Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Blaðsíða 16
I 204 LESEÓK MORGUNBLAÐSINS SKÍÐAÍÞRÓTTIN. — Nú er skíðafæri gott í fjöllunum, enda er það óspart not- að ekki síst af þeim, sem eru að æfa sig undir landskíðamótið, sem háð verður hjer seint í þessum mánuði. Myndin er af einum skíðakappanum, sem er að æfa sig í svigi. Ekki er unt að sjá hvað brekkan er há, vegna snæroksins, sem þyrl- ast upp undan skíðunum, en það gefur aftur á móti nokkra hugmynd um hvað hraðinn er mikill og hve erfitt muni vera að ná hinnm kröppu beygjum. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Mngnússon). Hljóðin í Álftafirði. Sumarið 1604 fór kona nokkur úr Álftafirði, Bóthildur að nafni, vest- ur yfir heiði til Önundarfjarðar og Hafði með sjer son sinn, er Ketill hjet og var þá á öðru eða þriðja ári. Eftir stuttan tíma hugðist hún fara heim nftur, gangandi sömu leið með barn sitt. En er hún kom yfir heiðarskarð- ið skall á þreifandi þoka, svo að kon- an viltist og komst alt þangað er Vala- gil heita. Mun hún þá hafa verið o> ð- in þreytt af langri göngu og að bera barn sitt. Hafði hún sest þar að og sofn að og ekki vaknað aftur til þessa lífs. Enginn vissi um það í Álftafirði hvenær hennar var heim von, og í Önundarfirði munu menn hafa gert ráð fyrir því að hún hefði komist heim heilu og höldnu. Nokkrum dögum seinna heyrðust til bygða ámátleg hljóð og heldu menn að þau væri í einhverri furðuskepnu Þá bjó Sjera Jón Grímsson á Svarf- hóli í Álftafirði. Þegar hann frjetti um þessi hljóð sendi hann hraðboða út eítir sveitinni, heim á hvern bæ, og bað bændur að koma samdægurs og vera vel vopnaða. Og er menn voru komnir heim til hans varð það að ráði að þeir skyldu rannsaka hvaðan þessi óhljóð stöfuðu. Lögðu þeir svo á stað. , Þá gengu allir skattbændur með þrískúfaða atgeira, sem hingað á umliðnu ári fyrir þetta fluttust til kaups cftir K. M. bífalningu“ Gengu þeir svo á hljóðin og komu þar að sem konan lá önduð fyrir löngu, en ópin, sem þeir höfðu heyrt, voru frá barninu. Hnykti mönnum mjög við að sjá þessa hryggilegu sjón, og þó mest manni konunnar, Jóni Eyvindssyni, sem var einn leitar- manna. Drengurinn lifði og ólst upp hjá föður sínum þangað til hann var kom- in úr ómegð. (Eftir sögu Jóns Indía- fara). . « Akuryrkja lagðist niður hjer á landi á 15. öld. En fyrir »epum 300 árum byrjaði Gísli Magnússon á Hlíðarenda tilraun- ir með kornrækt og fekk þar full- þroskað korn, mest eina tunnu. Þegar þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pá'.s- » son komu að Hlíðarenda 1756, var þeim sýnt hvar akurgerði Gísla hafði ver- ið, fyrir norðan og ofan bæinn, gegnt sólu. En þar var þá aðeins eftir lítið af mögrum og blásnum jarðvegi, mjög grýttum og greri aðallega rjúpnalauf milli steinanna. Engin merki sáust ak- urgerðisins nema lítið garðbrot. Dansleikur fyrir rúmri öld. Dillon lávarður dvaldist í Reykjavík veturinn 1834—35. Segir hann að mesta hátíð vetrarins hafi verið fæð- ingardagur konungs, 28. janúar. Þá voru fánar dregnir á stöng á öllum kaupmannahúsum og jafnvel Hóla- vallamylla var skreytt dönskum lit- um. Opinber veisla var haldin og dans- leikur á eftir. Veislan byrjaði kl. 4 og var mjög vegleg: súpa, nautakjöt og kindakjöt, því næst álftir, viltar endur og rjúpur og öllu þessu var skolað niður með miklu af kampa- víni. Kvæði var sungið við borðið og tóku allir undir. Um kl. 9 voru borð rudd og dansinn hófst. Samsætisher- bergin voru tvö, og mjög lágt undir loft, og eitt litið herbergi milli þeirra. Þar drukku karlmenn púns ómælt. í næsta herbergi sat kvenfólkið, drakk kaffi og sagði ýmsar hneykslissögur um náungann. í stærsta herberginu, upplýstu af nær 50 kertaljósum, var dansað. Þar voru dansaðir enskir sveitardansar, sem Dillon kannaðist þó ekki við, og siðan vals. Hljóðfærin voru tvær fiðlur trumba. Þeir, sem ekki kunnu að dánsa, fóru upp á loít, til þess að reykja og spila þenn- an eilífa Lomber. Klukkan 5 var há- tíðinni slitið og hafði þá staðið í 13 klukkustundir. Grasmaðkur. Árið 1701 fell á jörð frá Lómagnúpi að Þjórsá óvenjulega mikill maðkur, sem gras alt fordjarfaði og eyddi sem af eldi brent væri, svo jarðir eyddust. Fekk þá margur stóran skaða á tún- um, engjum og úthaga; saman var hann rakaður af túnum og ýmsum stöðum og brendur, og þó skurðir væri stungn- ir kring um tún, alnardjúpir, þá voru þeir að morgni fullir. Ekki gerði sá maðkur öllum jörðum skaða á fyr- skrifuðu takmarki. (Fitjaannáll)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.