Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLA.ÐSINS 105 HÚSASKIPAN f MÚLA. — A—G haSstofa, B stofa, C bæardyr, I) gestastofa, E skemma fyrir búsáhöld, F kornmatarskemma, II eldiviðarskáli, I eldhiís, K búr, L mjólkurbúr. (Teikning höf.) þá varð jeg fyrir vonbrigðum. — Fólkið, sem kom út úr hinum lje- legu kofum, og horfði á okkur, var síður en svo þrifalegt. Og þegar mjólkin kom að lokum var hún borin fram í miður hreinu bvotta- fati. Við iðruðumst þess að hafa beðið um hana. „Hertu upp hug- ann og lokaðu augunum," sagði jeg við fjelaga minn, og það gerði jeg sjálfur, þegar röðin kom að mjer. Svo riðum við á eftir lestinni og heldum að Múla. Bærinn stendur undir Bjarnar- felli, í skjóli gegn norðanátt. Bæj- arþil snúa mót suðri og þaðan er góð útsýn suður yfir láglendið, til Heklu og Geysis. Framan við bæ- inn var stór kartöflugarður með grjótgarði í kring. Bak við fram- húsin voru 5 eða 6 önnur hús, öll úr torfi. Stórt tún var alt um kring og alt bar hjer vott um duglegt og þrifið fólk. Bærinn var í íslenskum stíl, þyrping einlyftra húsa með moldarveggjum á milli og 6 þil fram að hlaði. Litlir gluggar voru á þremur þilunum, en aðeins hurð- ir á hinum þremur. Eitt var bæar- dyrnar, hitt voru skemmur. Húsin á bak yið voru grafin inn í brekku, Allir veggir voru úr grjóti, torfi og mold, mjög þykkir, og torfþak var á öllum húsum og óx þar mikið gras. Bæardyrnar voru svo lágar, að maður varð að beygja sig til að komast inn. Og þegar inn var kom- ið, var þar svo fullt af allskonar hafurtaski að ekki gat þar gengið nema einn og einn í senn. Ur bæar- dyrum var gengið beint inn í eid- húsið, lágt og ófullkomið, en mjög þrifalegt. Við vorum leiddir inn í gestastofu til hægri handar /ið bæ- ardyrnar. Var hún snotur og mál- uð að ofan rauðblá en græn að neðan. Þar var inni borð og bekkir svo að gólfrúm var lítið. Á veggj- um hengu myndir í svörtum um- gjörðum. Ein var af Willard Fiske, sem hjer hafði komið, önnur af Bjarna Thorarensen „kanselliráði, sýslumanni í Rangárþingi,“ þriðja af Hallgrími Pjeturssyni. Og mitt á milli þeirra var mynd af Jósep og Jesú-barninu, litprentuð hjá Mai & Wirsing í Frankfurt am Main. Það gladdi mig sannarlega að rekast á þessa kaþólsku mynd hjer úti á hjara veraldar hjá lút- ersku fólki. Húsfreyja, íslensk kona af 'kjarna ættum og eitthvað milli fertugs og fimtugs, tók sjálf að sjer að ganga um beina, breiddi dúk á borðið og sótti alt sjálf fram í eldhús. Nú var gott að fá lambasteik. Smjörið og osturinn bragðaðist mjer ekki, þó það væri gott og hreint og vel fram borið, en flatbrauðið fanst mjer ágætt. Eftir máltíð gengum við út til að lesa bænir okkar. Þoka var á Heklu, en í áttina til Geysis var að sjá eins og stórbruna. Fólkið stóð álengdar og undraðist hvað við vorum að lesa. Meðan við vorum úti bar hin góða húsfreyja borð og bekki út úr stofunni og bjó þar um okkur, tvo á flatsæng en einn í lokrekkju. þar sem spariföt hengu. Rúmfötin voru fram úr skarandi hrein, og sængur og koddar með slíkum ágætum, að annað eins gat maður ekki vænst að finna í ljelegum bóndabæ. Sá, sem vill álasa íslendingum, ætti fyrst að útvega þeim önnur húsa- kynni, draga landið sunnar, svo að veturnir verði styttri og nytjaskóg- ar geti vaxið þar, eða gefa þeim efni í ný hús. Við vorum þreyttir og . sváfum eins og steinar til morguns. ^ V ^ ÓVÆNT BÆNIIEYRSLA Prestur nokkur, sem var talsvert við utan, ók vagni sínum þvert fyrir fram- an bíl. Bílstjórinn hemlaði þegar svo að hvein og skrækti í, og tókst að stöðva bílinn rjett áður en hann rakst á vagninn. Prestur sá að sökin var sín megin og bað auðmjúklega fyrirgefn- ingar og tók bílstjórinn því vel. En þegar hann ætlaði að koma bílnum á stað aftur, tókst það ekki. Bílstjórinn reyndi öll brögð og bölvaði í sand og ösku. Presti fannst hann ekki geta staðið þegjandi hjá þessu, svo að hann sagði: „Vinur minn, þjer getið ekki komið bílnum á stað með því að blóta“. Bílstjórinn glotti hæðnislega og sagði: „Jæja, reynið þá að koma hon- um á stað með bæn. Við skulum sjá hvort það hrífur betur.“ Prestur roðnaði, en svo sagði hann: „Við skulum taka ofan“. , Svo færði hann þakkir fyrir það hve dásamlega hefði tekist að afstýra slysi og bað þess að bíllinn færi á stað. Og í sama bili fór hreyfillinn í gangi og bíllinn rauk á stað. En prest- ur stóð eftir agndofa af undrun. — Ja, hver skrattinn, varð honum að orði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.