Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Qupperneq 12
152 LESBÖK M0RGUNBLAÐS1N3 er nefnd Stekkjarbakki og hin syðsta þeirra er rúst bæjarins Mela, sem getið er í gamalli þulu um bæi undir Eyjafjöllum. Svo sagði Gúðriður Hallsdóttir. Líklegt má þykja að aðrar bæjarrústir á þessu svæði stafi frá flutningi ein- hverra Sandhólmabæjanna, sem byggðir hafa verið til skamms . * ■ * /n»■ tima. I byrjún 17. aldar, að því er ætla má, var Sandabærinn fluttur nokk- uð til útsuðurs og hjet áfram Sand- ar, en gamla bæarstæðið var þá farið að kalla Fornu-Sanda. Bvggð hins nýja bæjar mun hafa staðið nokkra tugi ára, en síðla á 17. öld hefur hann aftur verið fluttur að gamla bæjarstæðinu og heitir síð- an Fornu-Sandar. Heimilda fyrir þessu er að leita í vísitasíu Brynj- ólfs Sveinssonar biskups í Skál- holti, sem fram fór í Holti 1660. Þessir flutningar Sanda sýna á- gang yatns og sanda á bæinn úr tveim áttum. Fram á 18. öld var þó óeytt kostaland framan Sand- hólmans, sem nú er allt komið í sand. Vitna jeg þá enn til Guðríðar Hallsdóttur, sem sagði Guðjóni frá Fornu-Söndum, að amma sín hefði munað eftir grónu kjarrlendi og dömmum, þar sem nú er ægisand- ur. Viðurrenglur hafa víða komið í ljós fram um Gljána og styður það þessa sögn. Ýmis munnmæh hafa verið tengd við Fornu-Sanda, en einna merkust og skemmtileg- ust munu þau, sem fylgja brunnin- um Blank. Um 300 álnum vestux frá bænum er djúp laut eða tjörn. Hefur brunn urinn verið grafinn í hana og voru stíflur að;honum á tvo vegu. Um 1928 var hann 3 metra á dýpt með Vénjulegu vatnsborði, en aldrei var fninna en'2 metra vatnsdýpi í hon- uih.: TaUð var, að frændi Ásgeirs landnám&manns hefði fyrstur býggt á Söndum. Nefna sumir hann Þorgeir, ui aðrir Þorstein og færa .fíeci.. nr. til örnefnið Þorsteinshólm þar á Fornu-Söndum. Hann gróf brunn- inn og setti sverð sitt, sem Blank- ur hjet á botn hans og hellu mikla þar ofan á. Af því dregur brunn- urinn nafn. Sagt er, að Egill Evj- ólfsson frá Fornu-Söndum, sem iengi bjó í Dalskoti, hafi ætlað að grennslast eftir því, hvort hellan væri á botni brunnsins. Varð þó lítið úr, því að maður, sem með honum var kallaði og sagði, að bærinn væri að brenna, er Egill var að byrja á verkinu. Hlupu þeir svo heim, en þar var þá ekksrt að. Hugði Egill ekki að þessu frek- ar. Ábúendur á Söndum höfðu trú á, að því betur sem hirt væri um brunninn, því betri yrði afkoma þeirra og hreinsuðu hann varla sjaldnar en einu sinni á ári, því að sagt var að höpp bæri þeim að höndum í hvert skipti, sem það væri gert. Þá var það sagt, að ei mundu Sandar fara af fyrir sand- foki, meðan Blankur væri notað- ur og bæri það nafn. Ekki hefur verið búið á Söndum nokkur und- an farin ár, en sandur hefur aldrei knjesett bústofn þar til fulls. Stundum var þó ærin ástæða til að hopa á hæli fyrir honum, svo sem á síðustu árum 19. aldar, er sandflákinn teygði arma sína heim í kálgarð þar. Guðjón Einarsson, sem veitt hef- ur mjer góða tilsögn um Sanda og sögu þeirra, ólst þar upp og bjó þar fram undir 1930. Hann gróf einhverju sinni í gamla Sandahól- inn og fann þar glöggar menjar mannabyggðar. Á 1,80 m. dýpi fann hann pottbrot af eiri og bút af brendu gangsilfri. Var hann ca 2xk cm. á lengd og um 1 cm. í þvermál. Bendir þetta hvort- tveggja til löngu liðins tíma. Guð- jón býr nú að Berjanesi í Vestur- Landeyjum. ★ Hjer hafa þá verið rakin fáein atriði úr bygðarsögu nokkurs hluta Vestur-Eyjafjallahrepps, sam ansett til styttingar einu Þorra- dægri og til athugunar og lítillar leiðbeiningar fyrir fróða menn, sem að þeim kunna að hyggja síð- ar meir. Rannsóknarefni liggja hvarvetna á vegum þeirra, er að íslenskum fræðum hyggja og byggðarsaga landsins er þar ekki ómerkasta við- fangsefnið. Ekki hef jeg tæpt hjer á einu merkilegasta atriði Ev- fellskrar byggðarsögu, en það er ör fjölgun býla um þær slóðir á 16. og 17. öld og vafalaust stendur í sambandi við útræði frá Eyfjalla- sandi, sem þá var rekið þaðan í stórum stíl og lengi síðan til ómet- anlegra hagsbóta fyrir þær byggð- ir og margar fleiri. Vallnatúni 12. febr. 1950. Þórður Tómasson. ^ HANN MEÐGEKK í BUDAPEST var til forn beina- grind. Kommúnistastjórnin fól leynilögreglumanni að homast eft- ir því hvort beinagrind þessi væri ekki af Atla Húnakonungi. Leyni- lögreglumaðurinn fór með beina- grindina heim til sín. Nokkrum dögum seinna kom hann aftur með nokkur brotin bein. — Þetta var beinagrind Atla Húnakonungs, sagði hann. — Hvernig gastu uppgötvað það? var spurt. — Hann meðgekk. TVÆR bifreiðastöðvar í smáborgum í Ameríku, hafa tekið upp þann sið að aka fólki ókeypis til kirkju á sunnu- dögum. Er það aðallega gamalt fólk og farlama, sem nýtur góðs af þessu. En þctta licfur mælst svo vel fyrir, að stöðvarnar hafa haft miklu meira að gera siðan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.