Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
211
byggingarsjóðurinn“ eða „þjóðhá-
tíðarsjóðurinn“, eins og hann var
stundum kallaður, vísirinn að hin-
um fagra garði sunnan við Al-
þingishúsið.
Tryggvi Gunnarsson sá um að
koma verkinu í framkvæmd Fól
hann, Ólafi Sigurðssyni, einum af
steinsmiðunum við Alþingishúsið,
að gera steingarðinn umhverfis lóð
ina. Ólafur var hæfileikamaður
mikill og listfengur eins og sjá má
enn á garðinum.
Ýmislegt um húsið
Tveir reykháfar voru settir í hús-
ið í öndverðu, en engir ofnar voru
í þingsölunum, upphitun aðeins í
söfnunum. Er mælt að svo hafi ver-
ið litið á að ekki þyrfti að hita
upp þingsalina, þar sem þing væri
aðeins haldið á sumrin, þegar tíðin
væri best og blíðust og þingmönn-
um gæti þá ekki orðið kalt. En
árið 1908 var svonefnd Kringla
bygð við húsið að sunnan verðu.
Undir henni er kjallari. Þar var nú
sett miðstöð og hitalögn um alt
húsið.
Upphaflega voru eldingavarar á
húsinu — tvær járnstengur upp úr
þakinu, sín á hvorum enda, og lágu
þríþættir járnvírar úr þeim niður
í jörð að húsabaki.'Var það lengi
leikur drengja að klífa upp eftir
þessum vírum alt upp að þak-
skeggi. Ekkert hús á íslandi mun
hafa haft eldingavara, nema Al-
þingishúsið. En nú eru þeir horfn-
ir fyrir löngu. Þegar loftskeyta-
stengurnar voru komnar á Melun-
um hefur þótt örugt að eldingu
lysti ekki framar niður í þinghús-
ið og þá var þessi umbúnaður tek-
inn niður (fyrir 1920).
Grjótið í Alþingishúsið var að-
allega tekið í Þingholtinu, þar sem
nú er Óðinsgata. Hjetu þar Kvíár
og Kvíagrjót. Var reistur vinnu-
skúr mikill, 30—40 álna langur þar
sem seinna stóð Blöndalsbær. Inni
í honum var grjótið höggvið og síð-
an ekið ýmist á fjórhjóluðum vögn-
um, með tveimur hestum fyrir, eða
dregið á sleðum beint niður á
Tjörn og eftir henni, og fylgdu þá
4 menn hverjum sleða. En til þess
að koma vögnum við varð að gera
veg frá grjótnáminu niður holtið.
Lá hann rjett l^rir sunnan þar
sem nú er Bjargarstígur og Hellu-
sund, og var kallaður Baldsvegur.
Hilmar Finsen landshöfðingi sá
það, að við byggingu Alþingishúss-
ins gafst mönnum ágætt tækifæri
til þess að nema steinsmíði. Hann
ljet því það boð út ganga að ungir
menn víðsvegar af landinu gæti
fengið þar vinnu. Voru það nokkrir
sem notuðu sjer það, þar á meðal
Steinþór, síðar bóndi á Litlu-
Strönd við Mývatn. Er mjer sagt
að það hafi seinast komið í hlut
hans að ganga frá burstinni með
fangamarki konungs.
Líklega eru nú ekki á lífi nema
tveir menn af þeim, sem unnu við
húsið. Annar þeirra er Magnús
Guðnason legsteinasmiður. Hann
sagði mjer að þeir hefðu fengið 2
króna dagkaup fyrst. En svo hefði
þeir komist að því að dönsku stein-
höggvararnir fengu 3 krónur á dag
í ákvæðisvinnu. Fóru þeir þá til
Bald og báru sig upp undan þessu,
en hann sagði að ekki mætti þeir
fá lægra kaup en sínir menn fyrir
sama verk. Varð það úr að hann
ljet þá Magnús og Ólaf Sigurðsson
fá ákvæðisvinnu. En þá brá svo
við að þeir höfðu sex króna dag-
laun. Þetta frjetti landshöfðingi og
gerði þau boð, að ákvæðisvinnunni
skyldi hætt, fslendingar mætti ekki
fá svona hátt kaup. Þá rjeði Bald
þá fyrir 3 króna daglaun, en kvaðst
mundu bæta þeim það upp seinna.
Það efndi hann þannig, að hann
Ijet þá fá alveg ný steinhöggvara
verkfæri að verkinu loknu.
Áður hefur verið lítillega minst
á skraut hússins, og skal nú nokk-
uru við bætt.
í loftinu í sal neðri deildar voru
gerðar stórar upphleyptar rósir
og þótti það bæði nýlunda og
forkunnar fagurt. Þá var og ráðgert
að mála „fresko“ myndir á vegg-
fleti, en úr því varð ekki annað en
að Bertelsen málari málaði á vegg
í Neðri deildar sal, rjett yfir sval-
ardyrum að baki forsetastóls, stóra
mynd af útsýni til Akrafjalls og
Esjunnar. Er langt síðan að málað
var yfir þá mynd.
Yfir útidyrum og til beggja hliða
við þær voru fest upp skjaldar-
merki Danmerkur og Jslands
(flattur þorskur) eins og fyr er
sagt. — Voru þau um 1 alin á
annan veg, en % alin á hinn. Það
var fyrsta verk hinnar innlendu
stjórnar að láta taka niður þessi
merki. En yfir sjálfum dyrunum
var mynd af fálka og hún er þar
enn.
í boga yfir fjórum gluggum húss
ins voru settar myndir landvætta
og þær eru þar enn. Hafa þær
sennilega verið gerðar eftir land-
vættamyndum Gröndals á Þjóðhá-
tíðarmynd hans.
í anddyri þinghússins eru
stórar súlur. Þær eru úr járni, en
Erlendur Árnason snikkari var
fenginn til að smíða utan um þær
úr trje. Lengi voru og þar í and-
dyrinu tveir bekkir. Hafði Erlend-
ur smíðað annan, en Valgard Breið
fjörð hinn.
—o—•
Alþingishúsið var ekki eins og
Meldahl hafði ætlast til. Hann
hafði teiknað það þannig að undir
því væri stöpull eða pallur og þrep
upp að ganga á pallinn. En þessu
var slept, og hef jeg ekki fengið
upp grafið hvernig á því stóð. Þó
er sagt, að byggingarnefndin haf;
viljað draga úr kostnaði vegna þess
aukakostnaðar, sem leiddi af því að
byrjað var á grunninum við Banka-