Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Blaðsíða 8
84 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Hinar íimm hafnir“ GREIN þessi lýsir fastheldni Eng- lcndinga við fornar venjur. „The Cinque Ports“ (hinar fimm hafn- ir) eru úr sögunni fyrir löngu, en cnn í dag cr það eitt af virðuleg- ustu embættum í Englandi að vera Lord Warden (stjórnandi) hinna fimm hafna. ÖLL þau lönd, er liggja að sjó, verða fyrir meiri og minni búsifj- um af sjávargangi. Sums staðar biýtur sjórinn landið, en annars staðar hefst landið úr sjó og strönd- in færist fram, vegna þess að sjór- inn hleður sandi að henni. Á þenn- an hátt geta orðið miklar breyting- ar og góðar hafnir geta horfið með tímanum, eins og átt hefir sjer stað á sunnanverðu Englandi. í fornsögu Englands eru „The Cinque Ports“ frægar. Þær voru Dover, Sandwick, Hythe, Romney og Hastings, allar á austurströnd- inni gegnt Frakklandi. En þær eru nú allar úr sögunni, ncma ein, Ðov- er. Hastíngs er að vísu enn við sjó, en þar eru engin hafnarskilyrði lengur. Hinar hafnarborgirnar eru komnar inn í land, vegna þess hvað landið hefir hækkað og strönd in færst fram, eða þá að særinn hefur brotið landið og eyðilagt hafnirnar. Upphaf „hinna fimm hafna“ er hægt að rekja til þeirra tíma er Rómverjar rjeðu fyrir Englandi. Og Alfred konungur treysti á skipa- flota þessara fimm hafna í Kem til þess að verjast ágengni Dana. God- win jarl, Haraldur og Játvarður góði treystu og fyrst og fremst á skipastól þeirra til þess að verjast innrás frá meginlandinu. Þannig urðu þær brjóstvörn landsins jafn- vel eftir að Rómverjar voru farn- ir. Það er mælt að hinir svoköll- uðu Goodwin-sands sje leifar af ey sem hjet Lomea og að þar hafi verið þúsundir ekra af sáðlandi. Ey þessa átti Godwin jarl og hann hafði látið hlaða öfluga sjóvarnar- garða alt umhverfis hana. Þegar Vilhjálmur bastarður braust til ríkis fekk hann ey þessa St. Ágúst- ínus-klaustrinu í Canterbury til af- nota. Ábótinn vanrækti að halda við sjóvarnargörðunum og aflcið- Lord Wardcn of thc Cinque Ports ingin varð sú, að sjórinn braut fyrst skörð í þá og flæddi síðan yfir alla eyna og breytti henni í evðisanda. Á 12. öld fengu The Cinque Ports konunglegt sjálfstjórnarleyfi. í leyfisbrjefi, sem útgefið var af Ját- varði I. er vísað til leyíisbrjefs er Játvarður góði hafi gefið út. En það var fyrst eftir orustuna hjá Hastings að þessar borgir fengu fult sjálfstæði og voru skildar frá hjeruðunum Kent og Sussex. Seinna var öðrum höfnum bætt við, svo sem Rcculvcr, Deal, Winchel- sea og Rye, og var Winchelsea þó aldrei hafnarborg. Auk þessa var rúmlega þrjátíu stöðum í Kent og einum stað í Sussex bætt við þetta „iiki“ smám sarnaii er tímar liðu. Aðalhlut\rerk The Cinque Ports var að leggja rikinu til herskipa- stól, því að þá átti ríkið sjálft eng- an ílota, og ekki fyr en á dögum Hinriks VII. Á dögum Játvarðar I. var þeim gert að skyldu að hafa eigi færri vígbúin skip en 57, öll mönnuð og útbúin á eigin kostnað. Og það var aðallega þessum flota að þakka að Kobert de Burgh vaim Fcvenscy, þar sem YilhjaLuiur bastarður gckk a land. Lun cr þar sýudur steiun, et liann lllMlli 11111.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.