Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Síða 2
110
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
kennarar fá afnot túnanna, en þó
var að ráði Levetzow undan skil-
inn nokkur hluti Hólakotstúns, því
að hann vildi að þar risi upp
greiðasölustaður, þar sem skóla-
piltar gæti fengið fæði. Auk þess
átti að vera gisting þar fyrir ferða-
menn. Sá, sem vildi byggja þarna
og reka greiðasötu, skyldi fá 100
ríkisdala gjöf frá konungi, 300—
400 rdl. lán og ókeypis afnot tún-
skikans.
Rjett er að taka fram nú þegar,
að ekkert af þessum húsum komst
upp nema skólahúsið. Biskup og
kennarar treystust ekki til þess
að koma sjer upp bústöðum fyrir
þann styrk, er þeim var ætlaður.
Biskup sat í Skálholti til dauða-
dags, rektor fekk fyrst ábúð á
nokkrum hluta Skildinganess, og
konrektor var fyrsta árið í Hlíð-
arhúsum. Enginn gaf sig fram til
þess að reisa greiðasöluhúsið.
Fjórum árum seinna fekk þó frú
Angel leyfi til veitingahalds, en
það var ekkf í neinu sambandi við
skólann og kom skólapiltum ekki
að neinu gagni.
Skólabyggmgin.
Tveir danskir menn voru sendir
hingað til þess að standa fyrir
skólabyggingunni, múrmeistari og
timburmaður. Kom það þá brátt
í ljós, að þeir 1600 rdl. sem ætlaðir
voru til byggingarinnar, mundu
hrökkva skamt. Greip þá danska
stjórnin til hins sama ráðs og jafn-
an þegar íslendingar áttu í hlut, að
spara sem mest, og kom það fram
í því að minka húsið að mun og
breyta því. Varð nú aðalhúsið ekkí
nema rúmar 40 alnir á lengd og
rúmar 10 alnir á breidd (í staðinn
fyrir 60x30 alnir eins og upphaf-
lega var ráðgert). En svo var bygð
álma austur frá suðurenda þess og
niður í brekkuna, rúmlega 28x6
alnir að stærð.
Ekki ver'ður nú annað sjeð en
að bygging þessi hafi verið hin
sama hrákasmíð, sem dómkirkjan
og biskupsstofan í Laugarnesi
urðu í höndum danskra bygg-
ingameistara. — En þrátt fyrir
það, og þrátt fyrir að hún var
höfð miklu minni en upphaflega
var ráð fyrir gert, varð hún helm-
ingi dýrari en ráðgert var, eða
3238 rdl., enda sagði Levetsow að
hann blygðaðist sín fyrir að segja
hver kostnaðurinn hefði orðið, því
að hann væri alveg ótrúlegur. Af-
skifti hans af byggingunni munu
og ekki hafa orðið til þess að draga
úr kostnaðinum. Kom það fyrir að
hann kallaði allá smiðina suður að
Bessastöðum oftar en einu sinni,
til þess að láta þá gera við stift-
amtmanns íbúðina þar. Munu þeir
alls hafa unnið þar vikum sam-
an. Auk þess mun ekki hafa ver-
ið farið frómlega með efnivið skól-
ans, eins og sjest á brjefi frá Hann-
esi biskupi til Ólafs stiftamtmanns
1791: „Það rykti var ekki lágróma,
sem sagði að heila Seltjarnarnes
(og Skagarinn fór ei varhluta)
hefði um þær mundir haft nægtir
af borða og bjálkastumpum, og
minnisstætt er mjer, að 17 tunn-
ur tjöru hafi gengið til skólans
fyrstu bikunar, en samt alleina einu
sinni og þunt borið á aðra flöjen,
svo hún skömmu síðar þurfti að
bikast á ný“.
Húsið var einlyft og kjallara-
laust, vegghæð 3 al. 18”, en ris hátt
eins og þá var venja. Á austurhlið
þess voru 5 gluggar og á norður-
hlið útbyggingarinnar . aðrir 5.
Voru þeir allir litlir, með 6 rúð-
um blýgreiptum. Allar dyr sneru
og út að Jilaði í þessari .kverk Qg
lítið forskygni úneð gluggaboru
lyrir hverjum dyrum.
Niðri í aðalhúsmu var kenslu-
stofan, 20x10 alnir, en hefir sjálf-
.sagt verið slúít í tvent, þar sem
Lekjúy voru tveþr. Var þgr j^nn
„þíleggj^ri“ í hvormn enda.í norð-
urendanum varð rektor að láta
gera íbúð fyrir sig, þegar sýnt var
að hann gat ekki bygt og ekki
fengið jörð í nágrenninu. Voru
þarna afþiljuð þrjú herbergi, eld-
hús og búr. Tvö herbergin sneru
móti norðri og í þeim varenginn
ofn, en í þriðja herberginu var
„vindofn" og sneri það móti vestri.
Uppi á lofti yfir þessari íbúð hafði
rektor geymslu og þar Ijet hann
afþilja herbergi handa vinnukon-
um sínum. En konrektor varð að
leggja undir sig herbergi í álm-
unni, en þar voru annars geymsl-
ur og lítið herbergi fyrir bóka-
safn.
Á loftinu var svefnskáli pilta,
einn geimur 18—20 alnir á lengd
og 8 alnir á breidd. Alt var loft-
ið undir einfaldri súð úr óplægð-
um borðum og listar negldir yfir
samskeyti. Þar var enginn ofn og
engin þægindi nema 9 rúm, sem
ætluð voru 30 skólapiltum.
Sama árið sem Reykjavík fekk
kaupstaðar rjettindi og hana „átti
að efla til höfuðbæar“, eins og
Esphólín kemst að orði, var smíði
hins nýa skóla lokið. Var hann
vígður þá um haustið (1786) í við-
urvist ýmissa heldri manna, sem
til.náðist. Voru þeir þar LevetzoW
stiftamtmaður, Hannes biskup
Finnsson, Ólafur Stefánsson amt-
maður, Guðmundur Þorgrímsson
dómkirkjuprestur, Jón landlæknir
Sveinsson o. fl. Um leið setti
biskup kennara í embætti sín, og
mun honum ekki hafa verið það
ljúft, því að nú var í fyrsta sinni
gengið fram hjá biskupi um skip-
un skólameistara. Með nýrri reglu-
gerð var svo ákveðið að enginn
gæli orðið skólameistári nema sá,
er hefði embættispróf frá Kaup-
mannahafnar háskóla. Tók þá
stjórnin sjer það vald að ráða veit-
ingunni. Hafði konungur skipað
Qrjsla TljGrlacjus .r&ktor, Hann var
þró'ðir hins ágæta fræðimaruas