Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Blaðsíða 4
240 LESBÓK MORGUNBL\ÐSINS að afkoma atvinnuveganna sje sem best tryggð. Því miður hefir verið á því tals- verð vðntun að samtök launþega og forystumenn þeirra hafi ávalt gert sjer ljóst, á hvern hátt þau best geta vænst árangurs í launa- baráttu sinni. Baráttan hefir miðast alltof mikið við það að knýja fram sem hæst kaupgjald, eins og kaupgjaldið væri eina leiðin, sem máli skipti, fyrir afkomu launafólks. En *því fer auðvitað mjög fjarri. Hin raun- verulegu lífskjör launþegans á- kveðast auðvitað af því hvað hann getur á hverjum tíma veitt sjer af lífsins gæðum, mat, klæðnaði, hús- næði, skemmtunum o. s. frv., eða hinum raunverulegu verðmætum, sem hann getur veitt sjer. Peningarnir, sem launþeginn fær í kaup eru hinsvegar ekki verð- mæti í sjálfu sjer, heldur ávísanir á verðmæti. Það er ekki kjarabót að fá fleiri slíkar ávísanir, ef hver ávísun rýrir að sama skapi verð- gildið sem ávísanirnar verða fleiri. Ef það væri svo, að hægt væri i það endalausa að bæta kjörin með því að hækka kaupið, væri lífsbaráttan miklu auðveldari en hún raunverulega er. Prentun seðla, eða öllu heldur að prenta á þá hærri tölur er ekki kostnaðar- samt. En því miður á fátæktin sjer dýpri rætur en svo, að henni verði útrýmt á svo fyrirhafnarlítinn hátt. Hvort hið almenna kaupgjald, reikn að í krónum er hærra eða lægra, hefrr ekki teljandi áhrif á afkomu launþega sem heildar, hinsvegar ræður hæð kaupgjaldsins kaup- mætti peninganna, þannig að því hærra, sem kaupgjaldið er, því lægra er verðgildi peninga og öfugt. Með tilliti til þessa má fullyrða, að kaupgjáldsbaráttan og sá árang- úr, sem áf 'henni má vænta laun- þegum til hagsbóta, er miklu þýð- ingarminni en launþegum mun al- mennt vera ljóst. Það sem afkoma launafólks hinsvegar veltur á, er framleisðluafköst, tækniframfarir, atvinnuöryggi, verslunarhættir o. s. frv. Ekki er vafi á því, að launaþega- samtökin gætu fengið miklu áork- að á öllum þessum sviðum, ef þau Með sanngirni skai sigur vinnast. INGIMUNDUR Gestsson, for- maður Hreyfils og ritari Al- þýðusambands íslands, hefui um langt skeið gengt ýmsum trúnaðarstörfum í verkalýðs- samtökunum og verið m. a. form. Hreyfils í 5 ár. — Hvað telur þú skipta mestu máli fvrir verkalýðssamtökin? — Jeg tel það nauðsynlegast fyr- ir samtökin að standa saman í bar- áttunni fyrir hagsmunamálum sínum. .Launþegasamtökin eiga að flytja mál sín af einurð og festu og hika ekki við að fylgja hverju rjettu máli fast fram til sigurs. Aftur á móti eiga þau að forðast ósanngirni og ofríki og láta ekki óhlutvanda lýðskrumara leiða sig af rjettri leið. Samtökin eiga með starfi sínu að sanna ríkisvaldinu og þjóðinni allri að verkalýðssamtökin eru það vald, sem ekki verður fram hjá gengið, þegar um er að ræða mál er skipta lífsafkomu alls almenn- ings. Stjettarfjelög og stjórnmálafjelög. — Eru kommúnistar ekki að tapa í verkalýðsfjelögunum? — Jú, enda er það eðlilegt. Öll starfsemi kommúnista innan sam- beittu áhrifum sínum. Veltur á- rangurinn af kjarabaráttu þeirra í framtíðinni að mínu áliti á því að þau og forystumenn þeirra geri sjer ljóst mikilvægi þessara atriða. Of langt myndi þó leiða, í stuttri grein sem þessari, að ræða þau málefni nánar, en látið nægja að vekja athygli á þýðingu þeirra. Ingimundur Gestsson takanna er pólitísk. Þeir líta á öll mál, er til umræðu koma í fjelög- unum frá pólitísku sjónarmiði og hika ekki oft á tíðum við að fórna hagsmunum heilla fjelaga fyrir ímyndaða hagsmuni kommúnista- flokksins. Þetta hefur orðið þess valdandi, að þar sem kommúnistar starfa innan fjelaganna eru sífeld- ar deilur og togstreita um það hvort fjelagið eigi að starfa áfram sefn raunverulegt stjettarfjelag eða pólitískt baráttufjelag, eins og kommúnistar hafa gert mörg fjelög að, sem þeir hafa ráðið lögum og lofum í, eins og Dagsbrún o. fl. Sameiginlegt átak til viðreisnar. — Hvernig líst þjer á horfurnar í atvinnumálum?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.