Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Qupperneq 4
LESBÓK MORGUNBLA.ÐSINS m lögfesta þessa tvo tekjuliði, eða skólanum sjeð fyrir öðrum tekj- um. Tillögum nefndarinnar var tekið fremur illa af þingmönnum. Voru nefndarmenn vændir um það, að þeir vildu hlífa bænum við öllum útgjöldum vegna skólans og koma kostnaðinum yfir á almenning. — Nefndin hafði þó sagt, að hún bæri eigi einungis hag barnaskólans í Reykjavík fyrir brjósti, heldur mundi söluskattur á brennivíni geta orðið til þess að styrkja skóla víðsvegar um land og þannig flýtt fyrir því að barnafræðsla kæmist í sæmilegt horf.* En þegar nefndin sá hug þingmanna til uppástung- unnar, og breytingartillögum rigndi niður, sá hún sitt óvænna og tók tillögur sínar aftur. Var málið afgreitt frá þinginu með álits -gerð til konungs: „Þingið leyfir sjer allra þegnsam- legast að bera þá bæn fram fyrir yðar hátign, að frv. því, um barna- skóla í Reykjavík, sem lagt hefur verið fyrir þingið, verði slegið á frest þangað til ákveðnar verði nefndum barnaskóla tekjur bær, eða fjárstyrkur, sem samsvari börf- um skólans, og að frv. verði aftur lagt fyrir Alþingi 1855, jafnframt því að frv. eða áætlun um slíkar tekjur eða styrk, verði lagt fyrir þingið.“ Þannig lduk því máli að sinni. Voru margir óánægðir með það hvað skólastofnun drógst, því að þótt einstakir menn heldu hjer uppi barnafræðslu á næstu árum (Jakob * Barnaskóli hafði verið stofnaður á Eyrarbakka árið áður og voru 18—20 börn í honum fyrsta veturinn. Þeim skóla var haldið uppi með gjöfum ein- stakra manna. — í brjefi þaðan að aust- an segir: „Er munur að sjá börnin ganga á vissum tíma dagsins í skóla sinn, í stað þess sem áður var, að standa í búðinni eða hlaupa til og frá um strætin og þorpin og sjaldan gera þarft verk.“ Guðmundsson síðast prestur að Sauðafelli, Jón Þorleifsson síðar prestur í Fljótshlíð, Helgi lektor Halfdanarson o. fl) þá fjölgaði nú fólki í bænum mjög ört, og þar af leiðandi þeim börnum, sem þurftu á kenslu að halda. Árið 1855 var barnaskólamálinu alls ekki hreyft á Alþingi. í lok þess árs voru íbúar í Reykjavík orðnir 1363, og 18 börn höfðu fermst á árinu. SUMARIÐ 1856 (29. júlí) var efnt til borgarafundar í Reykjavík út af þessu máli. Allir borgarar og hús- eigendur höfðu þar atkvæðisrjett og ennfremur 12 tómthúsmenn, samkvæmt leyfi stiptamtmanns. — Var fundurinn illa sóttur, því að þar voru aðeins 18 atkvæðisbærir menn. Fyrst var borið undii at- kvæði hvort menn teldi nauðsyn á að stofna barnaskóla og var það samþykt með öllum atkvæðum. Bæarstjórn hafði áður rætt málið og greint mjög á um hvernig fvrir- komulag skólans skyldi vera. Voru tvær álitsgerðir frá henni lagðar fyrir fundinn. Minni hlutinn (Halldór Kr. ^rið- riksson og Jón Guðmundsson) vildi stofna reglulegan skóla og töldu bænum það ekki ofvaxið, einkum ef hann gæti fengið lán til þess að byggja skólahús. Meiri hlutinn (Vilhj. Finsen, Jón Pjetursson og Jón Þórðarson í Há- koti) taldi ekki fært, og bænum heldur eigi skylt, að stofna reglu- legan skóla, heldur ætti foreldrar sjálfir að sjá um að börn þtirra fengi lögboðna fræðslu í lestri og kristindómi. En ef einhverjir for- eldrar hefði ekki efni nje vilja til að veita börnum sínum þá fræðslu, skyldi útvega tvo umferðakenuara úr alþýðustjett og safni þeir börn- um úr kotunum í einhvern bæinn og kenni þeim þar. Kostnað af slíkri kenslu töldu þeir bænum ekki ofvaxinn. Það fór svo að álit meiri hlutans •var samþykt. Guldu 11 tómthús- menn því atkvæði, en enginn af borgurunum. Álit bæarfulltrúanna og sam- þykt borgarafundarins var sent til stiptamtmanns og síðan til stjórn- arinnar. Hún hætti þá við að leggja skólamálið fyrir Alþingi 1857, og sagði, að úr því að menn hefði ekki enn „getað vísað á hvernig fengið yrði fje það, sem þarf til að stofna skólann og til skólahaldsins, vrði að skrifast ýtarlegar á um þetta við yfirvöldin áður en málið ve^ði á ný borið undir Alþingi.“ LEIÐ nú og beið. Stiftsyfirvöldin töldu nauðsynlegt að skóhnn væri stofnaður og munu hafa ýtt undir bæarstjórn að finna einhverja tekjulind svo að trygt væri að skólinn kæmist upp og gæti starf- að. Bæarstjórn tók því rögg á sig og samdi frv. um hússtæ"ðisskatt og lóðaskatt: „Á öll tómthús í umdæmi Reykja -víkurbæar, ásamt hjöllum eða öðr- um útihúsum er þeim fylgja, skal á ári hverju jafna niður hússtæðis- skatti. Á allar óbygðar lóðir í umdæmi Reykjavíkurbæar, hvort heldur eru kálgarðar, garðsrúm, stakkstæði, tún, eða hverju nafni sem heitir, og hvort heldur lóðin er girt eða ógirt, skal hvert ár jafna lóðar- skatti eftir flatarmáli er sje að upp- hæð Ve af hússtæðisgjaldinu.“ Fram að þessu hafði verið greidd -ur skattur af kaupstaðarhúsum (múrhúsum og timburhúsum) er nam um 1 sk. á hverja feralin af grunnfleti hússins. En af tómthús- býlum hafði enginn skattur verið goldinn. Bæarstjórn taldi að þessir skattar gæti orðið að gagni að mörgu leyti Lóðaskatturinn mundi verða lóða- eigendum hvatning til þess að nota

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.