Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 153 Ræbismaður Trumans kemur til Luxemburg Eftir JOHN STANTON. FRÚ PERLE MESTA var á leið frá París til Luxemburg. Hún hall- aði sjer makindalega aftur á bak í nýa Packard bílnum sínum og rendi augum yfir landið, sem var baðað í sól. Hún er þriðja konan, sem Truman forseti gerir að ræð- ismanni fyrir Bandaríkin. Hún er vinur forsetans og hún er svo sköru legur kvenmaður, að henni er trú- andi til þess að ráða fram úr öll- um vandamálum Luxembúrg, og jafnvel alls heimsins. Hún var nú á leið til þess að taka við embætti sínu. Bíllinn hennar var enn með merki Rhode Islands á sjer. Ökumaður var heljar mik- ill írskur rumur, Frank Toomey að nafni, og hann hefur verið bílstjóri frúarinnar í fimm ár. Á undan Packardnum rann gamall Ford, sem hafði verið leigður í París til þess að flytja í honum 10 ferðakist- ur frúarinnar. Bílstjórinn var ung- ur Frakki, Marcel að nafni, og sam- kvæmt loforði bifreiðastöðvarinn- ar átti hann einnig að vera leið- sögumaður. Bílarnir óku ofur hægt, ekki nema svo sem 45 mílur á klukku- stund. Jeg var í mínum eigin bíl og ók stundum á undan og stundum á eftir. Þar sem staðnæmst var gaf jeg mig á tal við bílstjórana. Mar- cel kunni ekki orð í ensku, og Frank kunni ekki orð í neinu öðru tungumáli en ensku. Við ókum tígulega fram hjá frönsku landamæravörðunum og þeir heilsuðu allir að hermannasið og brostu við frú Mesta. Um 100 metrum handan við landamærin komum við að tollstöð. Jeg furðaði mig á því að enginn úr ameríska sendiráðinu skyldi kominn til landa mæranna að taka á móti ræðis- manninum. Þeir biðu hennar lík- lega allir í bústað sendiráðsins í Luxemburg, höfuðstaðnum. Jeg gekk inn í tollstöðina til þess að fá bílskírteini mitt stimplað. Rjett á eftir komu þeir Marcel og Frank þar inn. Þar fengu þeir þær við- tökur, að Marcel varð fokvondur, en Frank ráðalaus, Tollvörður, sem sat þar við gluggagátt, sagði: „Jeg vil fá að sjá bílskírteinin ykkar.“ Og Marcel hrópaði á frönsku framan í Frank: „Hann vill fá að sjá bílskírteinið þitt.“ Frank stóð og gapti, leit svo til mín og spurði: „Um hvað eru þessir peiar að tala?“ Þegar jeg hafði útlistað það fyr- ir honum, ýtti hann mjer að glugga gættinni, og þá vissi jeg að mjer hafði verið falinn sá vandi á hend- ur að koma frú Mesta ræðismanni inn yfir landamærin hvort sem hún hefði bílskírteini eða ekki. Jeg sagði því á minni bestu frönsku: „Þessi frú er hinn nýi ræðismað- ur Bandaríkjanna í Luxemburg. Hún hefur vegabrjef stjórnmála- manna. Þjer verðið að hleypa henni inn í landið.“ Tollvörðurinn brosti, sló út frá sjer með báðum höndum og sagði: „Hún fær ekki að fara inn í land- ið bílskírteinislaus." j i GJííit-f' Marcel bölvaði og Frank sagpi: „Hvað er að?“ Tollvörðurinn sneri sjer brosandi að mjer aftur og sagði: „Frúin skal fá að fara inn í land- ið, en hún verður að skilja bílinn sinn eftir hjerna. Getið þjer ekki lofað henni að sitja í bílnum yðar?“ „Kemur ekki til mála,“ æpti Marcel. „Eruð þjer vitlaus?“ Við fórum út til þess að athuga málið cg reyna að finna á því ein- hverja lausn. Frank fó.r til frú Mesta til þess að vita hvort henni dytti nokkurt ráð í hug. Eftir litla stund gengum við Marcel aftur inn í tollstöðina og nú sagði jeg byrst- ur: „Þessi kona, sem er með okkur, er ekki aðeins ræðismaður, heldur er hún einnig vinur Trumans for- seta Bandaríkjanna. Það er því mjög alvarlegt mál að hefta för hennar. Það er móðgun við Banda- ríkin.“ Tollvörðurinn ypti öxlum og mælti: „Það kemur mjer ekkert við.“ Marcel bölvaði enn, og Frank kom nú og sagði: „Jeg tjáði frú Mesta að þjer ætl- uðuð að þjarma að þeim, og hún bað yður blessaðan að gera það, en fara þó varlega “ . •*'í Oi» Jeg gekk út að bíl frú Mesta. Hún sat þar ósköp róleg og var að tala við skrifara sína um kýr, sem voru á beit skamt þaðan, og hafði komist að þeirri niðurstöðu að hjer væri hver blettur jarðar notaður. En svo sagði hún við mig:. „Jeg held að við sjeurp á yilli- götum. Sendisveitarfulltrúinn, Mr. West, er ekki hjer, en hann hafði lofað að taka á móti mjer. Eruð þjer alveg viss um að þetta sje rjetta leiðin til Luxemburg?“ Jeg spurði mann, sem ,stóð þar nærri. _ var'iíi „Auðvitað," sagði hann, „þetta er lang fjölfarnasta leiðin.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.