymast lengi er best að geyma hana óhreina. Þvegin ull verður að geymast í myrkri og við mátulegt rakaloft, annars þornar hún upp og rrússi': vigt og er einnig verra að verja hana fyrir skaðlegum skoí dýrum. r t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.