Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 7
' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS * 169 Myndin aí þjettsetnum lestrar- sal er ánægjuleg, en heimtar gæslu og margbrotið starf, alt frá öflun góðra bóka og bókakynningu til vjelgengra þjónustuverka við skráning og sífelda röðun, af- greiðslu og innheimtu. Og hjer eft- ir munu fleiri sækja í háskólalestr- arsalinn en þeír, sem einskls eftir- lits þurfa. Línurit útlána og ýmislegt í sam- bandi við það sýnir von á vax- andi eftirspurn, e. t. v. svo að vand- kvæði verði á. Með þeim bókakosti, sem safnið hefur, gæti það veitt lánþegum álíka mikið og gott og Landsbókasafnið hafði að bjóða árabilið 1910—18, þegar útlán þess voru 3500 árlega að meðaltali. Út- lánslína Háskólabókasafns stefnir einmitt að tölunni 3500 þegar á þessu ári. Reglugerð Landsbóka- safns frá 27. febr. 1950 stuðlar e. t. v. óbeint að eftirspurn bóklána í háskólanum, og sumra trú er, að útlánin þar syðra verði hjer eftir fleiri en í Landsbókasafni, sem leggur aðalkapp á að hafa nærri hverja bók tiltæka handa notend- um í sal sínum. Er þá rýmra um útlánin í Há- skólabókasafni? spyrja menn. Það er það fyrir háskólakennara og jafningja þeirra, t. d. hæstarjettar- dómara, þó að allstór safnsdeild, Benediktssafn Þórarinssonar, 8 þús. bd., sje undanþegin lánum út úr húsinu. Stúdentum, sem vinna að prófritgerðum, og ýmsum fræði- mönnum eru og veittar ríkulegar undanþágur, meira að segja um út- lán á lestrarsalsbókum í nauðsyn og mörgum íslenskum ritum. Fyrir almenning er hvorki rýmra nje þrengra um lán en í Lbs. Ágæt- ar til útlána eru sumar bókadeildir, sem háskólasafnið hýsir eins og enskar nútíðarbókmentir í eigu Anglia-fjelagsins eða eignast að gjöf eins og sænskar bókmentir frá Saxon ritstjóra í Stokkhólmi og; Benediktssafn meS mynd af gef- andanum Ben. S. Þórarinssyni. margra þjóða rit, sem Sigurður Skúlason ritstjóri hefur krækt í ó- keypis handa safninu með aðstoð Samtíðar sinnar. í spjaldskrá Háskólabókasafns í lestrarsal er öllum velkomið að leita að bókarheitum, sem freista þeirra, og vita hjá bókaverði, hvort þær fást Ijeðar. Erlendar bækur í safnsgeymslum eru ekki of góðar til að nota þær. Þær bækur getur safni^ aldrei trygt að hafa tiltækar til lána í lestrarsalinn, hvort sem er, — nógu erfitt að reyna það með þær ís- lensku. Mikið mein er það víð prýðilegt húsnæði safnsins, að gleymst hefur við bygging þess, að söfn lána bæk- ur og því fylgir ónæði, sem má ekki trufla lesarasalinn. Lánþegar verða að fara gegnum lestrarsal til að komast í útlánsstaðinn — og eru beðnir að ganga beinustu leið, fljótt og án háreysti. Vaxandi vinnuþörf í safninn. FASTUR bókavörður var ráðinn að safninu við stGfnun þess og með lögum frá 1943 varð starfið að embætti háskólabókavarðar. — Dr. Einar Ól. Sveinsson, mikill starfs- maður, var bókavörður, uns hann tók við prófessorsembætti 1. mars 1945. Síðan hefur höt'undur þess- arar greinar verið bókavörðurinn, nema sumarið 1946 vm hann við bókavarðarnám í Svíþjóð, og As- geir Blöndal Magnússon málfræð- ingur sá um safnið á meðan. Ýmsir stúdentar hafa með kaup- greiðslu úr Sáttmálasjóði verið að- stoðarmenn í safninu vetrarmán- uðina. Vinnutímafjöldi þeirra um árið hefur samsvarað 4/9 af vinnu- tímafjölda fasts aðstoðarbókavarð- ar, en notin hafa oft eigi orðið full vegna þess, hve óvanir þeir eru safnstörfum að sjálfsögðu. Nú síð- ast hefur safnið notið þess happs að hafa í þessu starfi mann, sem hefur bókavarðarpróf frá Uni- versity College í London. Svo margt er í ólestri, ógert eða vangert sökum tímaskorts í Há- skólabókasafni, að vonleysið um fulla bót á nokkru gerir þar hvern starfsmann sljóan fyrir ástandinu. Þó finst mjer, að þessu verði að lokum kipt í lag. Áróður minn í dag fyrir því, að það verði gert, beinist ekki að neinni sjerstakri úrlausn þetta ár- ið, meðan fjárhagsvandræði eru mikil, en afmæli safnsins mætti vekja almennan skilning á þörfum þess næsta tuginn, sem það lifir. Þörfin á einum bókaverði að minsta kosti til viðbótar er ljós af nokkrum rökum. — Öllum, sem þekkja safnið og rekstur þess, mun hún auðsæ, þótt með engum vexti væri reiknað. Útlánavöxturinn, sem naumast verður fyrirbygður, og óskir um bætta salsgæslu o. fl. kynnu auk þess að sjá nýum manni fyrir nægum verkefnum, þótt hann tæki ekki á sig neitt teljandi af því, sem nú er unnið í þarfir safnsins. Erlend söfn jafnstór hafa marga bókaverði, einkum af kvennaliði, — mig skortir einurð að segja, hve

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.