Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 9
kardínálar, og þeir eru í páfarík- inu liið sama og ráðherrar í öðr- um ríkjum. Kardínálar mega aldrei vera fleiri en 70. Þeir eru yíirmenn kirkjunnar, hver í sínu landi. Þeir eru þar nokkurs konar páfar, en verða þó að lúta páfanum í Róm, og hafa ótakmarkaða hlýðn- isskyldu við hann. Valdamesti kardínálinn er sá, sem fer með innanríkismálin. Staða hans svarar til forsætisráðherra- stöðu. Hann fer með utanríkismál, hann ákveður afstöðu kirkjunnar til hinna ýmsu stjórnmála í öðr- um löndum, og hann skipar sendi- menn hjá öðrum þjóðhöfðingjum. En ekkert má hann þó gera nema með samþykki páfans sjálfs. Páf- inn þarf aítur á móíi ekki að standa neinum reikningskap gerða sinna öðrum en drotni. Og allir kaþólskir menn verða að hlýða boði hans og banni. Píus páfi XII er sinn eigin for- sætisráðherra. Hann hafði haft það embætti meðan hann var enn kardínáli, og hjel þá Eugenio Pacelli. En þegar liaim varð páfi, lók Maglioni kardináli við embætt- inu. Svo dó Maglioni og þá lók páfinn við því sjálfur og hefir haldið því síðan. Hann hefir því ærið að starfa og vinnur svo að segja nótt og dag, seíur í mesta lagi 3—4 stundir á sólarhring En við hlið sjer hefir hann þó tvo ráðgjafa og heita þeir Domenico Tardini. og Giovan Battista. Mont- ini. Hvorugur þeirra er kardináli en þó er sagt að þeir muni ráða meiru en kardínálar um öll vanda- sömustu mál. Páfinn kveður bá til klukkustundar viðtals hvom á hverjum morgni og einnig oft á kvöldin. í orði kveðnu eru þeir að- eins skrifarar hans, en ráða þó meira um stefnu Vatikansins í ut- anríkismalum en nokkrir memi aðrir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS T- " ' ' 261 Þeir eru mjög ólikir. Tardini er feitur maður og glaðlyndur og' gefinn fyrir góðan mat. Hann er rúmlega fimmtugur að aldri og er fæddur í Róm. Hann er mjög skarpskygn, forsmáir aukaatriði en er fljótur að átta sig á hverju máli í höfuðdráttum. Montini er hold- grannur maður, þögull og sístarf- andi. Hann er talinn snillingur í því að leggja jafnan á hin bestu ráð í hverju máli. Ekki er vitað hvernig verkum er skift milli þeirra. En talið er að Tardini hafi þau mál til athugunar, þar sem þarf að sjá langt fram í tímann, en Montini gefi ráð í þeim mál- um er þurfa skjótrar úrlausnar. Og hann er einnig nokkurs konar milli göngumaður páfans og kristilega lýðræðisflokksins, sem er undir for ystu Gasperi forsætisráðherra Þannig er í stuttu máli verka- skifting innan sjálfs Vatikansins. En þaftan er allri hinni kaþólsku kirkju stjórnað líkt og' lier. í for- ingjaráðinu eru kardínálar, erki- biskupar og biskupar, alls rúmlega þúsund i Evrópu og Ameríku. Þeir eru nokkurs konar hershöfðingjar. En undirfoi'ingjar þeirra eru prest- arnir, sem stýra söfnuðunum og þeir cru rúmlega 75.000 að tölu. Auk þess koma svo 60.000 trúboðar í rúmlega 30 löndum og yfir þeim eru 300 trúboðs biskupar og 100 pi’efektar. Hver einasti prestur og trúboði fylgist með öllu þvi, sem gerist í hans umdæmi og gefur skýrslu um það til biskups síns. Biskuparnir láta svo allar skýrslur og upplýsingar ganga til erkibisk- upanna, en þeir standa í beinu sarn- bandi við kardinálana og páfastól- inn. Á þennan liátt fylgist páfastóll- inn svo vel með öllu því, sem er áð gerast i heiminum, að undrun sætir. Allar þær upplýsingar sem páfastólinn fær íra prestunum og þúsundum kafcclskra manr.a, eru bornar saman við þær upplýsing- ar er sendifulltrúar páfans afla sjer að öðrum leiðum. Þannig fylgist páfastóllinn nákvæmlega með því livað er að gerast í hverju landi. Og það er þetta skipulag, sem páfinn hefir að tefla fram í baráttunni gegn kommúnismanum. Og sú barátta er frá páfans sjónar- miði ný krossferð fyrir frjálsræði mannanna til að dýrka guð. (News Review). V 4/ Angandi tannstönglar ÞAÐ ER engin ástæða tii þess að amast við tannstöngluin nje notkun þeirra. Ef einhver þykist þuifa að lialla sjer aftur á bak i sæti sínu eftir máltið og stanga úr tönnunum, þá skyldi enginn hneykslast á því. Það var einu sinni siður á góðum heimii- um og veitingahúsum að liafa tánn- stöngla á borðum, svo að menn gæii gripið til þeirra að lokinni máltið. Heldri menn báru á sjer tannstöiigul úr gulli. Hvergi er þess getið í bók- um, sem fjalla um rnannasiði og kur- teisi að neitt sje athugavert við það þótt menn noti tannstöngla. Nú er komin á markaðinn ny teg- und tannstöngla, senx anga af kam- fóru. Eru þeir úr trje, sem er gegn- sósa af kamfóru og eyða því sýklum um leið og menn stanga úr tönnun- um. Það var maður að nafni Charles Foster i Maine, sem lærði þetta af Indíánum í Suður-Ameriku. Þegar heim kom bjó hann til nokkr;. tann stöngia og gaf vinum sinum. En það barst fljótt út, og innan skamms pantaði veitingamaður nokkur af hon um fjölda slikra lannstöngla. Fostei bjó sjer þá til vjeiar til þess að smiða þa og getur nú framleitt 150.000 tann stongla á hverri mínútu. Verða þeir sennilega komnir um allan heim áð- ur en varir. — í sambandi við þetta ma geta þess að nú eru stórblöð farin að nota „vel- lyktandi" prentsvertu til þess að prenta með þær auglýsingar, sem al- menningur á sjerstaklega að taka eftir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.