Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 2
174 LESJ3ÓK MORGUNBLAÐSINS riðurfallið að lita á hana sem trú- villing eða svikara, er það nokkuð mismunandi, hvernig menn vilja túlka sögu hennar, hvaða áherslu menn vilja leggja á það, sem talið er andlegt eða yfirnáttúrlegt, eða reyna að skýra framkomu hennar frá öðru sjónarmiði, sálfræðilegu eða sögulegu. Egon Friedell (í Menning- arsögu nýja tímans) er dæmi þeirra, sem segja að hún hafi „lifað í öðr- um heimi, í þeirri andans veröld, sem við vitum ekkert örugt um og yfirborðsvísindin neita þessvegna að til sje, þó að við getum rakið áhrif hennar á alla mannkynssöguna og vitum að þau hafa ráðið úrslitum á mestu stundum hennar'1. BERNARD SHAW skýrir hinsvegar æfintýrið um Heilaga Jóhönnu eins og venjulega veraldlega sögu um afburðamann og snilling. Fyrir þessu hefur hann gert grein í löngum for- mála, sem hann skrifaði fyrir leik- ritinu. Hann hafði þann sið, sem kunnugt er, að skrifa formála fyrir leikritum sínum, oft mjög langa og kom þá venjulega víða við og flutti i þeim boðskap sinn og túlkun á list sinni. Formálinn fyrir Heilagri Jó- hönnu er röskur þriðjungur bókar- innar. Ræðir hann þar um Jóhönnu sjálfa eða ber hana saman við Sókra- tes og Napoleon og Newton, ræðir um rjettarfar fyr og nú, um sagn- fræði, um kaþólsku kirkjuna, um gagnrýnendur sína, sem vilja breyta leiknum eða stytta hann, og talar háðulega um þá, og margt íleira ber á góma. Hjer á eftir eru þýddir fáeinir kaflar úr þessum formála, þeir, sem lýsa skoðun Shaw á söguhetjunni cg því, hverníg fara eigi með sogu hennar í leikritsformi. JÓHANNA FRÁ ARC var sveita- ttúlka, fædd nálægt 1412, biend fyr- ir viilutrú, germnga og gaidra 1431, enduireíst 1456 cg nefnd lun æru- verða 1904, hin blessaða 19.08 og að lokum tekin í dýrlingatölu 1920. Hún er frægasti hernaðardýrlingur kristninnar og skrítnasti fuglinn í öllum furðuheimi miðaldanna. Þótt hún væri eindregin og mjög trúræk- in i kaþólsku sinni og hygði á kross- ferð gegn Hússítum, var hún í raun og veru einn af fyrstu pislarvottum mótmælendastefnunnar. Hún var einnig ein af fyrstu postulum þjóð- rækninnar og fyrsti Frakkinn, sem framkvæmdi raunsæisstefnu her- skaparins í anda Napóleons, frá- brugðna riddaraiþrótt og lausnar- gjaldabraski samtima liennar. Hún var brautryðjandi skynsamlegs klæðnaðar fyrir konur. Eins og Kristin Svíadrotning tveimur öldum siðar, — að ekki sje talað um D'Eon og óteljandi óþektar hetjur aðrar, sem hafa dulbúist sem karlar til þess að vinna verk hermanna og sjó- manna —, þá neitaði hún að taka við hinu sjerstaka hlutverki kon- unnar og klæddist og lifði eins og karlmenn gera. Þar sem henni hepnaðist að halda þessu öllu svo vel til streitu að hún varð fræg um alla Vestur-Evrópu áður en hún varð tvítug (og yfir tvítugt komst hún reyndar aldrei), þá er það varla undrunarefni að hún var dæmd á bál. i orði kveðnu fyrír nokkra stórglæpi, sem við teljum ekki framar hegningarverða í sjálfu sjer, en í raun og veru íyrir það, sem við mundum kalla ókvenlega og óþol- andi uppivöðslu. Þegar Jóhanna var 18 ára stefndi hún hærra en hinn stoltasti páfi og hinn dreissugasti keisari. Hún gerði kröfu til þess að vera sendiboði og ármaður Guðs og til þess að vera í sannleika limur hinnar sigrandi kirkju meðan hún dvaldi enn i holdinu hjer á jörðinni. Hún taldi sig vernda af lítillæti sinn eigin konung, kallaði Englakonung til yfirbótar og hlýðni við boð sín. Hun þrumaði yfir stjóniarherruin og prelátum, bar þá ráðuiu cg beygði þá. Hún skelti skolleyrum við ráða- gerðum hershöfðingja og leiddi her- sveitirnar fram til sigurs eftir sínum eigin ráðum. Hún bar takmarkalausa og gersamlega launungarlausa fyrir- litningu fyrir almannarómi, dómum og valdi, og fvrir herbrögðum og stríðslist herstjórnarinnar. Ef hún hefði verið spekingur og höfðingi, þar sem komið hefði saman hið virðu- legasta kirkjuvald og hið glæsi- legasta veraldarvald, mundu kröfur hennar og framkvæmdir hafa verið almenningi eins mikil þraut og ráða- gerðir Cæsar voru Cassiusi. En þar sem hún hófst í sannleika af sjálfri sjer, var ekki nema tvent til um skoðanir á henni. Annaðhvort var hún kraftaverk eða þá óþolandi manneskja. EF JÓHANNA hefði verið illgjörn, eigingjörn, rög eða heimsk, þá hefði hún verið ein af andstyggilegustu persónum sögunnar, í stað þess að vera ein af þeim ástúðlegustu. Ef hún hefði verið nógu gömul til þess að þekkja þau áhrif, sem hún hafði á menn þá, sem hún auðmýkti með því að hafa á rjettu að standa, þegar þeir höfðu rangt fyrir sjer, og ef hún hefði lært að smjaðra fyrir þeim og hafa taumhald á þeim, þá hefði hún getað orðið eins langlíf og Elísabet drotning. En hún var of ung og ó- reynd og of mikil sveitastúlka til þess að ráða nokkrum slíkum kænskubrögðum. Þegar menn, sem henni þóttu fávísir, urðu Þrándar í götu hennar, dró hún enga dul á skoðun sina á þeim og hafði ekkert langlundargeð til að þola heimsku þeirra. Og hún var nógu barnaleg til þess að eiga von á því að þeir væru henni þakklátir fyrir það að hún leiðrjetti þá og kom þeim úr klipum. ......Það er miklu hættulegra að vcra heilagur, heldur en að vera sig- urvegari. Þeir, sem verið hafa hvoru- tveggja, eins cg Múhameð cg Jó-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.