Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Blaðsíða 14
f 90 LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS fj< En þetta er ekki nóg. Þetta verð- ' ur að endurtaka hvað eftir annað, og þegar frá líður segir dávaldur honum að hann muni dreyma ein- kennnilegan draum í sambandi við áfengi og svo hryllilegan að hon- um verði óglatt. Biður hann svo sjúklinginn næst að segja sjer drauminn. Síðan segir dávaldur- inn: „Þetta er berdreymi. Upp frá þessum degi mun þjer verða ó- glatt í hvert skifti, sem þú sjerð áfengi. Þá er eins og maginn í þier umhverfist og ef þú skyldir vera svo heimskur að reyna að súpa á áfengi, þá spýrðu því samstundis. Þessi viðbjóður á áfengi mun alt- af ágerast, þangað til þú sjerð að það er heimskulegur óþarfi að drekka áfengi". Með þessari aðí'erð tekst að lækna hvern einasta drykkjusjúkl- ing. Það er líklegt að í framtíðinni verði mikil samvinna milli dá- leiðslulækna og sálsýkislækna, því að þessar tvær lækningaaðferðir bæta hvor aðra upp að ýmsu leyti. Það er sem sje kunnugt, að ýmsir_ vankantar á sálarlífi manna stafa frá einhverju atviki, sem hefir haft mikil áhrif á þá einhvern tíma á lífsleiðinni. Þótt atvik þetta sje gleymt, liggja áhrif þess eins og mara á sjúklingnum. Oft læknast þetta ef hægt er að grafa upp hvaða atvik þetta hefir verið, vekja endurminninguna um það hjá sjúklingnum og fá hann til að tala um það. Þetta tekst sálsýkilæknum stundum, og oftast með mikilli fyr- irhöfn á löngum tíma. En með dá- leiðslu er hægt — og oftast nær mjög auðveldlega — að fá sjúkling- inn til að minnast þessa atviks, það má skipa honum að rifja það upp. Og upp frá því á sálsýkisJæknir- inn hægra um vik. Þótt dálcíðslulæknmgar sje nú viðurkendar aí íiebtum iæknun.. i verða þeirra ekki jafn mikil not og MILLI ALÞINGA 1800-1845 STUNDUM heyrist kveða við, að tímabilið milli Alþinga, ef þannig má að orði komast, hafi verið ó- lánsskeið í sögu þessarar þjóðar. Þetta mundi þó eigi nema að litlu leyti rjettur dómur. Um leið og Al- þingi við Öxará er lagt niður, var stofnaður landsyfirrjettur, en hann má kalla máttarstoð rjettarfarsins í iandinu um 119 ára bil. Áður en hið endurreista Alþingi kemur sam an til hins fyrsta fundar síns, sum- arið 1845, samkvæmt konungsúr- skurði þ. 8. mars 1843, hafa mörg vötn runnið til sjávar. Má því eng- an veginn leggja um of áherslu á það, að landið hafi verið þinglaust og þaðan stafað ófarnaði fyrir þjóð- ina. Auk landsyfirrjettarins starfa þá Bessastaðaskóli og hegningar- hús, Magnús Stephensen starfrækir skyldi, vegna þess hvað sjúklingar eru tregir á að láta dáleiða sig. Og þetta á aftur rót sína að rekja tii þess misskilnings, sem komist hefir inn hjá almenningi, að það sjeu að- eins veikgeðja menn, sem hægt er að dáleiða. Sannleikurinn er sá að ekki er hægt að dáleiða aðra en þá, sem eru greindir og hugmynda- ríkir. Fábjána er til dæmis alls ekki hægt að dáleiða. Sumir eru hræddir við það, að þeir verði látnir gera eitthvað í dáleiðslunni, sem þeir mundu ekki geta látið sjer sæma að gera að öðrum kosti. En þetta er óþarfa hræðsla. Dávaldurinn getur ekki brotið á bak aftur siðgæðiskendir manna. Þær eiga sjer miklu dýpri cg oruggaii rætur en svo, að dá- leiðúlan geti ivwft þær. prentverk og birtir margt og nyt- samt á prenti, og hann beitir sjer í verslunarmálunum, þjóðinni til heilla. Á hinn bóginn er það mikil- vægast, að hinn mesti gróandi ríkir í þjóðlífinu, þegar nokkuð fer að h'ða á árabilið 1800—1845. Þá starfa þeir rithöfundurinn og skáldið, Baldvin Einarsson (Ármann á Al- þingi) og Bjarni Thorarensen, amt- maður, hið karlmannlega skáld og mikli mannþekkjari. Þessa menn ber hátt yfir, en aðrir eru þó þeir sem ber hærra á gervallri hinni nítjándu öld: Fjölnismennirnir f jór -ir, Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæ- mundsson, Konráð Gíslason og Brynjólfur Pjetursson. Um Jónas þarf eigi að f jölyrða. Hann er bráð- lifandi aflgjafi þjóðarinnar enn í dag. Þau orð nægja. Tómas var hinn eldheiti umbótamaður, frjóvg- aður af öllu hinu mikla, fagra og háleita er fyrir augu hans bar í suðurförinni miklu. Konráð yrkir stórbrotið ljóð eftir ástmög þjóð- arinnar, Jónas. En hann var vís- indamaðurinn í hópi fjelaga sinna, afkastaði feikna starfi og lifði þeirra lengst. — Þá er Brynjólfur. Hann vann landi sínu og þjóð á svo óeigingjarnan hátt í stjórnar- skrifstofu íslands í Kaupmanna- höfn, a*ð hann ljest ungur — sem Tómas og Jónas — af völdum of mikillar vinnu. Fjölnismanna gætti vissulega mest um skeið. En um 1840 tekur sá maður forystu íslendinga í Kaup -mannahöfn, er gnæft hefur lang- hæst einstakra íslendinga fram til þesu dags. Það er Jon Sigurðsson, frá Rafn&eyri við Arnarfjorð. Með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.