Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 12
r 461./ ~ rr-r-T-J^- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skylda væri að vátryggja öll hús í Reykjavík nema tómthús, og gildi tryggingin bæði fyrir tjóni af bruna og eldingum. Sjerstakur um- boðsmaður skyldi vera hjer til að ínnheimta iðgjöldin. Virðingar og vatryggingar húsa skyldi færa inn í brunabótabók, „er bæjarmenn leggja til“ (Ekki var nú smámuna- semin!) Auk iðgjaldanna greiði Reykvíkingar tillag í viðlagasjóð, er svari til ábyrgðarverðs húsanna 1. apríl 1864, eftir sama hlutfalli og er milli viðlagasjóðsins og ábyrgð- arverðs húsanna. Frumvarpi þessu var mjög fagn- að á Alþingi og konungsfulltrúi (Þórður Jónasson) gat ekki stilt sig um að segja: „Jeg vii lýsu gleði minni yfir þvi, að málefni þetta, sem svo lengi hefur legið Reykjavíkurbúum þungt á hjarta sem hið mesta vel- ferðarmál fyrir þá, er nú fyrir stjórnarinnar góðgjörnu íhlutun, komið á þetta stig, því að það er fóturinn undir Reykjavíkurbæjar velmegun og öldungis ómissandi fyrir þessa bæjar framförum eftir- leiðis.“ Alþing samþykti frumvarpið ein- um rómi og helt að nú vantaði ekk- ert nema staðfestingu konungs, því að stjórmn sjálf kallaði það „frum- varp til tilskipunar“ og gaf með því í skyn, að ekki þyrfti framar að leita atkvæða annara um þetta mál. Taldi þingið sjálfsagt að stjórn -in hefði fyrirfram trygt sjer sam- þykki brunabótafjelags kaupstað- anna, og ekki neitt annað eftir en að ákveða með reglugerðum ýmis- legt viðvíkjandi framkvæmd lag- anna, svo sem um slökkvilið og slökkvitæki í Reykjavík, frágang húsa p, s. frv., en það var í frv. sjálíu lagt í hendur dómsmálaráð- herrans. tíumarið 1864 seudi svo dóms- máluráðimeytið stiftamtmanni tvö frumvörp um slíkar reglugerðir til þess að liann bæri þau undir bæj- arstjórn. Var það gert og samþykti bæjafstjórn frv. og sendi þau utan aftur með seinustu gufuskipsferð. Voru nú allir hjer sannfærðir um það að málið væri komið endanlega í höfn eítir 80 ára baráttu. Og stjórnin heykist enn. Cassa hjet dómsmálaráðherra sá, er frumvarpið sendi 1863. En árið eftir urðu ráðherraskifti og tók þá við sá maður er Heltzen hjet. Hann fann nú upp á því að leggja frum- varpið um brunavátryggingar í Reykjavík fyrir ríldsþingið danska. Að vísu hafði hann viðurkent að það væri ekki nauðsynlegt, en hann gerði það nú samt, og ljet ekki fylgja neinar .upplýsingar. — Málið var fyrst tekið fyrir í lands- þinginu og fengið nefnd í hendur. Hún vildi fá nánari upplýsingar, en kom að tómum kofunum hjá Heltzen. Hann svaraði nefndinni ekki öðru en þessu: „Jeg get engar upplýsingar gefið.“ Og þó hafði- í greinargerð frumvarpsins, er það kom frá fyrirrennara hans, beinlín- is verið vísað til upplýsinganna í brjefi bæjarstjórnar 13. nóvember 1357, og það brjef lá í skrifstofu íslensku stjórnardeildarinnar í Höfn. Hefði honum verið innan handar að gefa þingnefndinni þær upplýsingar, en hann hafði ekki rænu á þvi og svo feldi landsþingið fruinvarpið. Þegar Alþingi kom saman 1865 lá fyrir því konungleg auglýsing svolátandi: „IJm frumvarp það til tilskipun- ar um að taka hús i Reykjavíkurbæ í brunabótafjelag hinna dönsku kaupstaða, er borið hefur verið undir þegnlegt álit þingsins, skal þess getið, að áður en tjeð frum- varp verði gert að lögum, hefur þótt nauðsynlegt að fá hjá ríkis- þíngi konungríkisins, heimild tíl að koma á þessari ráðstöfun, og var á þess vegna þar að lútandi lagafrum -vaTp lagt fyrir ríkisþingið á-fundi þess 1864—65, en þar eð nefnd sú, er skipuð var í málið í landsþing- inu, bar sem það kom fyrst til um- ræðu, rjeði frá að frumvarpið væri samþykt, hefir ekki orðið gert meira við mál þetta nú sem stend- ur.“ Að vonum vakti þetta mikla gremju og sár vonbrigði meðal bæjarmanna og alþingismanna. — Urðu um það langar og heitar um- ræður í þinginu og hafði Jón Guð- mundsson ritstjóri aðallega orð fyr- ir hinum óánægðu. Hunn sagði meðal annars: „Jeg álít að stjórnin, eftir að hafa sjálf undirbúið málið í hittifyrra, sje siðferðilega skuldbundin bæðx við konung og þing, að hrinda því sem allra fyrst í rjett horf. Stjórn- in lagði sem sje 1863 konunglegt frumvarp fyrir þingið um þetta mál, og ætti það ekki að hafa verið neinn leikaraskapur eða gaman- spil. Stjórnin getur aldrei forsvarað það, að leggja fyrir þingið frum varp undir nafni konungs, en vilja svo ekki fylgja því fram er það kemur óbreytt og samþykt í einu hljóði af þinginu.“ í þessunx umræðum skaut enn að nýu upp hugmyndinni unx það, að Reykvíkingar ætti sjálfir að stofna brunabótafjelag og tryggja þar hús sín. Magnús Jónsson í Bráðræði, sem þá var þingmaður Reykvík- inga, var þessu meðmæltur og kvaðst telja það happadrýgsf að íslendingar væri ekki í neinu sam- krulli við Dani um fjármál. Undir það tók Sveinn Skúlason og benti á að ekkert hús hefði brunnið hjer í Reykjavík í 100 ár og með tilliti til þess mætti álykta að brunabóta- f jelagi gæfist nógur tími til þess að ' safna sjer sjóði og þyrftu Reykvík- itigar því ekki að vera upp á aðra kommr. En Pjetur biskup var þar á öðru máli. Haxxn taldi lang æski-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.