Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 155 i. AMERÍSKAR KÍMNISÖGUR EINU SINNI birtist í blaði auglýs- ing írá einhverjum heiðursmanni, sem átti heima í Hálfmánastræti nr. 5. Hann kvaðst vera að fara í rannsóknaför til Afríku og vildi fá ungan mann með sjer. Þessi ungi maður átti að vera góð skytta, vera vanur ferðalögum í hitabeltinu og kunna eitthvað í málum Svertingj- anna. Sama kvöldið sat ungur maður í drykkjukrá. Hann tók af rælni blað, sem lá þar á borði og rendi augum yfir það. Þá rakst hann á þessa auglýsingu, og þegar hann hafði lesið hana sagði hann við sjálfan sig: „Þarna er Englendingum rjett lýst. Engum nema Englending, sem býr í Hálfmánagötu mundi geta komið til hugar að fara til Afríku og hafa með sjer bláókunnugan mann.“ Hann var að hugsa um þetta alt kvöldið. Og eftir því sem hann drakk meira, eftir því fanst hon- um þetta skrítnara, og eftir því sem honum fanst það skrítnara eftir því drakk hann meira. Að lokum var hann orðinn ofurölvi og dragnaðist á stað klukkan eitt um nóttina og ætlaði heim til sín. í ölvímunnr gætti hann þess ekki hvert hann fór og hann áttaði síg ekki fyr en hann var kominn í Hálfmánagötu. Og það vildi nú svo til að hann hafði staðnæmst íyrir framan nr. 5. Þegar hann sá húsnúmerið minti það hann á eitthvað og hann fór að gruíla og grufla. Seinast mundi hann — þarna bjó maðurinn, sem ætlaði að fara rannsóknaíör til Afríku. Hann staulaðist upp dyraþrepin og hringdi bjöllu. Eftir drykklanga stund var komið til dyra. Hálf- klæddur þjónn opnaði. — Hvað viljið þjer? spurði hann. — Jeg þarf nauðsynlega að tala við húsbónda yðar undir eins. — Það er ekki hægt, hann er háttaður og sofnaður Get jeg ekki skilað einhverju til hans í fyrra- málið? — Gengur ekki — gengur alls ekki, urraði í hinum ölvaða. Það er bráðnauðsynlegt að jeg tali við hann sjálfur nú þegar. Þetta má ekki fara annara á milli. Nú var ekki um annað að gera fyrir þjóninn en vekja húsbónda sinn. Hann kom — miðaldra maður í morgunslopp, syfjaður og úrillur út af -því að vera rifinn upp úr fasta svefni um miðja nótt. _ — Hvað er yður á höndum? spurði hann. — Eruð það þjer, sem settuð aug- lýsingu í blaðið um það að fá ungan mann til þess að fara með yður til Afríku? — Já, og hvers vegna spyrjið þjer um það? — Af því að svo vildi til að jeg átti leið hjerna fram hjá þá kom jeg við til þess að segja yður frá því sjálfur að jeg kæri mig ekki um að fara með yður. EINHVER skemtilegasti sögumað- ur, sem jeg hef þekt, var leikarinn Charlie Case. Hann hafði altaf gamansögur á reiðum höndum og ílestar voru um föður hans, sem hefur verið allmikill óreglumaður, eftir sögunum að dæma. Ein þeirra var þannig: — Einu sinni lá við að pabbi kæmist í hann krappan. Fjöldi manns krafðist þess að hann yrði tekinn fastur fyrir það að hafa aflað sjer fjár með svikum. En hann sneri sig út úr því. Málavextir voru þessir: Fjallbúi nokkur bruggaði ramsterkt viský og pabbi komst í það hjá honum. Hann drakk þrjá væna teyga og svo fór hann rakleitt til þorpsins og leigði þar búð. Svo bauð hann fólki að koma inn og skoða þar alls konar dýr og snáka. Aðgangur kostaði 10 cent. Fólk flyktist þarna að, en sá ekki neitt í búðinni nema bert gólf og veggi. En pabbi sá öll þessi dýr sjálfur. Nú urðu menn vitlausir og fóru til sýslumannsins og kærðu pabba fyrir svik. Þeir heimtuðu að hann yrði tekinn fastur og þeir fengi peninga sína aftur. Sýslumaður fór í einkennisbúninginn sinn og kom á staðinn. Hann ætlaði að taka pabba fast- an. En pabbi bauð honum inn fyrir og gaf honum að súpa á viskýinu, og svo seldi hann sýslumanni helm- inginn í fyrirtækinu fyrir 300 doll- ara. V V V V V Flugvjelarnar eru nú altaf að verða hraðfleygari og hraðfleygari, og það getur svo sem vel verið að þar komi að þær fljúgi jafn hratt og jörðin snýst. Og þá koma þess- ar spurningar til úrlausnar: 1. Hve lengi verður sú flugvjel að fijúga umhverfis hnöttinn, a. ef hún flýgur í austur, b. ef hún flýgur í vestur? Setjum nú svo að einhver flug- vjel iari háKu hraðar en jörðin snýst, hvað verður hún þá lengi að fljúga umhverfis jörðina, a. í austurátt, b. í vesturátt? V V -L 4* -W ‘ í SPURNINGATÍMA — Hver er þessi Lysenko? — Það er maðurinn, sem íann upp aðferð til þessa að breyta sauðum í hal'ra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.