Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 5
LISBÓK M0RGUNBLAÐSIN3 457 arfleiddi háskólann meðal annars að bókasafni sínu, því er hann síð- ast átti. Frú Hlín Johnson í Her- dísarvík varðveitti safnið eftir lát Einars 1940, því að henni þótti andi hans búa með bókunum. En að á- liðnum vetri 1950 kvaddi liún há- skólabókavörð til sín að sækja bókasafnið, og var það þegar gert. Áður en Einar fluttist með bæk- urnar til Herdísarvíkur, höfðu þær nýlega orðið fyrir miklum raka- skemdum, og sjer þess ótal merki á safninu nú. Eti raki var ekki í Herdísarvík sjáanlegur, fyrr nje síðar. Þar geymdust bækurnar framar bestu vonum, og það má þakka mikilli umhyggju Hlínar húsfreyju. Sjerstakur luktur geymslustað- ur, sem kalla má Herdísarvík, var gerður fyrir bækur Einars í há- skólasafnskjallaranum. — Safnauki þessi nam 1225 bindum auk tví- taka nokkurra (í lögfræði). Þar af eru 16.—18. aldar bækur í arkar- broti svo margar og þykkar, að þær fylla ellefu hillumetra, og mikið er einnig í fjögra blaða broti. Efnið er fjölbreytt. Þó má telja, að helmingur af safni Einars sjeu latnesk og grísk fræði, en meiri hluti hins sje landíræðilegs og sagnfræðilegs eðlis. — Hið mikla Grænlandssafn hans er varðveitt í Landsbókasafni. Fáeinir kjörgripir íslenslcra fornmenta eru í bókum Einars, sem háskólasafnið á, en fagrar bókmentir síðari alda eru þar eigi, hjerlendar nje erlendar. Hin fágætu rit Einars í safninu væru mikið ritgerðarefni, en hjer skal aðeins nefnt vögguprent eitt, Gesta Romanorum, Augsburg 1489 (þýsk þýðing sagnasafns, óheilt). Bókaaukning Háskólabókasafns var ekki með minsta móti þetta ár: 2475 bd. auk Einars bóka (samtals 8700 bd.), og var það meir aö þakka gjöíum en því, að ríflega væri keypt til safnsins. Um miðsumar 1950 nam bókasafnið 57 þús. bind- um og nálægt 15 þús. af sjerprent- um eða smáprenti. Nú skulu þeir nefndir, sem mest gáfu af bókum á árinu. Sr. Þorsteinn Briem arfleiddi Háskólabókasafn að öllum bókum sinum um sálmagerð, sálmalög og sálmahöfunda ásamt merkum drög- um, sem hann hefur gert að fræði- riti um þau efni. Bækurnar voru um 140 að tölu og eru ágætt starfs- bókasafn i þessari grein. Dr. theol. Alfred Th. Jörgensen í Kaupmannahöfn sendi saíninu mikla og verðmæta bókagjöf, rúm- lega 520 bd. um ýmis kennimann- leg og kirkjusöguleg eða trúboðs- söguleg efni, einnig nokkur heim- spekirit. Frá blindum dönskum manni, ónafnkendum, bárust 1949 24 bindi góðra bóka til að sýna ís- lensku safni vinarhug nafnlausra manna með þeirri þjóð. Frá Svíþjóð barst 1949 merkileg og mikil gjöf bóka um sögu Stokk- hólms, gefin af Stockholms stads- kollegium og arkivnefndinni þar. í læknisfræði má nefna bókagjöf frá Sigurmundi Sigurðssyni lækni. Frá nokkrum erlendum forlög- um var send bók og bók í kynn- ingarskyni. Verðmætust voru mörg tímarit frá Munksgaard, Kh. Frá erlendum háskólum og vísinda- stofnunum barst margt doktorsrita og þ. h., sem oft er hinn besti feng- ur að og eigi verður endurgoldið öðru en árbókum háskólans, setn þessum stofnunum eru sendar, Frá flestum erlendum sendiráðum i Reykjavik bárust Háskólabókasafni rit að gjöf. Enn eru ótaldir 30 einstaklingar og fyrirtæki, sem færðu bokagjaf- ir, sumar dýrmætar, aðrar smáar, en yfirleitt allar nytsamar safninu og eru þakksamlega þegnar, þótt ekki sje sagt frá þeim í blöðununt. Nú þegai jeg er að gauga frá þessari grein, berst fregn um stor- gjöf, sem síðar verður getið. B’rú Hildur Blöndal ætlar að gefa flá- skóJa ísiands allar erlendar bæJcur, sem Sigfús Blöndal, maður hennar, Ijet eftir sig. Ný rit íslensk og notkun þeirra HÁSKÓLABÓKASAFN hefur not- ið skyldueintaka úr prentsmiðjum síðan 1942, og' það er önnur mesta uppsprettan að bókaforða þess. í framtíðinni þyrfti safnið að eiga eitt eintak af hverri íslenskri bók, sem nokkurn varðar um, til lestrar- salsnota. En þá má ekki ljá ein- takið út, og fleiri eintökum er sjald- an til að dreifa í safninu. Utlán á skyldueintökum gætu og spilt fyrir bóksölu og komið'illa við bókaút- gefendur, sem hafa unað við all- frek lagaákvæði um prentskilin i því trausti, að þau söfn, sem prent- skilabókanna njóta, sjeu dálítið saklausari keppinautar bóksalanna en útlánamikil bæjarbókasöfn eru. Af þessum orsökum og fleiri eru íslensk rit yfirleitt ekki ljeð úr safninu xit fyrir veggi háskólans, fremur en úr Landsbókasafni. Meg- inþungi þeirra útlána legst nú á Bæjarbókasafn Reykjavíkur, sem bíður þess að eignast hús. Kaup og notkun á erlemlum bókum ÞETTA ár voru kaup á erlendum ritum með minsta nióti vegna gjald -eyrisskorts og fjellu niður frá Ameríku og Sviss, eftir að gjald- miðill þeirra landa hafði tvíhækkað í verði. Helst eru keyptar hand- bækur og tímarit í þeim greinum, sem kendar eru í háskólanum, eða rit, sem fjalla um íslensk efni. Handbækur í rýmstu merkingu orðs eru miklu stærri hluti þessa safns en nokkurs jafnstórs annars, sem jeg hef sjeð. Rjettara er reynd- ar að segja, að meirihlutinn sje fyrverand: handbækiu:. því að sí-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.