Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 2
451 - LESBÖK MORGUNBLAÐSENS þeirra á bókmenntum sínum og hvers virði þessi handrit eru þjóð- inni. Hann segir m. a.: „Hjer er ekki um lögfræðilegt úrlausnar- efni að ræða, heldur fyrst og fremst, hvað sé sögulega réttlátt og eigi sér styrkust rök í mannleg- um tilfinningum. Annars vegar er áhugi örfárra danskra sérfræðinga að halda í handritin, hins vegar al- menn ósk íslenzku þjóðarinnar, að þessi dýrmæti fjársjóður hennar verði fluttur aftur til heimkynnis síns. Þannig er málið í raun og veru vaxið, og það ætti ekki að vera eins örðugt fyrir Dani að skera úr þvi og sýnzt getur í fljótu bragði. Allur vandinn er sá að meta hið stórvægilega meira en hið smávægilega“. Danskur fræðimaður -hefur and- mælt þessu og talið það lítt sæm- andi jaín frábærum lögfræðingi sem prófessor Hurvitz að meta mannlegar tilfinningar til rök- ^einda í sliku máli. En mér er nær að halda, að flestum, ef ekki öllum Dönum, sem hafa komið til íslands á síðari ár- um, hafi farið líkt og prófessor Hurvitz, hvernig sem þeir hafa áður iitið á handritamálið. í raun- inni hefði nokkurra vikna dvöl á íslandi þurít að vera einn þáttur í rannsóknura hinnar dönsku „sér- fræðinga“-nefndar! Og samt haía þessir dönsku komumenn af eðli- legum ástæðum farið á mis við þá reynsiu, sem heiði snortið þá enn dýpra en samtöl við iáenia gestgjafa þeirra i Reykjavik. Ef þeir heíðu liaft tækiíæri til þess að kynnast fleira fólki og viðar um land, rnundu þeir hafa gengiö úr skugga um það, sem þeir annars urðu einungis að taka trú- anlegt, að endurheimt gamalla skinnbóka gæti í sannleika verið hjartansinál aiþjóðar á íslandi. Eg hef haft taisvert tækrfæn til að kyiyiast ttsgu, meðai arrnars aí fjölda bréfa frá fólki, sem eg hafði aldrei heyrt nefnt, og sannast að segja hefur það að sumu leyti far- ið fram úr því, sem eg hefði getað gert mér í hugarlund. III. Við vitum með vissu, að sum af helztu fornritunum hafa á allra síðustu árum selzt á íslandi í að minnsta kosti 18—20 þúsund ein- tökum, þó að mikið af þeim væri áður til í Iandinu. En er þetta ekki ný bóla, sem getur hjaðnað aftur, blásin upp af áróðri og auglýsing- um? Það er erfitt að fá skýrslur um bókakaup fyrr á tímum. En eg hef héf fyrir framan mig eina, sem eg aldrei renni augum yfir án þess að komazt við af h'enni. Árið 1825 hóf Hið konunglcga norræna fornfræðafjelag í Kaup- mannahöfn útgáfu mikils safns af sögum Noregskonunga og Dana- konunga í 12 bindum, sem var nefnt Fornmanna sögur. í III. bindi þeirra (1827) er skrá um alla áskrifendur. Þeir voru þá (að með- töldum bókasöfnum) 109 í Dan- mörku (ásamt Slésvík og Holtseta- landi), meðal þeirra reyndar fá- einir íslendingar, 95 í Noregi, 12 í Svíþjóð og um 800 á íslandi. Við skulum hugsa ofur lítíð um, hvernig á stóð. Þetta var á hinu rómantíska tímabili, þegar norræn fornöld var í tízku; konunglegt fé- lag, sem sumir hefðarmenn í Dan- mörku urðu að vera í vegna stöðu sinnar; prófessor Rafn, ritari fé- lagsins, grjótpáll til áróðrar og út- breiðslu; þarna voru Norðmönn- unr boðnar sögurnar af fornkon- ungum sjálfra þeirra o. s. frv. Samt höfðu Danmörk og Noregur sam- anlagt ekki nema rúman einn fjórða áskrifenda á móti íslandi, sem þá hafði aðeins liðlega 50 þús- und ibua. Þetta voru þó ekki ís- lendmga sogur, þær sogur, sem þjoðiruú stóðu næst ekkert biað til í landinu, engar auglýsingar, áskriftalistar aðeins sendir til prestanna. Ef við lesum skrána, tökum við eftir, að bændur eru þar í miklum meiri hluta, en þar er líka fjöldi af unglingum og vinnu- mönnum, sem á þeim dögum voru htlu meira en matvinnungar. Svo fúsir voru íslendingar þá í fátækt sinni að eignast eirihver af forn- ritum sínum á prenti, undir eins og þess var koslur. Þetta er aðeins eitt dæmi, sem unnt er að íesta hendur á. En það ætti að vera nægilegt til þess að sýna, að ást og áhugi almennings á íslandi á fornmenntunum er ekki neinn góu- gróður, sem líklegur er til þess að kulna út í fyrsta hreti. — Hitt er alkunnugt, að þegar prófessor Rafn var íallinn frá, lögðu danskir forn- minjafræðingar þetta auðuga forn- ritafjelag að mestu undir sig, svo að útgáfustarfsemi þess hefur síð- an verið mjög slitrótt. IV. En snúum okkur að framtiðinni. Eg hjó nýlega eftir því í (vinsam- legri) danskri blaðagrein, að kveð- ið var svo að orði, að nú drægi til úrslita (den sidste fase) í hand- ritamálinu. En er það alveg víst? Hvernig munu íslendingar bregð- ast við því, ef niðurstaðan af starfi nefndarinnar verður sú að neita að skila handritunum? Þetta er mikil- væg spurning, og það þarf enga spádómsgál'u til þess aö svara fiennl. íslendingar geta aUbri látið liandritamálið niður íalla fyn* en á því er l'engin sú lausn, sem þeir mega una við. Það á sér allt of djúpar rætur í tilfinningum þeirra og sannfæringu um réttmæti þess til þess að nokkurar hugsanlegar röksemdir né þver synjun bíti á þær. Og þetta getur þvi siður orð- ið sem hér er ekki uih það eitt að ræöa aö eiga og standa á rétti sui-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.