Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1949næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Blaðsíða 1
ALÞIMGISHÖSIÐ AGRIP AF BYGG- INGAR- SÖGU ÞESS SUMARIÐ 1798 var þing haldið seinast á Þingvöllum. Veðrátta var þá stirð, köld og rniklar úrkomur, en lögrjettuhúsið á Þingvöllum orðið mesta skrifli. Á miðju þingi tók Magnús Stephensen lögmaður vitnisburð Wibe amtmanns, Magn- úss lögmanns Ólafssonar, Stephans varalögmanns Stephensen, Finne landfógeta og sýslumanna er þar voru: Vigfúsar Þórarinssonar, Jóns Espholins og Jóns Þorleifssonar, svo og íögrjettumanna um það að „húsið væri óheilnæmara og verra hverjum vindhjalli, og líf þeirra í háska, sem þar neyddust til inni að sitja.“ Sjálfur lýsti lögmaður yfir því að „sökum heilsuspillandi drag- súgs í gegn um gluggabrotið og op- ið lögrjettuhús, við rjettarhöld í þessum vindhjalli“ væri hann orð- inn heilsulaus og veikburða. Vildi hann helst slíta þinginu í miðju kafi, en þó varð ekki úr því, og dæmdi þá Magnús lögmaður Ólafs- son í þeim málum, er eftir voru. Þannig var þá þinghúsið á Þing- völlum orðið og er lýsingin ekki fögur. Verður þingmönnum ekki álasað fyrir það þótt þeir yrði því allir samþykkir að senda beiðni til kansellísins um að þinghaldið mætti framvegis fara fram í Reykja vík. Stiftamtmaður skrifaði kansellí- inu um þetta mál þá um haustið og var því meðmæltur að þingstað- urinn væri fluttur til Reykjavíkur. Lagði hann og til, að jafnframt yrði bygt sjerstakt samkomuhús handa alþingi í Reykjavík. ★

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 15. tölublað (24.04.1949)
https://timarit.is/issue/240552

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

15. tölublað (24.04.1949)

Aðgerðir: