Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Blaðsíða 12
88_ ,, . ' s LEÖBÓK MORGUNBLAÐSINS
Hændur í Kína dýrka marga lmsguði.
Þar á meffal er Mi-lu-íu, goð gleði og
samlyndis.
ur en Kristur fæddist.
Á mörgum sveitarbæum í Kína
hefir sama ættin búið um þúsundir
ára. Fastheldni við fornar venjur
og ættrækni heiir verið þeim skjól
og skjöldur. Þær eru bundnar ó-
rjúfandi trygðaböndum við jörðina
sína, sem hefir framfleytt ættinni
um óteljandi liðu, þótt hún sje
smá. Þessi trygð við jörðina hefir
svo leitt til þess að bændurnir
þekkja hana og skilja hana. Þessi
þekking gengur ósjálfrátt í arf frá
föður til sonar, og þeir vita upp
á hár hvað þeir mega bjóða jörð-
inni, hvernig þeir eiga að hvíla
hana og hvernig þeir eiga að sá
í hana til skiftis svo að hún beri
sem ríkulegastan ávöxt.
íhaldsémin veldur Kínverjum
mörgum erfiðleikum. Hennar
vegna verða þeir að vinna baki
brotnu alla ævi. Mannsaflið cr eini
krafturinn, scm á að koma öllu í
Verk er gera skal. Og þcgar þesi
er nú gaett, að í Kína lifa um 300
miijónir manna á landbúnaði, þá
gefur þetta betri hugmynd um á-
standið þar í landi en nokkurt ann-
að dæmi. Það sýnir einnig að kín-
verski bóndinn mun verða þungur
fyrir þegar kommúnistar ætla að
fárá að koma þar a sínu skipulagi
um sameignarbú. Ættirnar, sem
hafa erjað sömu jörðina frá ó-
munatíð og elska hana heitar en
alt annað, munu verða tregar til
þess að láta hana af hendi og rugla
saman reitum sínum og annara
ætta.
Kommúnistar geta ekki borið því
við þar eins og annars staðar, að
sumir eigi alt of víðáttumikil lönd,
og þess vegna sje sjálfsagt að skifta
þeim sundur í minni jarðir. Kín-
versku jarðeignirnar eru svo litlar,
að ekki er hægt að skifta þeim.
Eina ráðið til þess að koma á komm
únistisku skipulagi, er að steypa
mörgum jörðum saman í sameign-
arbú, eins og gert hefur verið í
Rússlandi. En það verður annað að
fást við kínversku bændurna, sem
aldagömul menning ættrækni og
ættarmetnaður hefir bundið órjúf -
andi böndum við þá bletti, sem
þeir lifa á. Þeir verða seint barðir
til ásta við hið nýa skipulag.
Þegar Japanar óðu uppi í Kína
og ekki var annað sýnna en að þeir
mundu leggja undir sig alt land-
ið, sagði kínverskur mentamaður:
„Það gerir ekki mikið til, þótt þeir
leggi undir sig alt landið. Þeir
halda því ekki lengi, í hæsta lagi
500 ár“.
Svo örugga trú hafði þessi mað-
ur á óbifanleik bændamenningar-
innar í Kína.
Þétta eiga vestrænar þjóðir bágt
með að skilja. En það sýnir að hin
aldagamla menning kínversku þjóð
arinnar er mörgum sinnum traust-
ari og stöðugri en kínverski múr-
inn.
V ^ ^ 4-'
Hjónaefni nokkur höfðu beðið prest-
inn að gefa sig saman í messu. Og
þegar að því var komið, sagði prest-
urinn: „Nú bið jeg þau, sem óska að
ganga í heilagt hjónaband, að gera svo
vcl að ganga hingað að altarinu".
hetta varð eftirminnileg stund fyrir
sofnuðinn, því að fram gengu þrettán
ungar stúlkur og einn piltur.
> ' „ ~ * * . • \
O # A ©
Töfrastjarnan.
Stjörnurnar sýna hvar þær myntir
voru, sem þurfti að færa til, og svörtu
deplarnir sýan hvar þær voru lagðar.
Nú koma fram 7 raðir með 4 myntum
í hverri, eins og myndin sýnir.
Grautarskálin.
Karlinn etur úr skálinni á 10 mín-
útum, hann getur því etið úr 6 skál-
um á klukkustund. Kerling tæmir hana
á 15 mínútum, hún ætti því að geta
etið úr 4 skálum á klukkustund, eða
þau bæði úr 10 skálum. Lausnin er því
60 mínútur: 10 = 6 mínútur. — Vinnu-
maður tæmir skálina á 12 mínútum og
ætti því að geta tæmt 5 skálar á
klukkustund. Öll saman ætti þau því
að geta tæmt 15 skálar á klukkustund.
Lausnin er: 60 mínútur : 15 = 4 mín-
útur. Karl og kerling tæma því skálina
í fjelagi á 6 mínútum, en þau þrjú cru
ekki nema 4 mínútur að því, ef þau
lcggjast öll á eitt.
^
I’at lá fyrir dauðanum. Presturinn
kom til hans og*spurði:
„Ilefirðu nú sæst, við guð, og afneit-
að þcim vonda?“
,,Já, jcg hcfi sæst við guð", sagði
Pat, „en jeg er nú ckki á þeim bux-
unum að espa ncinn upp á móti mjer“
----o----
Matvörukaupmaður var kærður fyr-
ir að sclja cgg á 12 ecnt, þcgar liá-
marksverðið var 8 eent. Kæran fell nið-
ur þegar hann lýsti yfir því, að eggin
hefði verrð harðsoðm.
•W.