Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 16
 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 263 Seinasta sagan um Þorgeirsbola. Eins og kunnugt er átti Þorgeirsboli upptök sín í Óslandshlíð í Skagafirði, fór þar um ljósum logum og um nær- liggjandi sveitir og gat brugðið sjer í allra kvikinda líki. Á bæ einum, neð- arlega í Hjaltadalnum, var um siðustu aldamót drengur sem trúað var að væri skygn. Þar gerðist eftirfarandi saga: Einn morgun þegar út var komið, varð strákur var við að Þorgeirsboli nálgaðist bæinn og var hann þá í kálfs likí. Strákur greindi húsbónda sínum undireins frá þessari yfirv’ofandi hættu, en hann brá skjótt við til að reka ófögnuð þennan af höndum sjer. Greip hann ljá að vopni, en strákur tók grasajárn, en þriðji maður hafði með sjer sálmabók vegna þess að orð- ið hefir jafnan verið talið eitt örugg- asta og bitrasta vopnið gegn öllu ó- hreinu. Sagði skyggni strákurinn svo til um hvar boli væri og lagði til hans með grasajárninu, en bóndi og vinnumaður böðluðust á honum með Ijánum og sálmabókinni og greiddu honum mörg þung högg og stór. Tókst þeim með .þessu móti eftir illan leik að hrekja Þorgeirsbola út fyrir landamærin, sem var lækur einn lítill, en strákur kvað öllu myndi óhætt, ef það tækist. Sáu margir menn af öðrum bæjum þessa viðureign. Annars var draugatrú heldur í rjen- um á þessum slóðum eins og annars- staðar og ekki allir þar trúaðir á að strákur sæi það sem hann sagði bónda og vinnumanni frá. En um viðureign þeirra við Þorgeirsbola var þessi vísa kveðin: Grasajárnið Grímur tók, gamli jarlinn ljáinn skók. Sigurður með sálmabók særinganna magnið jók. Kynjaský Sumarið 1754 vildi það til á Eyrar- bakka í hægri golu, bjartviðri en hálf- skýuðu lofti, að svart ský kom frá fjöll- unum í norðaustri og stefndi skáhalt á Eyrarbakkakaupstað. Það sýndist því minna sem það kom nær, en fór álíka hratt yfir og fálki, sem rennir sjer yfir rjúpu. Skýið var kringlótt tilsýndar og Ungur piltur hjer í Reykjavík hefir gert þessa eftirmynd af togara úr leiri og engu öðru. Alt er úr leiri, eigi aðeins skipsskrokkurinn, heldur einnig siglur og reiði, stög og loftskeytaþræðir, radar og alt annað. Það þarf ekki annað en líta á myndina til þess að sjá að það er listamannsefni, sem hana hefir gert. Hann heitir Ragnar Bernhöft, sonur Guido Bernhöft stórkaupmanns. bar það með nokkrum þyt yfir þar sem stóð hópur manna. Það þaut fram hjá þeim og kom við vangann á verka- manni einum, sem stóð þar. Varð hann þá bandóður og hljóp til sjávar. Hinir urðu sem þrumu lostnir. Samt eltu hann nokkrir og náðu honum, áður en hann druknaði. En hann var í stuttu máli sagt albrjálaður og óður og talaði allskonar vitleysu, bæði einstök orð og setningar, alla vega rangsnúið. Þeir, sem heldu honum urðu að beita öllum kröftum, svo að hann sliti sig ekki af þeim. Þeir tóku því það til bragðs að vefja dúki um höfuð honum, ljetu hann leggjast niður og heldu honum þannig og tók þá að sljákka í honum að stundarkorni liðnu. Eftir nokkra daga hvarf æðið, en ekki náði hann sjer fullkomlega fyrr en eftir hálfan mánuð. Hann hafði orðið svartur eða dökkrauðblár á kinninni, en liturinn hvarf smám saman, eftir því sem hon- um batnaði. — Skýið bar niður í fjöru og hvarf þar. (E. Ól.) • Leiklist á Bessastöðum. Skólaleika höfðu Bessastaðamenn sjer til gamans. Þaðan er „Gleðispilið Álfur“, sem enn er til í handriti. Það er gamanleikur, sem piltar tóku sam- an, og virðast hafa breytt ýmislega, eftir því sem árin liðu. Þeir hafa sagt það fram eða leikið á rúmum sínum í svefnloftunum. — Virðist leikurinn hafa verið piltum til mikillar skemt- unar. Þegar Tómas Sæmundsson er út- skrifaður og skrifar vini sínum Jón- asi Hallgrímssyni frá Kaupmannahöfn (í okt. 1828), segir hann honum m. a. frá því, að hann hafi farið þar í ieik- hús, og sje það að vísu gaman fyrst í stað „að ganga á comedíur“, en mað- ur verði strax leiður á að sjá þær grettur og ólæti: „Jeg tel ekki þáð fríða sjónleikahús og allar þær fögru útsýnir — gullna sali, skóga, sjó, sól og tungi, skruggur og eldingar og alt það, kunstin hefir getað upp fundið til að prýða það með, til jafns við Alf, þegar Guðbrandur er búinn að stela úr skemmu hans, heima á Bessastaða- lofti á meðal ykkar“. (Bessastaðir). Valdið er þjónn frelsisins. Stjórnleysið og harðstjórnin stríða hvort tveggja gegn siðferðinu, en þess ber vel að gæta, að allar framfarir eiga sína uppsprettu í frelsinu, og valdið er aðeins vegna frelsisins; vald- ið er þjónn frelsisins. (Páll Briem amtmaður).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.