Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
81
Liulíiia á ganialsaldri
og fagra kvæði, „Á.hafsbotni; brot
Úr Úndínu-sögu", er of langt til
þess að taka það í heild, og þó nýt-
ur sín ekkert erindi þess roí'ið úr
samhengi:
Hví hlaut jeg að sökkva í hyldýpið
kalt
mcð hjartað svo fast við þig
bundið?
Hví reyndist svo stopult og enda-
slept alt
það.yndi sem haí'ði jeg fundið?
Svo hörð eru Örlög mín, vinur —
— ó vei!
En vertu mjér trúr saint og
glcymdu mjer ei.
Hve sárt var að skilja! Því enn var
jeg ung
með ást mína og hjartað í funa.
Og án þín að lifa er lífsbyrði þung,
og ljóð mitt er angistarstuna.
Svo hörð eru örlög mín o. s. i'rv.
Því sál mína og tilfinning ennþá
jeg á,
sem eitt sinn þú fyr hjá mjer vaktir,
og ljósið það bjarta ei líður mjer
frá
meðan lífið í æðunum blaktir.
Svo hörð eru örlög min, o. s. frv.
Hún var þá nýskilin við mann
sinn, er hún orti þetta kvæði.
Ofan í sviplikt undirdjúp sárra
rauna sjáum við gegnum ávarp
hennar til barnsins, sem ætlaði að
festa blómknapp á brjóstið á henni.
— Þetta eru tvö síðustu erindin:
Gefðu mjer laufblað sem fýkur um
fold,
það frostnóttin blómanum sneyddi,
og rósina Ijúfu sem laut o'nað mold
og langvinnur næðingur deyddi,
og fífil með höfuð af hærunum
grátt,
sem hallast til hvílu með þverrandi
mátt.
Því svo fóru vonir sem voru mjer
alt
á vorblíðum æskunnar degi.
Sumar var örskamt og úti varð kalt
fyr æfinnar hallaði vegi;
og altaf smádímmir á æfinnar leið,
því aldrei skín sólin mjer fögur
og heið.
Tregaljóð Úndínu eru ávalt djúp
og einlæg, en sárastur er harmur-
inn að vonum í sorgarkvæðum
þeim er hún yrkir eftir börn sín.
En einnig þar er hún æðrulaus. Á
eldinn hennar slær aldrei fölskva.
Hann brennur eins í ástakvæðum
hennar:
Eins og þegar lækirnir fjalla-
tindum frá
fleygjast yfir klungur að lagar-
djúpi blá,
gegnum hverja hindrun sem heim-
ur veitir mjer
hugsun mín og vonir, þær stefna
að einum þjer.
Sólin gefur jörðunni líi' og ijósyl
sinn,
svo h'fga mína sálu þín augu, vinur
minn.
Sterkt er segulaflið, og ei þess
máttur dvín,
en ekki er valdið minna, sem dreg-
ur mig til þín.
Nokkuð gerði Úndína að því að
þýða ensk kvæði, og allar eru þýð-
ingar hennar ákaílega liprar, svo
að þar er aldrei neitt sem bendir
til þess, að eigi sje frumkveðið.
Fyrsta kvæðið í Öldinni er- þýtt eti
ekki frumort, og nægja tvö erindi
¦
Undína, s.vsturnar Sigridur og Halldóia Bjaniadúílh' fiá Akuicj i'i»ij Jakolt-
ína Johnson bkúldlvoua.
¦