Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 2
LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS skáldskaparins. Faðir Indrióa var Einar bóndi Magnússon prests í Glaumbæ Magnússoríar og seinni konu hans, Sigríðar Halldórsdóttur Vídalín, klausturshaldara á Reyni- stað, Bjarnasonar, sýslumanns á Þingeyrum Halldórssonar. Sjera Magnús í Glaumbæ var mesti bú- maður, og voru þeir synir hans, inir mörgu Glaumbæjarbræður, fjör- og gleðimenn miklir, ágætir smiðir, raddmenn miklir, en engir gáfumenn nema helst Nikulás, er varð skammlífur. Einar á Húsa- bakka var góður smiður, forsöngv- ari og meðhjálpari, en alla tið fremur fátækur, enda voru börnin mörg. Dóttir klausturshaldarans á Reynistað, amma Indriða Einars- sonar, var systir Reynistaðar- bræðra, sem úti urðu á Kili i fjár- kaupaferðinni 1780, þeirra Bjarna og Einars. Einar á Húsabakka hjet cftir Einari litla, móðurbróður sín- um, sem úti varð. Indriði segir i minningum sinum, að meðan föðurætt sín hafi verið að síga niður fólksölduna, hafi móðurætt sín verið að lyftast upp eftir henni. Þeir sem henni lyítu voru þeir Gísli Konráðsson og Konráð Gislason. — Það er gaman að Iesa kaflann um Krossanes i „Sjeð og lifað1. Allir, sem eitthvað kunnu og voru norður þar, heilsuðu upp á dóttur landsins mesta fræði- manns og systur ins hálærða og fræga prófessors í Kaupmanna- liöfn. Þetta hefir haft djúp áhrif á inn unga svein. Indriði var alinn upfi á llusa- bakka og Krossanesi. Það finnst ekki steinn í landareign þessara jarða. Husabakki stendur á Hjer- aðsvatnabakkanum. Þar er ekkert tun, en svo grasgefinn flóinn fyr- irvestan bæinn, aðduglegur sláttu- maður Ijek sjcr að því að slá 70 hesta á dag með orfi og Ijá. En mikið er valnasullið. Husabakka- flci eí uokkurfkcuar Safaraýri Skagafjarðar. Stundum koma svo mikil flóð á vorin þarna á eylend- inu, að erfitt veitist að verja bæ- inn og skepnurnar fyrir vatnsflóð- inu. Þá er hægt að róa pramma milli Hegraness og Langholts. í Krossanesi er aftur á móti tún, miklu meiri jörð en Húsabakki. Liggur hún skammt austan Svartár (Húseyjarkvíslar) og er nyrsti bær í Vallhólmi. Sá sem er alinn upp þarna er nærri því gróinn við hnakkinn frá barnsaldri. Einn af leikbræðrum Indriða í Hólminum sagði mjer, á gamals aldri, að þeir hefði hlaðið vörðu skammt fvrir framan Krossa nes. Þar mæltu þeir sjer mót ná- grannarnir, en vörðuna kölluðu þeir Vinavörðu. Hún er hrunin fvrir löngu, en í mínu ungdæmi var dálítið eítir af hcnni. Ævinlega þegar jeg reið fram hjá henni, minntist jeg gömlu f jelaganna, sem þarna glímdu í æsku sinni. Ejöllin blasa við í nokkurri fjar- lægð i austri, suðri og vestri. „Blönduhlíðar blessuð fjöll“ blasa við í austri, og er Glóðafeykir þeirra fegurstur. Flugumýri stend- ur undir því fagra fjalli. Mót suðri ris Mælifellshnjukur, en undir honum stendur prestssetrið Mæli- fell. — Indriði var mikill Skag- íirðingur. Síðustu æviárin fór hann norður á hverju sumri. Það er nú cinu sinni svo um flesta þá, sem bornir eru þar og barníæddir, að einhver sterk, ósýnileg taug bindur þá alla saman. Kemur Indriði ein- milt að þessu í minningum sin- um. Tvö handskrifuð bloð komu út í Seyluhréppi á æskuárum Indnða, Hjet annað Dalbúinn, og var rít- stjóri hans Stefán Guðmundsson í Víðimýrarseli (síðar nefndi hann sig Stcphan G. Stephansson). Hitt blaðið nefndist Júlíus Caesar. Var indriði Einarsson i Krussanesi rit- ^tjóri bUðg. Jð lif Caesars hrcií Indriða. Skiidið sagði þá þegar til sín. Indriði þakkar það sóknarpresti sínum, sjera Hannesi Jónssyni, að hann fór í skóla. Var hann jafnan heima á sumrin á skólaárum sín- um, en faðir hans dó, þegar hann var 17 ára gamall. Stúdentsprófi lauk Indriði vorið 1872. Hvarf hann til Hafnar haustið eftir og hóf hagfræðinám við há- skólann. Lauk hann prófi í þeirri fræðigrein íyrstur íslendinga með heiðri 1877. Stundaði upp úr því framhaldsnám í Edinborg í Skot- landi, kom heim 1878 og varð að- stoðarmaður landfógeta og endur- skoðandi landsreikninganna. Hann samdi einnig hagskýrslur íslands (Iándshagsskýrslur), en þar kom, að þetta starf var orðið svo mikið og álitið svo mikilsvert, að sjer- stakri stofnun var komið á fót til að annast það, Hagstofu íslands, og þannig skilið frá Stjórnarráðinu. Var Indriðf þá orðinn fyrir nokkru skrifstofustjóri í Sljórnarráðinu og nærfellt hálfsjötugur, svo að hann varð ekki hagstofustjóri, sem hann var sjálfkjörinn til, því að hann hafði skapað það, sem heitir hag- skýrslur íslands, en það \ ar líka ágætur maður til að taka við þessu starfi. Skömmu eftir það, að I. E. kom heim, fór hann að rita um banka- mál, enda var hann einn inna fáu manna hjer í þann tíma, sem kunni skil á þeim málum, þar sem hann var eini hagfræðingur á landinu. Eitt sinn komst Indriði á þing, en það stóð svo á, að hann sat ékki nema eitt þing. Flutti hann þá frv. til laga um brunatryggmgu i is- lenskum kaupstoðum o. fl. Það gekk ekki fram, og tók langart tíma að tryggja því sigur á Alþingi, en viðurkenndur brautryðjandi þess er þó Indriði Einarsson. Ekki komst Indriði a þing aftur, pg þóttuft íplendwigir efni ?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.