Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Blaðsíða 10
198 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS liggja að Miðjarðarhafi. Ekki má gleyma spænska fjenu, en sögurit- arar Grikkja á tímabili Krists tala um hina góðu ull Spánve,-4a, svo að hún hefur verið vel kunn einnig í þá daga. Svo er sagt að bændur og fjárhirðar hafi ekki komið sjer saman um landamörk og hafi þá verið sett á laggirnar dómnefnd til þess að miðla málum. Þessi dóm- nefnd var kölluð Merinor og hefur hin fræga Merino kind þaðan nafn sitt. Árið 1800 var engin kind til í Ástralíu, en árið 1804 voru fluttar þangað inn 8 kindur og mun þeim áströlsku hafa búnast vel, þar sem Ástralía er nú í dag mesta ullar- útflutningsland í heimi. Merino- ullin hefur ekkert tog eins og önn- ur ull og er fíngerðasta ull, sem til er. Hjer á eftir vil jeg gera nokkra grein fvrir hinum helstu tegundum ullar. í Englandi er flokkun ullarinn- ar miðuð við tölustafi 321S—801S, en í Þýskalandi við stafróf A, B o. s. frv. Hjer verður stuðst við ensku flokkana. Ástralska Merino- ullin er fíngerðust, vel hrokkin, blæfalleg og silkimjúk, lengd ull- arinnar frá 8—10 cm., fínleiki 601S—801S. Argentínska Merino- ullin er svipuð, en þó ekki eins vel hrokkinhærð, lengd 4—8 cm. Lm- coln ullin er nokkuð löng og gróf- ari en Merinoullin, fínleiki 361S— 501S, lengd 20—30, cm., heilsárs klipping. Þá er Leicesterullin, fin- leiki hennar er, að mjer virðist, svipaður og íslenskrar ullar 401S— 461S. Þrátt fyrir það er Leicester- ullin miklu fínni og mýkri að taka á en okkar ull. Romney Marsh ullin hefur fínleika 441S—501S og Carriedale ullin 501S—581S. Þá má segja að fíngerðasta ull sje frá 5—15 cm. að lengd, vel hrokkin mjúk og blæfalleg, en gróf ull getur verið frá 20—50 cm. löng, hún hefur sterkan blæ, er aðeins bylgjuð eða nær sljett með öllu. íslenska ullin hlýtur því áð teljast— til grófrar ullar, en um það verður rætt hjer síðar. Það sem ekki hefur hvað minsta þýðingu fyrir ullar- iðnaðinn er flokkun ullarinnar, ull- armatið. Ullarmat krefst bæði þekkingar og leikni og þar kemur margt til greina. ULLARFRÆÐINGAR hafa fundið upp ullarfínleika-mál (Lanamet- er), en ekkert af þeim mælitækj- um, sem enn hafa verið fundin upp jafnast þó á við mælitæki manns- ins sjálfs, þ. e. a. s. sjón, þreifingu og svo reynslu og æfingu í að dæma ullina að verðleikum. Með langri reynslu og æfingu fá fingur manns þann næmleika, að tveir menn sitt á hvoru landshorni geta dæmt ull- arfínleika svo nákvæmt, að enginn geti fundið hinn minsta mun á. Ullarmat Það er mjög hæpið að dæma ull- ina á kindinni sjálfri, þar getur margt villandi komið til greina. Ullarmatsmenn þurfa að hafa bæði þekkingu og leikni eigi flokkun ullarinnar að verða til nokkurs gagns og erum við langt á eftir tímanum í þessu efni. Hjer á landi er ullin ekki metin eftir því hvort hún er fíngerð eða gróf, heldur hinu, hve blæfalleg hún er og ætti að breyta þeirri matsaðferð til batn aðar sem fyrst. Því að þótt ullin sje þannig metin getur III. fl. verið al- veg jafngóður og betri en I. flokk- ur, ef ullin væri metin eftir fín- leika ullarreifisins. Skal nú gera nokkra grein fyrir því, hvernig ieg álít að meta beri ull, svo að sem best not verði að. Þar kemur margt til athugunar. 1) Fínleiki ullarhárs- ins. 2) Lengd ullarhársins. 3) Teg- und kindarinnár. 4) Ætt og aldur kindarinnar. Ullin skal flokkuð eftir því hvar hún er á kindinni, enda vita allir að sama reifið er misjafnt. Því er skipt þannig: 1) Síðu og herðaullin, mjög fín, hefur jafna lengd, hárið mjúkt og uppbygging þess regluleg. 2) Hálsullin, ekki eins fín, nokkuð óregluleg uppbygging. 3) Kviðullin, ekki eins mjúk og hálsullin, blær nokkuð gulur, styrkleiki hársins lítill eða eng- inn. 4) Hryggur og háls að ofanverðu, ullin mjög gróf. 5) Kollur, meðal mýkt, ullin slöpp og tevgjanleg. G) Lærullin, löng, misgróf, óreglu- leg uppbygging. 7) Brjóst, meðal fínleiki, skarpir bláþræðir. 8) Hækill og læri að innanverðu, óregluleg og gegnumvaxin stíf- um hárum. Ullarmat þarf að framkvæmast við dagsbirtu, rafljós villir manni sýn um útlit ullarinnar og er því ekki nothæft. Hjer á landi er fjeð rúið einu sinni á ári, en í mörgum öðrum löndum er fjeð rúið tvisvar, fyrst að vorinu og kallast þá vorull og svo aftur að haustinu og kailast þá sumarull. Vorullin er lengri vegna þess að vaxtartíminn er lengri. Gott er að baða fjeð nokkru áður en það er rúið, auðveldar það bæði rúninguna og verksmiðju- þvottinn. Venjulega er kindin rúin með höndum eða klippt með skær- um, en til eru þrýstiloftsklippur, sem notaðar eru til þessa starfa og er það skiljanlega þægilegast. Með slíkum fjárklippum getur einn maður klippt ca. ÍO kindur á dag. Við rúninguna ber að gæta þess að reifið slitni ekki í sundur, bví að slíkt torveldar mjög ullarflokkun- ina. Sá fornaldarháttur mun nú vera að hverfa með öllu að bænd- ur þvoi ullina sjálfir, enda tími til kominn að leggja niður þann sið, það verk eiga ullarþvottastöðvarn- ar að vinna og ullarflokkunin á einmitt að fara fram í sambandi við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.