Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Blaðsíða 5
LESBÚK MOBU UEBLAÐSINS 20‘J Tillöguuppdráttur eftir Ifélga Hclgason snikkara ingarsögu hússins í stórum drátt- um, og þeim erfiðleikum, sem við hafði verið að stríða, „en samt sem áður er húsið nú fullgert til hins ákveðna tíma, og stendur það nú sem hið skrautlegasta og öruggasta hús, er nokkurn tíma hefur verið reist á íslandi, landi og lýð til sóma, og niðjum vorum til minnis um það, að á fyrsta kosningatíma stjórnfrelsisins hafi Alþingi íslend- inga haft vilja og dug til að fram- kvæma eins fagurt og stórkostlegt verk.“ Og enn mælti hann: „En — háttv. alþingismenn — vjer vitum það allir að sjerhvert mannaverk er ófullkomið og valt, ef eigi vor himneskur faðir blessar og varðveitir það. Því viljum vjer vígja þetta nýa Alþingishús með þeirri innilegri bæn til hins algóða guðs, að hann haldi verndarhendi sinni yfir konungi vorum og ætt- jörð, yfir þjóð vorri og fulltrúum hennar; að hann blessi og varðveiti ]>etta liús, og láti ævinlega sann- leikann ríkja í því, svo að fulltrúar þjóðarinnar, þjóðin sjálf og landið, verði frjálst í rjettum og sönnum skilningi þess orðs, því þá.getum vjer átt það víst, að framförum og hagsæld ættjarðar vorrar sje borg- ið um aldur og ævi.“ Eins og áður segir var húsið bygt úr íslenskum grásteini. Vegg- ir voru 1 al. 6" á þykt á neðri hæð, 1 al. á efri hæð, lö" þar fyrir ofan og 14" allra efst. Þeir voru tví- hlaðnir úr ferstrendum steinum og voru 2 steinar jafnlangir lagðir langsetis í ytri og innri hleðslu, en þriðji steinninn var þversum og náði í gegn urn vegginn. Milli lang- steinanna var bil og fyllt í það blöndu af kalki, sandi og sementi, svo veggurinn varð nálega sem einn steinn. Á útflötum steina í ytri lileðslu var brotflöturinn lat- inn halda sjer, eu ^temamótin fylt og fáguð, sem enn ma sjá. Að úrn- an voru veggir sljettaðir með múr- húð. Loft og gólf voru úr holum múrsteini, sem var hlaðið milli sterkra járnbita. — Sums staðar hvíldu bitarnir á járnsúlum. Stig- inn upp á loftið var úr járni og þótti merkilegur. Að byggingu lokinni voru öll á- höld seld á uppboði. Fjöldi manna hjer hafði nú lært að kljúfa grjót og fengu þeir nú einnig verkfæri og gátu sjálfir farið að byggja úr steini. Skapaðist þá ný atvinna hjer í bæ. Segir Guðm. Hannesson pró- fessor, að þetta hafi sennilega marg borgað byggingarkostnað þinghúss- ins. > Byggingarkostuaður Alls mun húsið hafa kostað um 123 þús. krónur, og þætti það ekki mikið nú á dögum, þegar tveggja lierbergja íbúð kostar meira. Mönn- um ofbauð heldur ekki kostnaður- inn þá, en þó urðu á þingi tals- verðar umræður út af auka-fjár- veitingu til hússins. Var lielst deilt um það hvort nokkur skylda væri að greiða þessar 2200 krónur, sem grunnurinn í Bankastræti hafði kostað. Enn urðu deilur út af því að sumir vildu greiða Bald 500 kr. f ' Hi* unnið — Geta má og þess, að gert var ráð fyrir að 5000 krónur mvndi nægja til innanstókksmuna, þar með taldar gólfábreiður í þingsal- ina. Það var þegar á fyrsta þinginu (8. júli) að forsetar skrifuðu lands- höfðingja og sögðu að svo mikið bergmál væri í þingsölunum, að erfitt vcittist að heyra mál manna. Lögðu þeir til að þegar yrði pant- aðar gólfábreiður frá Skotlandi á báða salina, 234 ferálnir í sal neðri deildar og 121 feral. í sal efri deild- ar. Gera þeir ráð íyrir að hver fer- alin kosti 3 krónur, eða samtals 1005 krónur. Nú eru lillar gólf- ábreiður seldar fyrir þrefalt hærra verð en dúkarnir á báða deildar-. sali Alþingis. Skreytiug hússins Þegar þetta hús var bygt var ekki minst ncitt á það, svo kunn- ugt sje, að skreyta það með mynd af Ingólfi Arnarsyni. En á framlilið þess \;ar gerð dálitil burst upp af veggbrún og á hana sett fanga- niark konungs og kóróna yfir. — Þetta skraut liefur mörgum orðið þyrnir í augum síðah ísland sagði skilið við Danmörk og konimg'. — Ilafa oft komið frani raddir uln að þessa burst beri að taka niður, eða að minnsti kosti aíma íangamark konungs cg kcrónuna. En það er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.