Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 6
253 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BORG 1 UPPGANGÍ Sao Paulo í Brasiííu er íarin að keppa við stórborgirnar í Bandaríkjunum. SENNILEGA hefur engum Banda- ríkjamanni brugðið jafn mikið í brún árið 1948 eins og kaffikaup- manninum frá Ncw York, sem brá sjer ílugleiðis ti.l Sao Paulo í Brasi- líu. Eins og flestir landar hans hafði hann haldið að þetta væri engin borg. Þar væri ekki annað en ljelegir kofar og íbúarnir latir og hirðulausir. En hann komst að því að þarna hafði sjer skjöplast hrapallega.' Þarna blasti við honum nýtísku borg með 1.800.000 íbúum, sem sýnilega voru framtakssamir og duglegir. Sao Paulo er sennilega sú borg heimsins, sem nú er í mestum uppgangi og blóma og stækkar ó- trúlega ört. Að ytra útliti er hún tilkomumeiri heldur en t. d. hinar frægu borgir í Bandaríkjunum Chicago, Detroit og sjálf New York. „Þegar jeg áttaði mig, sagði kaupmaður, „fanst mjer eins og jeg væri kominn heim. Þarna voru skýjaklúfar og breiðar götur og um þær æddu bílar og alt moraði af fótgangandi fólki.“ Til þess að menn fái nokkra hug- mynd um framtaksemi og dugnað borgarbúa má geta þess, að á hverri vinnustund eru fjögur hús fullger. Hvergi í heimi er bygt jafn mikið. Síðustu árin hefur þangað verið sífeldur straumur innflytjenda. Það eru Þjóðverjar, Spánverjar, ítalir, Portugalar og margra annara þjóða menn. En þrátt fyrir það eru þar engar væringar milli þjóðflokka, allir telja sig „Paulista“, en svo nefnast borgarbúar einu nafni. SAO PAULO átti lengi vel örðugt uppdráttar og fylkið, sem hún er í, var ekki talið neitt Gósenland á þeim árum er íslendingar fluttust til Brasilíu. Þeir settust flestir að nokkru sunnar, í Curityba í fy'lk- inu Parana. Borgin er inni í landi, um 300 mílur (enskar) frá Rio de Janeiro. Stendur hún á hásljettu, sem er um hálfa mílu yfir sjávarmál. Há- sljettubrúnín var brött og klettótt og engir vegir niður að Atlantshafi. Allir aðdrættir voru þess vegna mjög örðugir fyrst í átað, og menn skirðust því við að setjast þar að. Annar stór ókostur var á landinu þarna. Það var svo sljett að rign- ingavatn fekk ekki framrás og oft kom það fyrir að stór svæði fóru undir vatn. Og þá kom „malarían“ og drap fólkið unnvörpum. Þegar á þessu hafði gengið lengi, sáu Paulistar að ékki var um ann- að að gera en duga eða drepast. Þeir kusu heldur að duga og láta hendur standa fram úr ermum. — Þeir byrjuðu á því að leggja ófull- komna járnbraut til sjávar, til þess að komast í samband við umheim- inn. Nú eru þangað 23 járnbrautir og ágæt bílabraut. Þá þurftu þeir einnig að sigrast á vatnselgnum. — Verkfræðingar byrjuðu á því að gera stórar og öfl- ugar fyrirhleðslur og skapa stöðu- vötn. Var þangað veitt lækjum og ám og framræsluskurðir gerðir þangað. Með þessu móti þurkuðu þeir, stór fenjasvæði og útrýmdu „malaria" hættunni. En hið saman safnaða vatn var notað til þess að framleiða rafmagn, og nú eru á þessu svæði framl. 9/10 hlutar af allri raforku í Brasilíu, og sú raf- orka er mjög ódýr. í seinna heimsstríðinu komu við- skiftahömlur hinni hraðvaxandi borg mjög illa. Þar varð skortur á stáli og öllum byggingavörum. — Margir mundu þá hafa lagt árar í bát og hætt að byggja. En það gerðu Paulistar ekki. Hugvitsamir verkfræðingar fóru þá að byggja skýjakljúfa úr steinsteypu, án þess að hafa neitt stál í þá. Með sjer- stakri blöndunaraðferð fundu þeir upp steinsteypu, sem er jafn traust og stál. Einn af hinum nýu skýa- kljúfum, sem bygðir hafa verið úr steinsteypu, er Estado de Sao Paulo bankahúsið, sem er 40 hæðir. Ýmis- konar byggingarefni fundu þeir og • í landinu sjálfu, og þegar ^tfíðijju lauk, virtist svo sem þeir væri ekki upp á aðflutning byggingarefna komnir. Þeir höfðu þá fundið upp og voru farnir að framleiða 100 tegundir af mismunandi bygging- arvörum í landinu sjálfu. MARGIR, sem um Sao Paulo hafa ritað, halda því fram að borgin eigi mikið af viðgangi sínum og dugnaði einum manni að þakka. Hann hafi gert borgina að því sem hún er nú. Þessi maður hjet Franc- isco Matarazzo og var ítali. Hann kom til Brasilíu fyrir 55 árum á ítölsku skipi, sem var hlaðið við- smjöri. Farminn áttu kunningjar hans og Matarazzo átti að selja hann í Brasilíu. En fáum klukku- stundum eftir að skipið kom til Rio de Janeiro, kviknaði í því og brann það með öllum farmi, svo að engu varð bjargað. Matarazzo stóð þá uppi slvppur og snauður, því að þarna hafði aleiga hans farið. Hann tók sjer það þó ekki nærri. Hitt sárnaði honum miklu meira, að nú yrðu margir vinir hans ör- eigar. Og þá sagði hann: , Hið minsta sem jeg get gert fyrir þetta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.