Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 11
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 151 ir þar fyrsta sinn og árleg messu- skylda þar hin sama og verið hafði á Þorgeirsstöðum. Mun þar vera um sama bæinn að ræða, enda benda fornar sagnir í þá átt. Auð- unn Einarsson á Helgusöndum vissi um þessi nafnaskifti. Taldi hann, að kirkja hefði staðið á Þorgeirsstöð- um og Dalspresti borið að messa þar þriðja hvern drottinsdag. Styð- ur það þá sögn, að örnefnið Kirkju- garður er enn við líði í hinu forna bæjarstæði Sanda, sem er rjett vestan við núverandi Sanda- bæ. Sást vel móta fyrir honum fram um 1900. í máldögum Dals- kirkju verður þess hvergi vart, að alkirkja hafi verið á Söndum, svo að tímabil hennar hlýtur að hafa verið á fyrstu og annari öld eftir kristnitökuna, eða ella ekkert. í þessu sambandi er vert að geta þess, að Dalskirkja átti fjöru fyrir Sandalandi og taldi Auðunn Ein- arsson, að hún hefði öðlast eignar- heimild á henni, er kirkja lagðist niður á Þorgeirsstöðum. Um aldaraðir var sjór sóttur frá Sandalandi og kallaðist útræðið Sandavarir í minni núlifandi manna, en hjet rjettu nafni Þor- geirsvarir og leiðir það hugann að nafni Þorgeirsstaða. Frá þessu hafa sagt mjer Magnús Magnússon í Lambhúshóli, hinn fróðasti maður og Guðjón Einarsson frá Fornu- Söndum, en honum sagði Guðríð- ur Hallsdóttir, sem fædd var og uppalin á Fornu-Söndum og kunni skil á gömlum sögnum um þann stað. Sú þjóðtrú fylgdi sögu þeirra Magnúsar og Guðjóns um ijett heiti Sandavara, að þar skyldi aldrei verða neitt að mönnum nje skipi, meðan þær væru nefndar Þor geirsvarir. Páll Sigurðsson, alþing- ismaður í Arkvörn, hefur fjallað um heiti þessara vara og kennir þær til Ásgeirs landnámsmanns, en ekki geri jeg sögn hans hærra und- ir höfði, en sögn Magnúsar og Guð- Eins og greina fornu fræðin, flugu vísur, bárust kvæðin, Kvásis blæddi opin æðin, áður títt um Borgarfjörð; Egill kvað, og einnig Snorri — eilíf nöfn í sögu vorri, svo þeim hneigir hölda þorri hvar sem íslensk byggist jörð. Frægðin ljóða Mýramanna meir en nægir til að sanna að til landsins ystu ranna bar þau tíminn langa leið. Alla tíð á gullið glóði geymt I fólksins hjartasjóði; landinn fann sitt lán í óði; annars var ei gangan greið. Seinna hreyfði hörpustrenginn Hafnar-svanni; betur engin veitti þá kona Fjölnis fenginn, feldi’ hún í stuðla lýðsins mál. Bjarni kvað svo letruð ljóðin lengi enn mun geyma þjóðin. Svona lifir gamla glóðin, gneistar og syngur andans stál. Aldir fæddust, aldir dóu, aldnir grættust, bernskir hlógu; sú var tíð, að munaði mjóu hjer að yrði eyðiláð; en þegar f jell á neyðarnóttin, neitt ei var sem efldi þróttinn annað slíkt sem andagnóttin skálda er ortu af alvalds náð. jóns og liggja að því ber rök, rak- in og órakin. Heiti Sanda bendir á ágang sanda á land þeirra, þegar um 1300. Hefur sá skaðvaldur þá verið far- inn að sækja upp í landið frá sjón- um, en hægfara hefur hann verið í hervirkjum sínum fyrsta kastið. Kalinn merkti yl í æðum undir heitum bragaræðum, orðahröðum hetjukvæðum, þegar um Úlfar Árni kvað; önd í myrkri örþjáð fálmar, ystu kvala stormur jálmar; heyrast þá sungnir Hallgríms sálmar; alt er í ljóma eftir það. Það var svona á öllum öldum, ógnartímum heljarköldum, sálmum í og vísum völdum logaði ætíð lífsins glóð; skáldin — sjálf þótt sár og kalin, sorg og lýðsins hörmung kvalin hnigi loks í hungurs valinn — kváðu „þrótt í líf og ljóð.“ Eins var það ef ljek í lyndi, lífið virtist fult af yndi, þá var eins og allir fyndi að skáldsins einnig þá var þörf, gleðina til að gera stærri, geislana björtu ennþá mærri, stjörnuþökin háu hærri; megnuðu alt það orð hans djörf. Ennþá lifir ljóð á vörum, leikur að mjúkum snillisvörum, stækkar menn í kröppum kjörum, heldur um manndóm vöku og; v5í.' ennþá syngja sveinn og meyj»f söngvamál skal aldrei deyja þeirra er starfa og striðið heyja vítt um breiðan Borgarfjörð. Sn. J. Fornu-Sandar og jarðir þær, sem byggst hafa úr henni, Efri- og Syðri-Rot, Sandahjáleiga og Helgu- Sandar eða Sandakot, kallast nú einu nafni Sandhólmi og hefur svo verið lengi. Gljáin framan hans er mjög víðlend og munu finnast þar rústir fimm bæja. Ein þeirra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.