Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 10
262 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS HEIMSBORGARINN GARRY DAVIS ÞAÐ var í september s. 1. að fvr- verandi árasarflugmaður, Garrv Davis að nafni, tilkynti bað að hann hefði skilað hinu ameríska vegabrjefi sínu og væri upp frá þeim degi heimsborgari og ætlaði sjer að vinna að alheimsfriði. Og til þess að leggja enn meiri á- herslu á þetta, reisti hann tjald handa sjer við dyrnar á Chaillot- höll, þar sem allherjarþing Sam- einuðu þjóðanna situr á rokstól- um. Hann skýrði svo frá, að þar sem hann væri heimsborgari, þá væri þetta eini staðurinn þar sem sjer væri frjálst að vera. Eða var ekki höllin og umhverfi hennar al- þióðaeign? Hafði ekki sjálfur Auri- el Frakklandsforseti afhent lvkl- ana að höllinni til þess að sýna að hún væri ekki framar undir frönsk- um Iögum? Inni í höllinni deildu menn á sameiginlegum fundum og nefnda- fundum, en úti fyrir stóð Garrv Davis og útlistaði skoðanir sínar. „Jeg er maður blátt áfram og ieg get ekki sætt mig við umhugsun- ina um að annað stríð skelli á“, sagði hann. „Sameinuðu þjóðirnar gera ekkert til að þess að afstýra styrjöld. Það hefir sótt í sama far- ið og fyrir 1939 um reipdrátt milli ríkja. En við hverju öðru er að 'bú- ast, þar setn S. Þ. getur ekki á neinn hátt skoðast sem heims- stjórn, valin af þjóðum heims- ins". Hann krafðist þess því, að allar ríkjastjórnir legði niður völd og ein alheimsstjórn mynduð, áður en það væri um seinan. Þess vegna hafði hann ónýtt vegabrjef sitt. „Vegabrjef minna á þá heimsku að menn eigi að skiftast eftir þjóð- flokkum“, sagði hann. Þessi fyrsti alheimsborgari varð fvrst í stað fvrir miklu aðkasti. Menn kölluðu hann „Vitlausa Garry“. En það fór nú samt svo, þegar hann fór að halda ræður vf- ir fólkinu og útlista skoðanir sín- ar, að menn hættu að kalla hann því nafni, flyktust að honum til þess að hlusta á hann, og orðstír hans barst um alla borgina. Eftir viku þyrptust menn að honum til þess að hlusta á hann. Á einni slíkri samkomu þar sem ekki var rúm fyrir meira en 2 þúsundir manna, börðust 5 þúsundir um bað að komast að. Á annari samkomu voru 20 þúsundir manna — og engum hafði þá tekist að draga að sjer slíkan áheyrendafjölda nema de Gaulle og Maurice Thorez. Nú á Garry Davis ekki aðeins fylgismenn í París, heldur um víða veröld. Og meðal þeirra eru marg- ir frægir menn eins og t. d. Albert Einstein, Sir John Boyd Orr, Sir Adrian Boult hljómlistarstjóri og rithöfundurinn Jean Paul Sartre Tuttugu breskir þingmenn hafa gefið út þessa yfirlýsingu: „Vjer undirritaðir föllumst algjörlega á skoðanir Garry Davis“. Á aðfanga-: dag jóla í vetur veitti Vincent Auriel Frakklandsforseti Garry Davis áheyrn og talaði við hann í hálfa aðra klukkustund. Nú er Davis önnum kafinn við það að safna saman heimsborgur- um og hefir sett upp sjerstaka skrá- setningarskrifstofu í því skyni. •,Jeg skora á hvern þann, sem aðhyllist alheims stjórn, að skrifa mjer“, segir hann. „Hverjum brjef- ritara verður þá sent skírteini um það að hann sje alheimsborgari. Árið 1950 hafa miljónir manna fengið slík skírteini. Þá höldum vjer þing og kjósum alheims stjórn". Síðan skrifstofan var opnuð hef- ir brjefum rignt yfir hana. Skrif- stofan er ekki annað en húsgagna- laust herbergi í gistihúsi nokkru á vestri bakka Signu. En þar hefir Davis stóra hlaða af brjefum frá mönnum, sem gerast vilja alheims- borgarar. Brjefin eru úr öllum átt- um: frá Þýskalandi, Libyu, Kína, Afríku, Englandi, Bandaríkjunum o. s. frv. Allan daginn er þangað straumur ungra og aldraðra manna, sem bjóðast til að vera sjálf boðaliðar hjá honum. SUMIR halda því fram, að eítt- hvað hafi komið fyrir Davis í æsku og valdi þessu ofstæki hans um að koma á alheimsstjórn og alheimsfriði. En þeir mega lengi leita, og verða þó einskis vísari. Hann er fæddur í Bar Harbour og er 27 ára að aldri. Móðir hans var Lúterstrúar, en faðir hans Gyðingur. Heimilislíf þeirra var ágætt. Þau voru fjögur systkinin, tvær dætur og tveir synir. Hinn pilturinn hjet Emery og fell í stríð- inu hjá Salerno. Garry Davis kom sjer vel í skóla og kennurum og nemendum lík- aði vel við hann. Hann var mjög hneigður fyrir tónlist og átti ekki langt að sækja það, því að faðir hans, Mayer Davis, er kunnur tón- listarmaður. En mestan áhuga hafði Garry þó fyrir leiklist Hann fór í leikskóla og ljek í „Let’s Face It“. En næst þegar hann átti að leika, skall stríðið á og hann var tekinn í flugherinn. Hann fór sjö árásarferðir til Þýskalands. „Mjer var það þá tæp- lega ljóst“, segir hann, „að jeg var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.