Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Blaðsíða 1
15. tölublað
Jfafgmililfttoítt
Sunnudaginn 24. aprí! 1949
XXIV. árgangur.
ALÞINGISHÚSID
ÁGRIP MMgMHM|
AF
BYGG-
INGAR-
SÖGU
ÞESS
SUMARIÐ 1798 var þing haldið
seinast á Þingvöllum. Veðrátta var
þá stirð, köld og miklar úrkomur,
en lögrjettuhúsið á Þingvöllum
orðið mesta skrifli. Á miðju þingi
tók Magnús Stephensen lögmaður
vitnisburð Wibe amtmanns, Magn-
úss lögmanns Ólafssonar, Stephans
varalögmanns Stephensen, Finne
landfógeta og sýslumanna er þar
voru: Vigfúsar Þórarinssonar, Jóns
Espholins og Jóns Þorleifssonar,
svo og lögrjettumanna um það að
„húsið væri óheilnæmara og verra
hverjum vindhjalli, og líf þeirra í
háska, sem þar neyddust til inni að
sitja." Sjálfur lýsti lögmaður yfir
því að „sökum heilsuspillandi drag-
súgs í gegn um gluggabrotið og op-
ið lögrjettuhús, við rjettarhöld í
þessum vindhjalli" væri hann orð-
inn heilsulaus og veikburða. Vildi
hann helst slíta þinginu í miðju
kafi, en þó varð ekki úr því, og
dæmdi þá Magnús lögmaður Ólafs-
son í þeim málum, er eftir voru.
Þannig var þá þinghúsið á Þing-
völlum orðið og er lýsingin ekki
fögur. Verður þingmönnum ekki
álasað fyrir það þótt þeir yrði því
allir samþykkir að senda beiðni til
kansellísins um að þin^haldið
mætti framvegis fara fram í Reykja
vík.
Stiftamtmaður skrifaði kansellí-
inu um þetta mál þá um haustið
og var því meðmæltur að þingstað-
urinn væri fluttur til Reykjavíkur.
Lagði hann og til, að jafnframt
yrði bygt sjerstakt samkomuhús
handa alþingi í Reykjavík.