Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Qupperneq 1
Dómar um Óslóarsýninguna
Hákon. Stenstadvold: Aftenposten
Islensk list sýnir einarðan þrótt
FYRST verður maður hissa á því
að til skuli vera list á íslandi. Og
sú furðulega staðreynd verður ef
til vill til þess að gera menn mild-
ari í dómum heldur en ef hjer hefði
t. d. verið um franska hst að ræða.
íslenska listin sýnir oss grófgerð-
an og einarðan þrótt, sem brýst
fram í hinum sterku litum og stóru
dráttum málverkanna, og þá ekki
síður í hinni furðulegu hugvitsemi
myndhöggvaranna.
Vjer skulum nú líta á málverka-
sýninguna og reyna að skilja hvern
-ig hinum íslensku málurum hefur
tekist að finna sína eigin framsetn-
ingu.
Þórarinn Þorláksson heitir sá
elsti af málurunum, sem hjer eru.
Hann lærði í Kaupmannahöfn, og
þegar hann kom heim til íslands,
reyndi hann að lýsa landslagi af
þeim hæfiléikum, sem hann hafði
til að bera. En árangurinn varð
ekki fullkomlega sannfærandi: Lít-
ið bara á málverkið „Hekla sjeð
frá Laugarvatni". Það er málað í
sama dúr og Skovgaard gamh mál-
aði danskar tjarnir, meðan hann
dreymdi um Ítalíuferðir. En samt
var það nú Þórarinn, sem kendi
íslenskum málurum að gera vand-
virkniskröfur til sín.
Á 1, áratug þessarar aldar var
Jón Stefánsson hjá Matisse í París
og Ásgrímur Jónsson við nám i
Ítalíu. Og báðir fundu þeir aðferðir
sem betur hentuðu til þess að út-
lista hvað ísland er í raun og veru.
Þeir lærðu það, að vilji maður mála
það sem er stórfelt og hrjóstugt,
þá verður að nota harða liti og
stórbrotna drætti.
Jóni Stefánssyni kynnumst vjer
á þessari sýningu bæði sem Norð-
urálfumanni og íslending. Mynd
Jón Stefánsson: Sumarnótt.