Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Blaðsíða 4
208 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ckki of hátt, en sjera Þórarinn Böðvarsson var einn á öðru máh\ Landshöfðingi var á móti þessum stað. Að vísu lýsti hann yfir því á þingi, að ef ekki hefði verið gert ráð fyrir þvi af hagsýni ástæðum að reisa húsið á Arnarhólstúni, hefði sjer aldrei komið til hugar að velja því annan stað en Austur- völl, en þó „að vísu ekki þar sem húsið nú stendur, heldur við ein- hverja aðra hlið hans." Bygginganefnd hafði þegar mælt lóðina og var svo til ætlast að þing- húsið stæði sunnar en hin húsin, þannig að norðurhlið þess væri í beinni línU við suðurhlið dómkirkj- unnar. Mun þá hafa verið hug- myndin að hafa garð fyrir framan húsið. Daginn eftir að lóðin var keypt, var svo byrjað á því að grafa fyrir grunni hússins. En þá þótti Bald það ófært að hafa húsið svo nærri tjörninni, vegna þess hvað leðja væri þar djúp. Varð nú bygg- inganefnd að koma aftur til skjal- anna og samþykti hún að húsið mætti færast svo langt norður að það væri í beinni götulínu við hús Halldórs Kr. Friðrikssonar og dóm- kirkjuna. Hornsteinn lagður Nú var verkið hafið fyrir alvöru og gekk þáð svo skjótt fram, að mánuði seinna, eða 9. júní, var hornsteinn þess lagður með mik- illi viðhöfn. Voru flestir bæarbúar er vetling gátu valdið, þar við- staddir og einnig margt virðingar- mahna á einkennisbúningum Þar var Hilmar Finsen landshöfðingi, byggingarnefndarmenn allir, bisk- up og þeir alþingismenn, sem til náðist og skemst áttu að fara. Á Austurvelli hafði verið reist stórt tjald og voru þar til sýnis uppdrættir allir af húsinu, en hjá húsgrunninum höfðu verið reistar fártasteng'ur og blöktu þar danskir fánar', óg fálkamerki tvö en milli þeirra veifur á stögum. Voru letr- uð kjarnyrði á veifurnar. Á einni stóð t. d.: „Með lögum skal land byggja", og á annari: „Vísindin eí'la alla dáð," og var þar stefnt að því, að söfnin áttu að fá þarna húsaskjól. Einni stundu eftir hádegi voru lúðrai þeyttir á Austurvelli og sunginn sálmurinn „Vor guð er borg á bjargi traUst". Þá gekk Hilmar Finsen landshöfðingi að hornsteininum og lagði í hólf, sem gert hafði verið í steininn, allar þær danskar myntir, er þá voru í gildi og enníremur ferhvrndan silfurskjöld allnjikinn með bessari áletrun: „Samkvæmt fjárlögum íslands fyrir árin 1880 og 1881 og ályktun Alþingis 1879, er þetta hús bygt handa Alþingi og söfnum landsins á 17. ríkisstjórnarári Kristjáns kon- ungs hins IX. Ráðgjafi J. Nelle- mann. Landshöfðingi Hilmar Fin- sen. Forsetar Alþingis: Pjetur bisk- up Pjetursson og Jón Sigurðsson frá Gautlöndum. Byggingarnefnd kosin af Alþingi: Árni Thorsteins- son, Bergur Thorberg, Grímur Thomsen, Tryggvi Gunnarsson og Þórarinn Böðvarsson. Arkitekt: F. Meldahl. Yfirsmiður: F. Bald. Jóh. 8. 32: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. 9. júní 1880". Höfðu þeir landshöfðingi og biskup ráðið áletruninni, en Páll Þorkelsson smíðaði skjöldinn. Nú tók landshöfðingi steinlok og lagði yfir hólfið, en Pjetur biskup gekk þar að og laust með hamri þrjú högg á steininn og mælti: ,.í nafni heilagrar þrenningar." Var þá sungið vígsluljóð, sem Grímur Thomsen hafði orkt. Að því loknu helt landshöfðingi vígsluræðu , og „fór fögrum og vel völdum orðum um hinn heppilega ritningar- teksta," er stóð á silfurskildinum. Að lokum var svo sungið „Eld- gamla ísafold." Ilúsið fullsmíðað Það mun líklega eins dæmi hjer i bæ um jafn stórt hús, hvað bygg- ing þess gekk fljótt. Um haustið var það komið undir þak, eða áður en hófust hin miklu frost, sem næsti vetur er annálaður fyrir. — Frosthörkurnar hófust í desember og um jólin var hjer 11—15 stiga frost. Milli jóla og nýárs var grenj- andi stórhríð, svo tæplega var fært húsa á milli í Reykjavík. Þegar henni ljetti var kominn helluís á allan Kollafjörð út fyrir eyar, svo að menn fóru á ísi milli Kjalarness og Reykjavíkur, og gengið var úr Reykjavík út í Akurey, Engey og Viðey. Mundu menn ekki önnur eins harðindi hjer sunnan lands. En þrátt fyrir frostin var unnið á hverjum degi að frágangi Al- þingishússins að innan. »Þótti kal- samt að standa þar við smíðar og nokkuð mun kuldinn hafa tafið fyrir. Samt sem áður var húsið fullsmíðað áður en Alþing kæmi saman 1881, eins og ráðgert hafði verið. Þökkuðu menn það að miklu leyti dugnaði Balds yfirsmiðs og útsjónarsemi hans. Húsið vígt Hinn 1. júlí var Alþing sett. — Fyrst söfnuðust allir alþingismenn saman í hinu nýa húsi og gengu svo þaðan til guðsþjónustu í Dómkirkj- unni. Þar prjedikaði sjera Eiríkur Briem, prestaskólakennari og lagði út af 25. sálmi Davíðs: „Vísa mier vegu þína, Drottinn, kenn mjer stigu þína, lát mig ganga í sann- leika þínum og kenn mjer, því að þú ert Guð hjálpræðis míns, á þig vona jeg liðlangan daginn." Að guðsþjónustu lokinni var aft- ur gengið í þingsal. Landshöfðingi gekk þá til forsetasætis og flutti vígsluræðu. Rakti bann fyrst bygg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.