Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 179 heimsins. Brasilía ein framleiðir um helming af öllu kaffi í heim- inum og Columbía fimta hlutann. Kaffitrjeð þrífst ekki nema í hitabeltislöndunum. En þó þarf það þar ýmis skilyrði til þess að þrosk- ast og bera ávöxt. Jarðvegur þarf að vera með sjerstökum hætti, þar þarf að vera láglent og hæfilegur raki í jörð og sólarhiti hvorki of lítill nje of mikill. Framúrskarandi natni þarf við ræktunina, við gróð- ursetningu, dreifplöntun, aðhlynn- ingu o. s. frv. Aldrei má sleppa hendi af plöntunum fyrstu fimm árin, eða þangað til þær eru full- þroskaðar. Geisimikinn vinnukraft þarf við uppskeruna, og það vill nú svo til að í Suður-Ameríku er nóg af ódýru vinnuafli. Það er stórmerkilegt að þessi óhemju eftirspurn skuli hafa orðið að kaffi og að ræktun þess skuli vera orðin ein af aðal tekjulindum í heiminum. Ríkin í Suður-Amer- íku flytja nú út kaffi að meðaltali fyrir fjórar biljónir dollara á ári. Hitt er þá eigi síður merkilegt, hvað kaffiræktin veitir mörgum vinnu. Eins og fyr er sagt þarf hið unga trje mikillar umönnunar og uppskeran er mannfrek. Engar vjelar hafa enn verið fundnar upp til þess að tínæ baunirnar af trján- um, og enn verður að mestu leyti að notast við mannshöndína til þess að hreinsa, þurka og aðgreina baunirnar. Til þess að menn skilji þetta betur má geta þess, að um 3500 kaffibaunir — þurkaðar, hreinsaðar og úr valdar — þarf í eitt pund af brendu kaífi. En meðaluppskera af trje ,er svo sem eitt pund af brendu kaffi. Þegar þetta er athugað, þá skilst mönn- um líka hve óhemjulega mörg trje þarf til þess að framleiða alt það kaffi, er heimurinn þarf nú á dög- um. Úr grein Iljallalíns landlæknis. Efnafræðingar hafa í kaffibaun- unum fundið ýmis frumefni og eru þau: 1. kaffiolían, sem gefur kaff- inu ilm þess: 2. nokkurs konar lút- arsýra, sem er orsök í hinu sam- andragandi bragði, er það hefir, og 3. hið svonefnda kaffiefni (Kaff- ein), er að mestu leyti gefur því hinn nærandi eiginieika þess. Auk þessara efna hefir kaffið í sjer einnig nokkurs konar slímefni (Glutin), sem er nærandi fyrir lík- amann; en þetta efni uppleysist illa í sjóðandi vatni, og spillist því mikið af því með kaffikorgin- um, og þetta hefir gefið tilefni til, að ýmsar austurlanda-þjóðir neyta korgsins ásamt kaffinu. Um áhrif kaffisins hefir verið margrætt, eins og allir vita, og áttu læknar fyrir rúmum mannsaldri mikið þrátt um það, hvort þgð væri holt eða óholt. Þó munu færri læknar nokkurn tíma algjör- lega hafa fordæmt það, nema „Homöopatharnir“. því að fyrir rúmum 30 árum vildu þeir láta heilan her af sjúkdómum vera kominn af kaffidrykkju og te- drykkju, og ennþá eru menn að heyra þá prjedika á móti því. Flest- ir læknar eru fyrir löngu hættir þessum bábyljum og drekka sjálf- ir kaffið sitt með mestu ánægju, og banna það því aðeins sjúkling- um sínum, að gildar ástæður sjeu til, en ástæður þessar eru nú langt um færri en menn hugðu áður. Það kemur nú öllum læknum sam- an um, að aðaláhrif kaffisins sje nærandi, styrkjandi og hressandi. Virðist það einkum hafa hressandi áhrif á heilann og mænukerfið, en á hjartað og blóðrásina verkar það sefandi. Það er því sönn lækning við allskonar svefneitri og doða- eitri, og ver drunga og svefni þeim, er eitur gerir, á haganlegastan hátt. Á hinn bóginn viðheldur það kröftum líkamans á þann hátt, að það virðist hindra efnaeyðsluna og gerir menn því færa um að þola meiri áreynslu, án þess kraftarnir þverri svo fljótt; það styrkir og viðheldur því vöðvakraftinum meira en flest önnur lyf, er vjer þekkjum, og er þess vegna í raun og veru sannkallaður hress- andi og styrkjandi drykkur. Þar sem kaffidrykkjur tíðkast mest, hafa menn tekið eftir því, að steinsóttir og liðaverkir eru mjög fágætir, og þó hugðu menn einu sinni á Norðurlöndum, aö -kaffið mundi valda þessum kvill- um, en þetta fer svo fjarri, að það reynist þvert á móti lyf við þeim. Fá lyf lina betur hinn svokallaða mænu-höfuðverk en kaffi, og fá lyf eru betri við inngrónum köldu- hrolli, er hefir verið tíður hjer á landi ,en gott og sterkt kaffi. Þeg- ar menn hafa íengið í sig óholla fæðu (matareitrun) þá eiga menn fyrst að taka inn uppsölulyf, og því næst að drekka sterkt kaffi, og batnar flestum við það, ef í tíma er gert. Öllum er liggja í taugaveiki, leyfi jeg hvervetna að drekka kaffi, þegar sóttin fer að rjena, og hefi jeg oft á erfiðisfólki sjeð mikið gagn að því, en aldrei ógagn. Fyrir nokkrum árum gekk hjer við sjó- inn allill blóðkreppusótt og tók jeg eftir því, að hún bráðversnaði þeg- ar kaffi var þrotið hjá verslunar- mönnum, og linaði undir eins og tómthúsmenn aftur fóru að geta fengið það, er skip komu. Jeg geri mjer nú í grun, að þeir, sem hafa lesið „Hústöflu heilbrigð- innar“ eftir Hallgrím Jónsson, muni reka augun í það. að þessi lofræða mín um kaffið, svari eigi til þess, er hann kennir í bæklingi sínum, enda hefi jeg aldrei sjeð þennan „mósvarta börk“, er það að sögn hans á að setja innan í magann, og held jeg mjer sje þó

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.