Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 4
17G LlíSBÓR MORGUNBLAÐSINS hetju. Menn hafa veriS að fara með Shakespeare á sama hátt, gera hann að ólæsum erfiðismanni, þrátt fyrir þá augljósu staðreynd, að faðir hans var kaupsýslumaður og stundum í mjög góðum efnum, giftur konu úr all-virðulegri stjett. Sama tilhneig- ingin er til þess að reka Jóhönnu út í það að vera einhver kaupakona og smalastelpa, þó að smalastúlkur í Domremy myndu hafa hneigt sig fyr- ir henni af þvi, að hún var heima- sætan á höfuðbólinu. Munurinn á Shakespeare og Jóhönnu var sá, að Shakespeare var ekki ólæs. Hann hafði verið í skóla og kunni álíka mikla grísku og latínu og gengur og gerist um stúdenta, þ.e.a.s., alls enga til nokkurra nota. Jóhanna var vita ólæs. „Jeg þekki ekki A frá B“, sagði hún. En margar kóngsdætur þá og lengi síðan hefðu getað sagt það sama. María Antoinette, til að mynda, gat ekki stafað nafníð sitt rjett, þegar hún var á Jóhönnu aldri. En þetta merkir ekki að Jóhanna hafi verið þekking- arlaus eða þjáðst af því einurðarleysi og bjargarleysi í þjóðfjelaginu, sem ólæst og óskrifandi fólk verður nú að þola. Þó að hún gæti ekki skrifað brjef, þá gat hún lesið þ'au fyrir og gert þau áhrifarík. Þegar hún var kölluð smalastúlka upp í opið geðið, þá tók hún það óstint upp og skoraði á hvaða húsfreyju sem væri, að keppa við sig í heimilisstörfum góðrar hús- móður. Hún skifdi stjórnmál og her- mál Erakklands miklu betur en flest- - - +.. ar bíaðiesandi háskólastúlkur nútim- ans skifjá ástandið í sínu heimaiandi nú , . . Þekklng og áhugi á opinber- um máium var ekkert einsdæmi með- af bænda í sveit, þar sem ófriður geis- aði. Stjórnmálamenn bar of oft vopn- aða að garði, til þess að ekki yrði eft- ir þeim tekið; fólk Jóhönnu hafði ekki efni á því, að vera óvitandi um það, sem fram fóp'í ljensmálunum. Það var. ekki auðugt og Jóhanna vann á búinu eins og faðir hennar, rak fjeð á beit og þess háttar. En engin sönnun er fyrir vesaldómi og fátækt og engin ástæða til að halda að Jóhanna hafi þurft að ganga tif verka eins og vinnu kona, eða hafi yfirfeitt þurft að vinna nokkuð, þegar hún vifdi hefdur ganga til skrifta, eða fabba iðjulaus og bíða eftir sýnum eða hlusta á kirkjuklukk- urnar til þess að heyra raddir í þeim. I stuttu máli, í henni var miklu meira af ungri hefðarkonu, jafnvef menta- konu, hefdur en í flestum dætrum smáborgara okkar. RADDIR OG SÝNIR Jóhönnu hafa leikið áfit hennar illa. Sagt hefur verið að þær sönnuðu það, að hún væri vitfirrt, að hún væri lygari og svikari, að hún væri galdrakind, (og fyrir það var hún brennd), og loks að hún væri heilög. Raddirnar og sýnirnar sanna ekkert af þessu, en þessar mörgu niðurstöður sýna það, hversu venjulegir sagnfræðingar vita lítið um hug annara manna eða jafn- vef um hug sjáffra sín. Til er fófk með svo lifandi ímyndunarafl, að þeg- ar það fær einhverja hugmynd, kem- *ur hún tif þeirra eins og heyranfeg rödd, sem stundum er ffutt af sýni- legri veru. Geðveikrahæfi gfæpa- manna eru að mikfu leyti fufl af morðingjum, sem hfýtt hafa röddum. Þannig getur kona heyrt raddir segja sjer, að hún eigi að skera eiginmann sinn á háls og kyrkja barnið sitt í svefni og hún getur talið það skyfdu sína að framkvæma það, sem henni er sagt. Samkvæmt hjátrú rjettar- læknisíræðinnar, telja dómstófar okk ar að glæpamenn sjeu ekki ábyrgir gerða sinna, ef freistingar þeirra komi fram í slíku gerfi, og er farið með þá eins og geðsjúklinga. En þeir, sem sjá sýnir og heyra opinberanir, eru ekki ávallt glæpamenn. Innblást- ur og hugsjónir og ósjálfráð rökvísi snillingsins koma stundum fram í samskonar hughverfingum. Sókrates, Lúther, Swedenborg, Blake, sáu sýn- ir og heyrðu raddir, alvog eins og Heilagur Frans og Heilög Jóhanna. Ef ímyndunarafl Newtons hefði verið jafn leikandi og fifandi, hefði hann getað sjeð anda Pythagorasar ganga inn í aldingarðinn og útskýra það, hversvegna epfin fjeffu. Sfík hug- hverfing hefði hvorki rýrt lögmálið um aðdráttaraffið nje almennt and- legt heilsufar Newtons. Það sem meira er: sýnaraðferðin tif þess að gera uppgötvunina mundi ekki vera hætis hóti meira kraftaverk en venju fega aðferðin. Próísteinn heilbrigð- innar er ekki sá, hvort aðferðin er venjufeg, heldur hitt, hvort uppgötv- unin er skynsamleg. Ef Newton hefði fengið þau boð frá Pythagorasi, að tunglið væri gert úr grænum osti, þá mundi Newton hafa verið læstur inni. En þyngdarlögmálið skapaði Newton frægð fyrir sjerstakar gáfur, af því að það var skynsamleg tilgáta, • sem fjell ágætlega við skilning Cop- ernikusar á þeim staðreyndum, sem athugaðar höfðu verið um efnisheim- inn, og mundu hafa gert það eins, hversu furðulega sem hann hefði að þeim komist . . . Á sama hátt verður að telja Jóhönnu heilbrigða konu, þrátt fyrir raddir hennar, vegna þess að þær lögðu henni aldrei nein ráð, sem ekki hefðu eins vel getað komið frá heilbrigðri skynsemi hennar, ná- kvæmlega eins og þyngdarlögmálið kom til Newtons. Það liggur núna í augum uppi, einkum eftir að svo margar konur hafa kastast út í hernaðarstörf í síð- ustu styrjöld, að Jóhanna hefði ekki getað klæðst pilsum í baráttu sinni. Þetta var ekki einungis af því að hún vann karlmannaverk, heldur af því, að það var siðferðileg nauðsyn að kynferðismál vaeru útilokuð milli hennar og stríðsfjelaga hennar. Hún ljet sjálf uppi þessa ástæðu, þegar á hana var gengið. Og þó að þessi skyn- samlega nauðsyn kæmi henni fyrst í hug sem skipun frá Guði, fyrir munn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.