Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 12
1G4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS alt kvöldið fram undir miðnætti. En þá rak Sigurður þennan ófögn- uð burtu aftur, þóttist ekki geta ráðið við hann nema á þeim tíma. Siðan gengu allir til náða og sofn- uðu brátt, nema Pjetur. Honum kom ekki blundur á brá alla nótt- ina, svo var hann skelfdur, enda bjóst hann við því að vofan mundi brjótast inn á sig er minst varði og drepa sig, eins og hún haíði hótað að gera. MORGUNINN eftir komu þeir enn allir saman til þess að ræða um undur þessi. Sagði Sigurður þá að enginn vafi væri á þvi að þetta væri draugur, sendur þangað til þess að drepa einhvern þeirra. Pjetur þagði, því að hann var ekki í neinum vafa um það, hverjum draugurinn væri sendur. Þessi skoðun Sigurðar staðfesti það, sem draugurinn hafði sagt Guðmundi. Þegar dimt var orðið um kvöldið hófst gauragangurinn að nýu og var draugurinn nú miklu aðsúgs- meiri en fyr. Knúði hann hurðina svo hart að. hún hrökk opin hvað cftir amiað, en húsið Ijek á reiði- skjálfi svo að hlutir duttu niður af hyllum. Þeir Sigurður og Hannes sátu inni hjá Pjetri, og í hvert sinn sem lát varð á ósköpunum, sögðu þeir magnaðar draugasögur til sarmindamerkis um að þessi ásókn \'æri svo sem ekki eindæmi. Urðu draugasögurnar til þcss að auka þessar ógnir í augum Pjeturs, svo að hann gerðist alveg örvílnaður. Hjet hann nu kjokrandi á Sigurð að beita ákvæðamætti sínum og andagift og kveða niður drauginn. „Það má vera að jeg reyni það, ef jeg fæ einn pott af brennivíni,“ sagði Sigurður. Ekki stóð á því. Pjctur Ijct þcgar cækja einn pott af brenmvíni og settust þeir nu við dryklrju. Og þegar fór aS svífa á þá mælti Sig- luíur; „Það er ekki hlaupið að því að kveða niður drauga og mikil gæfu- raun hvernig til tekst. Vona jeg þó að guð gefi mjer styrk til þess, og láti mig ekki gjalda forneskju. þeg- ar jeg beiti henni af náungans kær- leika og til þess að frelsa með- bræður mína frá árásum djöfuls- ins.“ Þetta þótti Pjetri bæði viturlega og drengilega mælt og gerðist nú vonbetri. En Sigurður vakti sjer blóð og skrifaði úr því drauga- stefnu og setti undir nokkra galdra -stafi, sem Pjetur þekti ekki. Síðan gengu þeir Sigurður og Hannes fram í eldhús. Rjett á eftir heyrði Pjetur það- an más og hávaða, eins og ein- hverjir ætti þar í stympingum. — Kristján var inni hjá honum og heyrðu þeir þetta báðir. Síðan heyra þeir að Sigurður segir: „Hvaðan ertu?“ Heyrðist þá svarað í drafandi tón: „Að austan.“ „Hvern ætlarðu að finna?“ spyr þá Sigurður. „Pjetur beyki.“ „Hvað viltu honum?“ spyr Sig- urður. „Jeg á að drepa hann,“ kvað draugsi. Heyrðu þeir þá að Sigurður las yfir honum draugastefnuna og skip -aði honum með mörgum særing- arorðum að koma klukkan II og fást við sig. Rjett á eftír koma þcir svo Sig- urður og Hannés inn i stofuna og vnrtust þá mjög dæstir. Sagðist Sigurður þá hafa komist að því að draugurinn væri búinn til úr hrafnshjarta og hræfuglaskinnum cn gæddur mannsviti. Hcfði Jón á Bclgstöðum vakið hann upp og scnt hann hingað. Þóttust þeir nu þurfa, á hressingu ad halda eftir þessa mamiraun eg var r.ú aftur ssst að dryklrju cg setið í naeði fram undir klukkar. 10. Þá var hurðinni skyndilega hrund- ið upp, en enginn maður þar sýni- legur. Þeir Sigurður og Hannes gengu þá út til að forvitnast betur um þetta, en komu inn litlu síðar og Guðmundur með þeim. Var þeim þá sýnilega brugðið og alt í einu leið yfir þá hvern af öðrum. Pjetur rauk þá til og náði í vatn, til að gefa þeim að drekka og baða á þeim höfuðin, og rann honum nú mjög til rifja að þeir skyldi þurfa að þola þetta sín vegna, og svo mikið ilt af sjer standa. Brátt hrestust þeir þó allir og var þá klukkan hálf ellefu. Þá skip- aði Sigurður að slökkva Ijósin. — Gekk nú Guðmundur út, en þeir voru þrír eftir í hérberginu Pjetur, Sigurðúr og Hannes. Kemur þá mikið högg á hurðina. Pjetur æpti, hrækti í áttina að hurðinni og tvinnaði saman formælingar vfir höfði draugsa og þreif Passíusálm- ana annari hendi en byssuna með liinni, svo sem Sigurður kveður: Óhljóð Pjeturs yfir tók, allskyns læti framdi, helt með skjálfta á byssu og bók, bölvaði, söng og lamdi. Þeir báðu hann að hætta þessu, nú væri ekki tími til að æðrast. „Haldið þið að jeg viti ekki alt um þennan draug og hvernig hann er gerður?“ æpti Pjetur. „Jeg heyrði alt, sem vkkur fór á milli frammi i éldhúsiriu. Jeg heyrði sjálfur að draugurinn sagðist vera að austan og ætla að drepa mig. Og hann er frá Jóni í Belgsholti, því honum er illa við mig.“ Svo rakti hann frásögn draugs- ins, en Sigurður setti hana síðan í Ijóð: . . . ; ’ > . . f ■ ■ ' , Að austan kom jeg yfir íjoll emn um kaldan vetur, það er r.ú rr.ír. ætlar. cil j yður að draf a Fjetur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.