Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 14
I 468 '-------- ' *" LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ír, kalkbrensluhús, trjesmíða- hús og kornmyllur, sem vatns- straumur knýr. 5. Þau hús, sem einkar hætt er við eldsvoða, svo sem vind- myllur. Bærinn reyndi nú að fá sinn þriðjung endurtrygðan hjá bruna- bótafjelagi dönsku hjeraðanna, en ekki var við það komandi. En svo tókst að fá endurtryggingu hjá fje- lagi nokkru í Magdeburg í Þýska- landi, og hafði Vilhjálmur Finsen komið því til leiðar. Þá var og ráð- 1 inn sjerstakur maður til þess að innheimta iðgjöldin hjá bæjarbú- um, og valdist Óli Finsen til þess. Þegar þetta mál var nú komið í kring, skrifaði biskup landshöfð- ingja og spurðist fyrir um það hvort ekki mundi óhætt að lána fje úr þeim sjóðum, er hann og stifts- yfirvöldin höfðu undir höndum, gegn veði í vátrygðum húsum. — Landshöíðingi svaraði því, að ó- hætt væri að lána fje úr opinber- um sjóðum gegn 1. veðrjetti, ef upphæðin færi ekki fram' úr % af þvi verði er áætla megi að húsin geti gengið kaupum og sölum. Danska fjelagið tekur að sjer fulla vátryggingu. Þetta fyrirkomulag helst í rúm 20 ár. En á þinginu 1895 voru sam- þykt lög um vátryggingar á húsum í Reykjavík, og gengu þau í gildi 1. apríl 1896. Tók nú brunabóta- f jelag dönsku kaupstaðanna að sjer alla vátrygginguna, en „eigendur vátrygðra húsa skulu jafnt og aðrir hluttakendur í tjeðu brunabótafje- lagi takast á hendur einn fyrir alla og allir fyrir einn, skuldbindingar þær, sem hvíla á fjelaginu að til- tölu við upphæðir þær, sem ábyrgð er fengin fyrir hjá því. Ef Reykja- vík gengur úr brunabótafjelaginu, hafa húseigendur ekltert tilkall til viðlagasjóðs eða sjerstaks sjóðs \ brunabotafjelagsms." Aðalákvæði þessara Iaga var hið sama og áður, að allir væri skyldir að tryggja hús sín (þó ekki torf- bæi, nema þeir vildu). Auk venju- legra brunabótagjalda skyldu greið ast 14 aurar af hverjum 100 krónum fyrir hús með timburþaki, en 8 aurar aí hverjum 100 kiónum fyrir önnur hús. Ekkert hús má taka í ábyrgð fyrir hærra verð en bæjar- stjórn álítur hæfilegt, og virðing skal fara fram á 5 ára fresti. Á hverju nýu húsi skal vera eld- traust þak og ekki má þrengja bil milli húsa frá því, sem áður hefur verið. Og svo var þess auðvitað krafist að bærinn hefði bæði slökkvilið og slökkvitæki eins full- komin og unt væri. Fram að þessum tíma hafði að- eins orðið einn teljandi eldsvoði í Reykjavík. Var það árið 1765 að kviknaði í vefstofum innrjetting- anna og „brunnu þrjár stofur með vefstólum og öllu því er til lieyrði“, segir Esphólín. Síðan höfðu engir brunar orðið, sem fyr er sagt. — En á næstu 20 árum verða hjer stórbrunar og margir smærri brun- ar. Kendu sumir því um, að menn hefði orðið óvarkárari með eld eftir að öll hús voru vátrygð með virð- ingarverði. Og gnmur ljek á að stundum hefði verið um íkveikju að ræða. En stórbrunarnir, sem urðu stærstu skellirnir fyrir bruna- bótafjelagið, voru þessir: Stórhýsið Glasgow brann 1903. —■ Brauðgerðarhús Frederiksens brann 1906. íbúðarhús þeirra Frið- riks og Slurlu Jónssona brann 1912. Og svo var bruninn mikli 1915, sem lagði fjölda húsa í miðbænum í rústir. Danska fjelagið segir upp saniningutn. Vegna þessa tjóns fór danska brunabótafjelagið heldur að okyrr- ast og íór að heímta hærrí iðgjóld og gera strangari krófur um elds- voðavarnir i Reykjavík. Vatnsveit- an kom hjer 1909 og breyttist þá mjög til batnaðar um allar eldvarn- ir, því að nú voru fengin miklu fullkomnari slökkvitæki en áður höfðu verið hjer. Þetta ljet fjelag- ið sjer þó ekki lynda, en krafðist liærri og hærri iðgjalda, og var svo komið að hækkun þessi átti að nema 107%. Bæjai'stjórn þóttu þess -ar kröfur fráleitar og óaðgengileg- ar. Stóð í nokkru stappi um þetta, en því lauk svo, að fjelagið sagði upp tryggingunum frá 1. apríl 1924 og var svo nákvæmlega til tekið að þær fellu úr gildi kl. 12 á hádegi. Þá fór borgarstjóri að leita fyrir sjer um tryggingar hjá erlendum fjelögum í Danmörku, ..oregi og Englandi, en jafnframt var haft í huga að Brunabótafjelag íslands eða nýtt innlent f jelag tæki að sjer tryggingarnar með endurtrygg- ingu hjá erlendum fjelögum. ,En niðurstaðan varð sú, að gerður var samningur til 5 ára við dönsku f je- lögin Baltica og Nye danske um að þau tæki að sjer tryggingarnar. En samningurinn var því skilyrði bund -inn að Alþingi setti ný lög um tryggingarskyldu. Mátti þó segja að það mál væri komið í eindaga, er þingmenn Reykjavíkur lögðu það frv. fram í þinginu, því að ekki var nema mánuður til stefnu. Frum- varpið kom fyi'st á dagskrá í neðri deild hinn 1. mars, en því var hrað- að í gegn um þingið og hinn 19. mars var það afgreitt sem lög. Og 26. mars voru lögin staðfest. Brunabótafjelag dönsku kaup- staðanna hafði aldrei verið talið skattskylt hjer og greiddi aldrei nein gjöld í bæjarsjóð nje lands- sjóð. Fjelög þau, sem nú var samið við, settu það sem skilyrði að þau yrðu einnig skattfrjáls. Iðgjöldin liækkuðu þá um 31%, en nokkuð vóg þar upp i móti, að iðgjöld lausafjártryggmga lækkuöu um 12%.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.