Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Blaðsíða 8
LESBOK MORGUNBLAÐSINS Eftir RICHARD BECK Þau gnæfa í fjarska með hátign um heiðríka brá, í heillandi fegurð þau rísa úr skýjanna hrönn, og kveikja í hjörtum, er himneska vordrauminn þrá, þá hugsjónaelda, scm slokkna í daganna önn. Þó húmið þau feli og hjúpi þau dimmasta el, þau hefjast í dýrð sinni, fögur og seiðandi blá, á ódáinsströndum, og blika sem blíðsólar hvel, er brosandi árgeislar jörðina daggpcrlum strá. Þau ljóma sem viti, er ógnþrunginn æðandi sjó með eldstöfum ritar, svo birtir um dimmustu nátt; þau vængi þeim gefa, sem vonin í brjóstinu dó, og veg honum benda í hækkandi dagroðans átt. En örðug er leiðin, þvi langt cr á draumanna fjöll, hún liggur um blóðdrifnar urðir og ginandi flug, sem vegfara ögra með forynjur fornar og tröll; þcir farast þar allir, scm brcstur á göngunni hug. F.n hinum, sem óttast ei brattann nje blóðugust spor, þeim brosir af Draumfjöllum sýn inn í framtiðarlönd í aldanna sævi, með björtust og blómfegurst vor. Þar bíður síns landncma vonanna dýrðlcga strönd. [ 180 -V óhætt að fulfyrða, að jeg hefi sjeð ívið fleiri lik skorin upp heldur en tjeður Hallgrímur. Á hinn bóg- jnn verður því engan veginn neit- að, að óhófleg kaffidrykkja getur orðið skaðvæn og ollað mönnum heilsuleysis. Allir hlutir geta orðið mönnum að skaða, ef beir gæta cinkis hófs, og hver vill þá vænta, að kaffið eitt skuli vera undan þegið þessari almennu reglu? ílcstir. sem hafa reglulega hjart- veiki, þola illa sterkt kafíi, enda cr þeim það og að öllum jafnaði eigi holt; þó eru til hjartveikir menn, cr fremur finst sjer \-erða gott af þvi, og er þeim óhult að fara eftir því, er náttúra þeirra bendir þeim á. Það er almenn regla, að allir þeir vökvar eða drykkir. sem eru hcitari en blóðið, æsa blóðrásina, og með því það er vandi sumra manna, að drekka kaffi og te snarp- hcitt, þa hafa menn af því dregið þá ályktun, að kaffi og te væri æs- andi drykkir. Þetta er þó svo fjar- stætt, að bacði kaffi og te virðast langtum heldur að seinka lífæðar- síættinum cn æsa hann, sjeu drykk- ir þessir eigi druknir heitir. En annað mál er það, eins og nú var sagt, að óhófleg nautn þeirra get- ur haft skaðleg áhrif fyrir heilsu manna, og virðist óhófið í kaffi- drykkjunni að vera orðið svo mik- ið hjer á landi, að eigi er ólíkiegt að þetta muni oft eiga sjer stað. Upphaf kaffidrjkkju a íslandi, Þá segir Hjaltalin svo fra því hvernig kaffidrykkja byrjaði hjer a íslandi: Varla mun það hafa komið hjcr til lands fyr cn í tíð Jóns biskups Árnasonar. þe.ss cr gerði fingra- rinuð, en hann varð biskup lijcr eftir lát meistara Jóns Vídalíns 1721. Er sv6 mælt, að hann hafi fyrst veitt hoíðingjum kaífi a Al- þingi, og hafi það þá vcrið boröað mcð skeiðum. Siðar kom það hjcr til lands með þeim fjelögum Bjarna Pálssyni og Eggert Ólafs- svni. Þcir höfðu kaffi á ferðum sinum hjei', og heíi jeg komist yíir kaffikvörn þá, er þeir höfðu á ferðum sinum fyrir rúmum hundr- að árum. Kvörn þessi er eggmynd- uð, úr hörðu trje, en innan í er járnholkur, og þar í gcngur kvörn- in. Er lilill silfurskjöldur utan á kTÖrninni og standa á honuin bókstafirmr E. O. B. P. Að kaííinautn hafi útbreiðst semt hjer um landið, vlxðist auð- sætt af því. að mjög sjaldan var það milli 1776—80 við haft á al- þingi, og þóttust. margir þó þar þurfa allrar hressingar við. Það er mælt, að um 1780 hafi prestar al- ment verið farnir að drekka kaffi, einkum hinir yngri. Á fyrri öld, og alt fram á þessa, munu margir meðal almennings hjer á landi hafa álilið kaffidrykkjurnár scm nokkurs konar óþarft nýabrum cn hetta fóv smátt og smátt af, og löndum fór að smakkast það von- um betur, óg það svö, að nú mun évíða í heími íneira kaffi drukk- ið að tiltolu en a íslanii.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.