Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 85 t Af Kccuiver hinni fornu xtcndur nú aðeins kirkjan. sigur á franska flotanum hjá South ForeJand 1217. Með tilliti til þess að þessi kvöð hvíldi á hafnarborgunum, var þeim með lögum heimilað að leggja á tolla og skatta. Þær höfðu svo mik- ið sjálfsforræði, að furðulegt má þykja nú á dögum. Þær voru nokkurs konar ríki í ríkinu. Allir forráðamenn hinna fimm hafna voru kallaðir barúnar, en sá titill var þá ekki nema einstaka sinnum gefinn forráðamönnum Lundúnaborgar. Barúnarnir höfðu cinkarjett á því að bera slóða kon- ungs við krýningarathöfn, en þau rjettindi fellu seinna niður. EKKI LEIKUR það a tvenn tung- um að uppgang sinn og veldi á England flota sínum að þakka. Stofninn í þeim flota var íloti hinna fimm hafnarborga. Þær sýndu, svo ckki varð um vilst, að forvirki Englands eru á sjónum. Ymsax af þeiui hafuarborguiu, sem voru í The Cinque Ports banda laginu, er ekki hafnarborgir leng- ur en þær búa þó enn að fornri frægð frá þeim tímum. Þær voru fyrsti skóli enskra sjómanna og' vagga enska flofans. Það var ekki fyr en á dögum Játvarðar III. að vegur þeirra og gengi tók að dvina. Það var Játvarður góði sem bætti Sandwich í hafnarborgabandalag- ið. Sandwich er tólf mílur austur af Canterbury. Hún varð um skeið merkust af hafnafborgum Eng- lands. Á dögum Játvarðar IV. lagði hún fram 95 skip og 1500 sjóliða. Nú er Sandwich ómerkileg höfn. Bærinn er nú tvær mílur frá sjó, eða öllu heldur fjórar mílur, því að svo löng er sigling þangað upp eft- ir ánni Stour, sem hann stendur við. Höfnin var nokkuð endurbætt árið 1847, en hún verður aidrei jafn glæsileg og hún var á 16. cld. Richborough er hálfri annari mílu norðar. Hún var einu sinni hafnarborg Lundúna, eða á meðan siglingaleiðin þangað var eftir Wantsum kvíslinni. Rómverjar köll uðu þessa hafnarborg Rutupiae. Þangað komu skilaboðin árið 410 að herinn í Englandi ætti að hverfa heim til Rómaborgar til þess að verja ríkið fyrir ágangi Gota. Um leið og rómverski herinn fór úr landi, stóðu Englendingar ber- skjaldeðir fyrir yfirgangi Saxa, sem nú ruddust inn í landið, vegna þess að engar varnir voru fyrir. Rich- borough var á dögum Rómverja þýðingarmesta hafnarborgin í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.