Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐ3INS 143 öll mál um tekjur og gjöld bæarins og má enga ályktun gera án sam- þykkis fulltrúanna. — í reglugerð- inni var gert ráð fyrir því að stofn- aður yrði barnaskóli af bæarfje- laginu. Skólanefnd sú, er var fyrir barna -skólann í Aðalstræti, sneri sjer þá árið eftir (1847) til Alþingis með bæn um að sú ósk yrði borin íram við stjórnina, að lagt væri fyrir næsta þing frumvarp um stofnun barnaskóla í Reykjavík, með svip- uðu sniði og var á barnaskólum í dönskum kaupstöðum. — Alþingi benti skólanefnd á, að hóin skyldi snúa sjer til hlutaðeigandi yfir- valda með þessi tilmæli. Fjórir af skólanefndarmönnum sömdu þá frv. til laga um skólastofnun og sendu það stiptsyfirvöldunum. stiptamtmanni og biskupi. Þeir litu svo á að þetta væri ekki hentugur grundvöllur til að byggja á lagaboð um kensluna. Og eftir að þeir höfðu skrifast á við dómkirkjuprestinn og bæarstjórn um málið, sömdu þeir nýtt frumvarp að reglugerð um skólakenslu og sendu það dönsku stjórninni. Yfirdómari í landsyfir- rjetti, dómkirkjuprestur og bæar- fógeti sendu og beiðni til stjórn- arinnar um að frumvarpið „með breytingum þeim, er stjórnin kvnni að álíta nauðsynlegar, annað hvort strax fái lagagildi, eður að það að öðrum kosti verði borið undir Al- þingi á þessu sumri, svo að málið geti á æskilegan hátt orðið útkljáð“. Stjórninni þótti frumvarp þetta alt of viðamikið, því að upp i það voru tekin ákvæði um tilhögun skólans, kenslu og' skólaaga og íleira, sem átti að vera reglugerð- aratriði. Hún leit svo á, að það væri aðeins tvö atriði, sem yrði að lög- festa: 1. að Reykvíkingar væri skvldir að stofna barnaskóla á eigin kostn- að, og 2. að foreldrar væri • skyldir • að • senda börn sín í þennan skóla. Lagði hún svo fyrir Alþingi 1853 frumvarp um þetta efni og var það aðeins í tveimur greinum. Alþingi kaus sjerstaka nefnd til að fjalla um frumvarpið, og voru í henni Helgi G. Thordarsen, V. Finsen og Eiríkur Kúld, en síðar var tveimur mönnum bætt við, Þórði Sveinbjörnssyni og Jóni Thorsteinssyni. Nefndin lagði fram mjög langt álit. Rekur hún það hvernig fjár- skortur varð fyrstu skólastofnun- inni að fótakefli, og þykir ekki tryggilega gengið frá því hvernig bærinn eigi að rísa undir kostnaði við þennan nýa skóla. Honum sje ekki ætlaðar aðrar tekjur en: 1. skólagjöld, 2. bætur. fyrir brot gegn skóla- reglugerð, 3. gjafir, en kostnaði, sem þar sje fram vfir, skuli jafnað niður á bæarmenn. Engin áætlun sje um það, hvað þessi kostnaður muni verða mikill. Og svo reynir nefndin að gera sjer grein fyrir því. Fyrst þurfi nú að byggja skóla- hús (landfógetahúsið hafði þá verið selt) og það muni ekki kosta minna en 5000 rdl. með áhöldum, borðum og bekkjum. Gera megi þó ráð fyx-ir að það fje fáist að láni með 6% vöxtum. En þegar taldir sje vexíir og afborganir, brunabótagjald, laun kennara, viðhald og eldiviður, þá muni árlegur kostnaður nema um 1500 rdl. .— í Reykjavík sje þá rúmlega 160 börn 7—14 ára og gera megi ráð íyrir að 100 fari í skólann, en af þeim rnuni verða mörg börn fátæklinga, svo að varla sje hægt að gera ráð fyrir að meira fáist í skólagjöldum en 3—400 rdl. í álitsskjali bæarfulltrúa 1848 sje þess getið að útgjöld bæarins sje þá 1200 rdl. Og vegna þess að % búenda í Reykjavík sje fátækir ■tómtlxútixnenn,''þá'getl'bæavf jelögið ekki bætt við sig nema 600 rdl. út- gjöldum vegna skólans. Nú sje út- gjöld bæarins orðin 1300 rdl. og sje því ekki að vænta að meira en 900—1000 rdl. fáist með bæarfram- lagi og skólagjaldi, og vanti þá enn 500—600 ríkisdali til þess að skól- inn geti starfað. Fer nefndin svo að athuga hvern- ig megi afla þessa fjár og kemur fram með tvær tillögur. Var önn- ur um það, að stjórnin ánafni Reykjavík 170 rdl. á ári af vöxtum Thorlilhi-sjóðs til fræðslu fátækra barna. (Tyeir nefndarmenn skrif- uðu þó undir það með fyrirvara). Og í öðru lagi leggur hún til, að lagður verði tollur á áfengi sem selt er í smásölu, og honum varið til styrktar skólum í hinum ýmsu lögsagnarumdæmum. Til Reykja- víkur flytjist þá 70.000 pottar af brennivíni auk romms og extrakts. Og sje gert ráð fyrir því að 15.000 pottar verði seldir í smásölu og skatturinn sje 4 sk., þá nemi tekj- urnar 600 rdl. á ári og það sje nóg fyrir skólann. Þetta mun vera í fyrsta skifti sem það kemur fram á Alþingi að gera drykkjufýsn manna að lyftistöng fyrir menningarmálin, en það hef- ur oft komið fram síðan, eins og menn vita. Nefndin telur seinni tillögunni það til ágætis að öll veiting á brennivíni í búðunum muni þá hætta. ,.Það getur ekki dulist nein- um hve óviðurkvæmilegt og ósæm- andi það er, aö hver búð í landinu skuli jafnframt vera veitingastuð- ur, þar sem brennivín er veitt eða selt í staupatali, án nokkurrar reglu, og í kaupstöðum þeim, þar sem nokkuð fleiri eru sölubúðir, ganga þá líka iðjuleysingjarnir og drykkjumennirnir frá einni búð til annarar“. Að lokum lagði nefndin til að frv. yrði frestað til næsta þings, svo að''jaínframt væri hægt að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.