Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 16
188 i LESBÖR M0RGUNBLAÐSIN8 TILVONANDI .BYGGINGAMEISTARAR — Mynd þessi er tekin í hinu nýa barnaheimili Reykjavíkurbæar á Öldugötu. I»að hei'ir verið falið forsjá Barna- vinafjeiagsins Sumargjafar. Hjer eru tveir litiir snáðar að leika sjer og sýna hugvit sitt í þvi hvernig haganlegast er að raða byggingarefninu. Með marg- breyttum leikföugum má fljótt komast að því livað börnin eru helst hneigð fyrir. Eí' til vill verða þessir drengir frægir byggingameistarar eða verkfræð- ingar þegar aldur færist yfir þá. — Ljósm. ÓI. K. M.) Jón á Dvergasteini. Árið 1709 búa á Dvergasteini í Álfta- firði vestra Jón Tómasson og Þuríður Sigmundsdóttir. Áttu þau nokkur börn. Jón lagðist í bólunni. Sagði hann konu sinni áður en hann dó hvernig sinn líkama skyldi til moldar búa; hann vildi að hann alklæddur væri öllnm sínum hátíðaklæðum og skó a fótum, með ofanbrotna hettu, og snúa því aftur er fram á hettunni ætti að vera, með svartskeftan hníf í hægri hendi og hvita vetlinga á höndum, án allrar líkkistu. Þetta sem hann fyrir sagði var ekki alt gert. Þar eftir, strax sem Jón dó, veiktist kona hans og heldu margir hann mundi aftur gengið hafa og sótt að henni. Fór hún svo til sinnar sveitar og var ætíð aðgætt, en strax sem hún kom á bæ þann i sinni sveit, hvert hann hafði bannað henni að koma, þá hengdi hún sig sjálf í fjárhúsinu. En til Dvergasteins þorði enginn maður að koma næsta ár, en bygðist þó aítur. Þar eftir veikt ist bróðir þessarar konu með sama hætti og hún. — (Grst.annáll). Lurkur og Píningur. Veturinn 1602 var nefndur Lurkur. Þá var kolfellir um alt land, svo að margir mistu alt sem þeir áttu. Þá var svo mikið frost, að hestar stóðu gadd- freðnir á Reykjanesi vestra. Enginn gróður var kominn á Jónsmessu og urn sumarið nær graslaust. Lögðust þá í eyði fjölmargar jarðir um land alt. Næsti vetur var nefndur Píningur. Þá var veðrátta góð, en þá hrundi fólk niður af hungri, svo að annað eins hall- æri hafði ekki komið svo nokkur vissi. Þá sagði Guðbrandur biskup að 600 manns hefði fallið í Skagafirði. Fólkið breiskti við eld bein og skóbætur úr haugum sjer til lífsbjargar. Fiskafii var lítill. Menn, sem í ver fóru höfðu ekki annan mat með sjer en nauts- húðir, er þeir steiktu á kvöldin. Fyrirburður. Árið 1682 sást halastjarna í hálfan mánuð, og þá dreymdi Sigurð Sigurðs- son á Láganúpi sunnan Patreksfjarð- ar, að hann sá 3 sólir, en sú í miðið var öllum fegri, og varð að manns ásjónu og sagði við Sigurð: „Hvað heldur fólkið að stjarnan hafi að þýða, sem sást sjer nýlega?“ Sigurður svar- aði: „Þar vita menn ei af“. Andlilið sagði: „Jeg vil segja þjer það: hún merkir, að hjer eiga að koma ræn- ingjar, og hafðu það til merkis, að þeir, sem fyrstir koma til landsins, sem þeir sögðu forðum er Vestmann- eyar voru teknar: Frið, frið, en þar kom að þar varð lítill friður; en mundu mig um það, haltu þetta fyrir enga draumóra, sem jeg scgi þjer, því það er satt“. Og vaknaði Sigurður. Þrem- ur vikum seinna dreymdi hann gaml- an mann, gráhærðan og sagði hann við Sigurð: ,Satt er það, sem sólin sagði þjer um stjörnuna og ræningj- ana“. Iívaða síld var það? Kjósarannáll segir frá því, að haustið 1683 hafi „hlaupið á land á Vestfjörðum og í Hrútafirði og Mið- firði síld, að vexti sem stórir álar, lík ttönusíli; svoddan kynstur komu af henni á land, að menn og hestar gátu varla fram komist um fjörurnar. Svo lengi hún var fersk, smakkaði hún vel, en sem geymd var og síðan etin, fekk fólk af henni verk og bólgu í höfuðið“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.