Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 247 1 w I*ÓTT Japan sje gott og frjósamt land og tíðarfar þar yfirleitt hlýtt, geta komið miklir kuldar þar, og svo hefur verið í vetur. Frost hafa verið svo mikil að helluis hefur koinið á stöðuvötn. Hjer sjást nokkrir bændur vera að dorga silung upp um ís á fjallavatni. Hafa þeir flutt með sjer smáskýli til þess að skjótast inn í þegar kuldinn ætlar að gera út af við þá. Þessi skýli geta þeir flutt með sjer á ísunum eftir þvl hvar veiðin reynist best í þann og þann svipinn. \ " ---------------------------------------------------------- -------- ' " .................. ' " sem við vinnum að. En frá mínu sjónarmiði sjeð, er eitthvert þýð- ingarmesta málið að fá iðngrein okkar lögfesta á svipaðan hátt og hjá sumum öðrum iðngreinum. Það eru vissulega fleiri iðngreinar, sem svipað er ástatt um, en einskis mun verða látið ófreistað til þess að þetta nái fram að ganga. í nágrannalöndum okkar, t. d. Danmörku, eru iðngreinarnar yfir- leitt flokkaðar meira en hjer þekk- ist og njóta meiri lögverndar en hjer. 1. maí hvatning til dáða. — Þú ert eitthvað kunnugur verkalýðshreyfingunni í nágranna- löndunum? — Það er nú ekki mikið. Verka • lýðssamtökin í nágrannalöndunum eru sem eðlilegt er allmiklu fjár- hagslega sterkari heldur en hjer og styrkir það þeirra aðstöðu verulega. Má þar til dæmis nefna að ef mað- ur er vinnulaus þá getur hann, svo framarlega sem hann er fullgildur fjelagi einhvers verkalýðsfjelags fengið vikulegan styrk, sem er all- hár. Einnig er það áberandi að fje- lagagjöld eru þar nokkuð hlutfalls- lega hærri heldur en hjer á landi. En með sameiginlegu átaki hinna lýðræðissinnuðu afla verkalýðs- hreyfingarinnar munu samtökin á næstu árum eflast að mun. Eining, sem byggist á drengskap, er okkur nauðsynleg, og 1. maí á að vera okkur hvatning til dáða fyrir sam- tök okkar og þjóð okkar. - Molar - Fangelsisprestur kom til fanga, sem var að höggva grjót úti í garði. Hafði prestur orð á því, að hann ætti æði mikið eftir óhöggvið. „Já, þessir steinar eru eins og boð- orðin“, sagði fanginn. „Maður getur margbrotið þá, en maður losnar aldrei við þá“. ★ „Skammastu þín ekki fyrir að ljúga?“ sagði skrifstofustjórinn við sendisveininn. „Veistu hvernig fer fyr- ir þeim, sem venja sig á að ljúga?“ „Já, þegar þeir eru orðnir nógu leiknir í því, þá eru þeir gerðir að sölumönnum". ★ Settu þig í spor annara. Heldurðu að þú mundir þá velja þjer að vini mann, sem er alveg eins og þú ert nú?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.