Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 11
' LESBÓK MORGXJNBLAÐSINS 463 NOKKUR ÁRTÖL: 1752 bygði Skúli Magnússon verksmiðjurnar. 1786 fekk Reykjavík kaupstaðarrjettindi. 1833 hóf Krieger máls á því að Reykjavík yrði tekin í brunabótafjelög dönsku kaupstaðanna. 1874 fást hús í Reykjavík fyrst vátrygð að % hlutum hjá þessu fjelagi. Höfðu þá hús í Reykjavík verið óvátrygð í 122 ár. 1895 tekur fjelagið að sjer tryggingarnar að öllu leyti. 1924 segir það upp samningum við Reykjavik og tóku þá fjelögin Baltica og Nye danske við tryggingunum. 1929 fluttust tryggingarnar alfarnar frá Danmörku. ert var aðhafst í vátrygglngarmál- inu. Árið 1855 endurnýaði bæar- stjórn uppástunguna frá 1848 um innlent brunabótafjelag með á- byrgð ríkissjóðs. Mál þetta kom fyrir innanríkisráðherrann og taldi han.n ekki rjett að ríkissjóð- ur tæki á sig þessa ábyrgð. En hann taldi, að samkvæmt skýrsl- um þeim, sem nú hefði borist um breytingar á húsabyggingum í Reykjavík seinustu árin, mundi það varla mjög ísjárvert að taka Reykjavík í brunabótafjelag dönsku kaupstaðanna. Það varð til þess, að dómsmálaráðuneytið skor- aði á hlutaðeigandi embaettismenn á íslandi að taka málið enn til at- hugunar. Undir árslok 1857 (13. nóvember) skrifaði bæjarstjórn brjef til stjórnarinnar og skýrði þar ná- kvæmlega frá því hve möjg stein- hús væri í bænum, hve mörg úr timbri, hve mörg með sementi á hlið eða göflum, hve mörg með helluþaki, hve mörg með zinkplöt- um, hve mörg einlyft, tvílyft o, s. frv. Með þessu fylgdi kort af bænum eftir Björn Gunnlaugsson og var þar sjerstakur litur á hverju húsi eftir því úr hvaða efni það var bygt. Ekki vildi stjórnin sinna mál- inu að heldur. Bar hún því nú við að éngar líkur væri til þess að koma málinu fram „þar sem ástand ið í Reykjavík virtist ekki hafa breytst stórum til batnaðar“ og mótbárur stjettaþinganna væri því enn í fullu gildi. Skrítnar aðfarir stjómarinnar. Svo var það árið 1859 að stjórn- inni datt nýtt úrræði í hug. í Danmörku var þá sjerstakt bruna- bótaf jelag, sem vátrygði hús í sveit um. Og stjórnin taldi að húsa- byggingar í Reykjavík væri á- þekkari því, sem gerðist í sveit- um í Danmörk heldur en í kaup- stöðunum. Var nú send uppástunga til stjórnar brunabótafjelags hjer- aðanna um það, að það skyldi fyrst um sinn vátryggja hús í Reykjavík með sömu kjörum. og sveitarbæir í Danmörk voru trygðir, þó að því tilskildu að hús- eigendur í Reykjavík, sem fengi hús sín vátrygð þannig, greiddu 4 sk. af hverjum 100 rdl. vátrygg- ingarupphæðarinnar aukalega til þess að launa umboðsmann fyrir vátryggingarfjelagið. Stjórn bruna bótafjelagsins felst á þessa uppá- stungu, en stjómin skaut þó mál- inu enn á frest vegna þess að „vafa- samt þótti hvort fulltrúar bruna- bótafjelagsins ættu með að veita samþykki þetta“. Stjórnin sendir fnunvarp um vátryggingu. Þegar forstjórar brunabótafje- lags hjeraðanna tóku svo vel í þetta mál, töldu Reykvíkingar að málinu mundi verða framgengt, Stjórnin sá líka að hún hafði gef- ið þeim vissa von um að málið leystist og taldi sig því hafa skyldu til þess að láta það ekki niður falla. Hvarf hún nú aftur að því ráði að reyna enn að fá bruna- bótafjelag kaupstaðanna til þess að taka að sjer tryggingar húsa í Reykjavík. Og svo sendir hún Al- þingi 1863 frumvarp að tilskipun um vátryggingu húsa í Reykjavík hjá þessu fjelagi. í greinargerð með því frumvarpí sagði svo: , „Sú skoðun var orðin ofan á, að ekki væri að sumu leyti svo afar hættulegt með húsbruna í Reykja- vík, sem menn höfðu gert sjer í hugarlund. Því varð heldur ekki neitað, að húsbyggingar í Reykja- vík höfðu smátt og smátt nálg- ast þann byggingarmáta, sem tíðk- ast í öðrum kaupstöðum, einkum að því leyti, að nú eru oftar höfð á húsum helluþök. Menn heldu að nú mætti, án þess að órjettur yrði ger brunabótafjelagi hinna dönsku kaupstaða, og án.þess að lögð yrði of þung byrði á Reykjavík, sigrast á þeirri talmuninni, sem hingað til hafði orðið málinu mest til fyrir- stöðu, en það er hvernig staða Reykjavíkur ætti að vera til við- lagasjóðs þess, er brunabótafjelag þetta á og allmikill er að upp- hæð. Þess vegna hefir verið af- ráðið að leggja fyrir Alþing frv. þetta, sem er í aðalatriðum sam- kvæmt brunabótatilskipun fyrir kaupstaðina 29. febr. 1792, svo er og þar bygt á því, sem áður hefir farið fram í málinu, einkum uppá- stungu bæjarstjómar Reykjavíkur 13. nóv. 1857“. í frv. þessu var svo til tefc& aO

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.