Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 8
460 ""• — 4 ■ ‘ Titr <.-* } LESBÓK MORGUNBLAÐSINS marga, enda rjett að reikna með auðveldari starfræksiu iijer vegna maimfæðar. — Hins vegar er rjett- mætt að jafna saman Landsboka- safni 1910—18 og Haskólabokasafni 1950—58. Þar er ekki annar stærð- armunur verulegur en sá, að há- skólasafnið þarf ekki að annast neitt handritasafn nje vænta eins stöðugrar lestrarsaisnotkunar og Landsbókasafn á þeim tíma. En út- lán verða sambærileg — að visu fyrirhafnarhtil sum lanin til fræði- manna háskólans, en sum geta kost- að bókfræðilega fyrirhoín, sem vegur móti. A þessu skeiði voru fastir boka- verðir Landsbókasafns þrir að með- töldujn iandsbokaveroi. r jorði mað -ur var spjaldskrárritari, ráðinn á full laun. f íimta lagi var aðstoðar- inaður, sem hafði a hendi lestrar- salsgæslu 7 mánuði ársins. Sje starf hans metið jafnt starfi aðstoðar- stúdentanna í Háskólabókasafni og spjaldskrárritarínn dreginn frá töl- umú til að mæta störfum við hand- ritasafn og þá bókfræði, sem er strangari skyida á þjoðbokasafni en öðrvim vísindasöfnum, verða eftir þrir bókaverðir Landsbókasafns til að .samsvara einurn bókaverði há- skólasafnsins, sem jafnmikils eða meira þyrfti að krefjast af. Þetta er ekki hægt Þetta er of ojafnt til þess, að vel geti farið. Vissulega var þessi mannafli Landsbókasafni nauðsynlegur og var síðan aukmn smátt og smátt i hlutfalli við vöxt þess og bók- fræðiþarfir. Ekki neita jeg því, að i sjerhverri starfsgrein þurfi að heimta meiri afköst af hverjum starfsmanni en fyrir 40 árum. Kunnáttuskortur allra íslenskra bókavarða, er þeir byrja safnstörf, er dragbítur, sem endist vonandi ekki þennan rnanns- aldur út. En hversu mikill verka- spai naður sem reyndur yrði, hagg- ar það ekki staðreyndinni: Háskóla -safn þarf að fá bókavörð til við- bótar, mjög duglegan starfsmann. Sameining safna í framtíð TVEIR aí merkustu safnmönnum eldri kynslóðar, Guðmundur Finn- bogason landsbókavörður og Páll E. Ólason fv. prófessor, studdu á síðustu árum sínum þá hugmynd, að sameina þyrfti Landsbókasafn og Háskólabókasafn, þegar næst yrði bygt yfir þjóðbókasafnið. — Þeirri hugmynd sór jeg fylgi þann dag, sem jeg varð bókavörður, og gerði mjer þegar Ijósar ógöngur íramtíðarinnar, ef það ráð yrði ekki tekið. Dagskrármál Landsbókasafns í bili er aukið olnbogarúm í Safn- húsinu, og nýtt bókasafnshús bíður áratug eða lengur. Sameiningar- málið er óframkvæmanlegt á með- an og skiptir því fremur htlu um bókavarðarinálið hjer að framan. En ef Háskólabókasafn þyrfti alt í einu þrjá bókaverði alls og Lands- bókasafn einn eða tvo í viðbót við lögákveðinn fjölda, sem þar er nú? Getur ekki hugsast, að hin íjár- frekíto sameining safnanna færi að þykja skynsamleg sparnaðarráð- stöfun? Rekstur eins safns kostar minna en tveggja, þegar svo langt er komið. Hvar a þjóðbókas^fnið að standa i framtíðinni? RÖKSEMDUM skal slept, þvi að þetta er útúrdúr. En hið sameinaða ,,Landsbókasafn“, sem yrði systur- stofnun ,háskólans, (nærri eins ó- liáð háskólastjórnimii og Lbs. er nu), ætti að standa sem styst frá háskólanum á Melunum, t. d. á norðurenda iþróttavallarins, sem eytt verður, með þjóðminjasafn og útvarpshöll sitt á hvora hönd. Hið tilkomumiþla safnhús á Arn- arhóli virðist hafa marga kosti til þess að vera áfram þjóðskjaiasafn, e, t v, um aldur og ævi, búí að skjalavarðveisla og ýmis stjórnar- ráðsstörf í grend þar við eru ná- tengd. Að þeim möguleika og öðr- um víkur landsbókavörður í síðustu árbók safnsins. Þjóðbókasafn, sem er háskólabókasafn, cina lausnin. Á GELGJUSKEIÐI safna fylgja ýmsir kostir því, að vísindalegu söfnin okkar sjeu tvö og leiti sjer- þróunar á einstökum starfsemi- þáttum, sem kynnu að eiga erfitt uppdráttar eftir valdboðna sam- eining þeirra. Og úr því íyrirkomu- lagi, sem er, verður að reyna að laða kostina fram, áður en það verður afhrópað og fordæmt. En voldugt sameinað safn væri ómetanleg stoð fyrir vísindastarf- semi háskólans, eftir að hún verður fjölþættari en svo, að dálítið safn innanhúss í skólanum hafi fje og starfskrafta til að rísa undir hlut- verki. Efling Háskólabókasafns ásamt samvinnu við Lbs. er afar mikils- verður áfangi til að undirbúa ýmsa merka þætti starfseminnar í sam- einaða safninu síðar meir og gera það að agætu háskólasafni í líking við það snið, sem í framtíð verður á ríkisbókasafninu í Árósum, sém er háskólabókasafn, háskólabóka- saíninu í Gautaborg, sem er um leið alment safn, og á háskólabóka- safninu í Osló, en það er þjóðbóka- safn Norðmanna. Um þessa stefnuskra sameining- ar hljóta íslenskir safnmenn og há- skólamenn að sameinast smátt og smátt, eftir því sem íramtíðarþarí- ír skýrast. Bjoru Sigfussom ^ ^ ^ ^ pAÐ eru ekki nema 75 ár síðan, segir amerískt blað, að farið var að smíða skó með sjerstöku lagi fyrir hægri fót og vinstri fót. Áður höfðu skórnir verið nákvæmlega eins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.