Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Page 2
142 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS eins og „Rúmensk stúlka“, svo djarflega dregin á purpuralitan grunn, að að henni myndi kveða á hvaða sýningu sem væri í Norð- urálfunni. En þegar hann málar íslenskt landslag, þá byggir hann myndirnar upp þannig að hafa heiðrík fjöll í baksýn, en sljett hraun nær. Litirnir eru heiðblár, hvítur og gulur, dregnir með breið- um, rólegum dráttum. Það er mælt að allir aðrir ís- lenskir málarar hafi orðið fyrir áhrifum frá Ásgrími Jónssyni um eitthvert skeið á listabraut sinni. Hann velur sjer h'ka hið stórfeng- lega við náttúruna og hann notar mjög heita hti á forgrunn en ís- bláan á bakgrunn. „Hjaltastaða- bláin“ sýnir svo tilkomumikil fjöll, að maður er ekki alveg viss um hvort maður heldur er hrifinn af þeim, eða hinum þróttmiklu drátt- um og fyllingu kaldra lita. Það er máske af ásettu ráði að Jóhannes Kjarval virðist snúa baki við þessari stórbrotnu aðferð, og velur að lýsa náttúrunni með þús- undum, hugþekkra drátta — geti maður þá notað það orð um hin grófgerðu pensilför hans. Hann velur sjer liti mosans, grásteins og moldar og fljettar þá óendanlega saman, svo úr þessu verður sam- hangandi hnyklótt hrjóstur. En þétta verður í höndum hans fram- úrskarandi frumlegt og talandi málverk, jafn sannfærandi og lýs- ing í orðum, en ekki jafn aðlaðandi sem myndbygging, því það hefur hvorki upphaf nje endi. Þar eru sömu litirnir æ ofan í æ um alt málverkið. En samt sem áður verð- ur list hans með því minnisstæð- asta á þessari sýningu. Að i-nínu áliti hefur Gunnlaugur Scheving komist lengst í því að lýsa áhrifum náttúrunnar með full- komnu málverki. Hann notar hina grófgerðu málningar aðferð, sem virðist vera talin skylda á íslandi. Hann hefur þá næmu náttúru- skynjan og lítur þannig á viðfangs- efni sín, að vjer trúum að frásögn hans sje sönn. Með dimmbláum, ísgrænum og froðuhvítum litum byggir hann litasamræmi, byltir upp haföldum, bátum og fiskimönn -um við vinnu, í ólgandi, lifandi form, sem bæði gerir myndir hans að fagurri sjálfstæðri heild, og sannar lýsingar á því, sem hann vill sýna. í hinum hugþekku smá- myndum sínum eins og „Hús við sjóinn“ — sem Nationalgalleriet hefur keypt — gefur hann sjer tíma til þess, sem enginn íslend- ingur gerir, að snurfusa hvern hluta myndarinnar, hvern lit og hvert form, svo að það verður eigi aðeins þáttur myndtúlkunarinnar, heldur gerir hana frjóva, miðlandi. Svo koma hinir yngri málarar. Þeir hafa orðið fyrir áhrifum frá evrópeiskri málaralist, sjálfsagt í Kaupmannahöfn, og þess vegna hafa þeir valið hina ómyndrænu list. Þorvaldur Skúlason á þarna algjörlega fyrirmyndarlausa mynd, „Komposition“, sem hver maður hefði getað gert, það er að segja sæmilegur málari. — En svo fer hann að sveigja hið óhlutræna frá- sagnarform undir náttúrlegt form og kemur með frumdrætti að fiski- netjum, húsum, mávum o. s. frv. og bindur samstillinguna með hin- um sterka sjóndeildarhring, er haf- ið umlykur alt útsýni á íslandi. „Fiskiver“ er ein slík mynd, áhrifa- mikil en blátt áfram. Grímur Kristjáns Davíðssona.: eru bJátt áfram „fantasíur", og er best gengið frá hinni undarlegu mynd ,.Tvö andlit“. Meðal þessara, er jeg tel frcmsta í þessum málarahópi, eru nokkrir sem sýna ýmis sjálfstæð vinnu- brögð, eins og þau er einkenna listastefnuna nú. Þarna á Guð- mundur Thorsteinsson altaristöflu, sem ber vott um næma myndtúlk- un og djarfa litahst. Júlíana Sveins -dóttir sýnir þýðar landslagsmynd- ir og látlausar mannamyndir. Eru þær með hámenningarbrag og auð- sjeð að hún hefur lært í Danmörk. Karen Agnete Þórarinsson sýnir „karaktér“-teikningar og Nína Tryggvadóttir djarflega gert og gott andlit. Það er mjúkur náttúru- ljóðrænn blær yfir myndum þeirra Jóns Þorleifssonar og Sigurðar Sigurðssonar, og minna þær oss helst á Lillehammer-málara vora. Jón Engilberts er djarfur og glaður skreytingamaður og Snorri Arin- bjarnar nær sjerstakri mýkt í lands -lag sitt með því að láta litina renna saman ofurlítið. Kristín Jóns -dóttir dregur fram hið áhrifamikla og nær lengst að mínum dómi í hinni blá-dökku vetrarmynd. Islandi er hugmynd- aiiiia list í Gallari Per hefur verið safnað saman vatnslitamyndum, svart- listarmyndum og teikningum. Það er fremur leiðinlegt fyrirkomulag, og aldrei hef jeg skilið hvers vegna myndir, málaðar á pappír, mega ekki hanga hjá myndum máluðum á Ijereft. Það væri til dæmis ákaf- lega fróðlegt að bera vatnslita- myndir Ásgríms saman við olíu- málverk hans. Ásgrímur byrjaði með vatnslitina, og með þeim reyndi hann að sýna áhrif regns og storma á landslagið. Auðvitað tókst honum á þann hátt að gefa mynd- unum þann ljetta svip, sem hann öskaði, bó hann notaði hina sterk- ustu líti. Samskonar htanotkun á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.