Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 7
' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 243 Marta og Indriði Einarsson og börn þeirra. Talið frá vinstri: Ingibjörg, Emilia, Gunnar, Eufemia, Lára, Einar, Marta, Guðrún. fylgis, en til þess þarf einurð og drenglyndi og það afl sannfæring- arinnar, er að lokum sigrast á öll- um andstæðum öflum. Þetta afl sannfærángarinnar og þann eldlega áhuga, sem henni er samfara, átti Indriði Einarsson í ríkum mæli. Þessvegna tókst honum að leiða þetta mikla hugsjónamál til far- sælla lykta. Á þessum merkisdegi, er hundrað ár eru liðin frá fæðingu skáldsins, er íslensku þjóðinni Ijúft að minnast hans og geyma í huga sínum á óbornum öldum þakklæti sitt fyrir afrek hans í þessu máli. Hann er einn af brautryðjendum hins unga og frjálsa íslands á tutt- ugustu öld og minning hans mun ætíð verða umvafin Ijóma. A. J. *?*?*?*? þenna mannvænlega barnahóp vaxa upp. Lífshamingja Indriða var því mjög mikil og var því eðlilegt, að hann gæti haldið sínu rómantíska skapi allt til dauðadags. Þar við bættist, að hann var hreinlyndur maður og ástúðlegur í viðmóti og vildi öllum vel. Hann bar lífsgieð- ina í brjósti sjer og varð því ham- ingjumaður. Honum var ljett um að rita, og blaðagreinar hans og tímarita báru sjerkennilegan blæ. Hann losaði sig við viðjar hins venjubundna stíls og ljettur gamanblær hvíldi yfir mörgum greina hans. Honum auðnaðist að líta yfir farinn veg og rifja upp helstu áfanga lífsins í sjálfsæfisögu sinni „Sjeð og lif- að.“ En mest lífsgleði hans mun þó hafa verið sú að koma áhuga- máli sínu, stofnun þjóðleikhúss á íslandi, í framkvæmd, þótt honum entist ekki líf til þess að vera við- staddur, er Þjóðleikhúsið hóf starf- semi sína. íslendingar voru bláfá- tæk þjóð, er Indriði setti fram hugmynd sína í ræðu og riti um, að stofna Þjóðleikhús á íslandi. Hann setti fram tillögur sínar með þeim myndarbrag og þeirri framsýni, að öllum varð ljóst, að hjer var um að ræða eitt mesta menningarmál þjóðarinnar. Fyrir honum vakti að skapa stofnun, þar sem þjóðin sæi sjálfa sig, sögu sína og líf á liðnum öldum, í spegli fag- urrar listar, er myndi eiga sinn þátt í því að göfga þjóðina og vekja hana til dáða, en um leið skyldi íslensk tunga leidd til öndvegis og fagurt mál og vandað hljóma í söl- um leikhússins. Eins og títt er um öll mikil hugsjónamál, varð Indriði að heyja l^nga baráttu gegn þröng- sýni og vesalmennsku til þess að leiða þetta mál til farsællegra lykta, ýmsir góðir menn veittu hon- um mikilsverða aðstoð til þess að koma þessu hugsjónamáli í fram- kvæmd. Er það ætíð svo, að for- ystumenn verða að njóta stuðn- ings þjóðarinnar. Hlutverk for- ystumannanna er einmitt a<3 bera hugsjónirnar fram og afla þeim STAFA-GOLF Þ E T T A er skemtilegur leikur, sem margir geta tekið þátt í, og efalaust gæti fólk skemt sjer vel við hann á síðkvöldum í skíðaskálunum. Leikur- inn er í því fólginn að breyta einu orði í annað með sem fæstum „höggum“. Menn eiga að mynda nýtt orð, með því að breyta einum staf, og þannig koll af kolli þangað til komið er það orð, sem ætlunin var að ná. Hver staf- breyting er kölluð eitt „högg“ og þess vegna er þessi list nefnd stafa-golf, og sá sigrar, sem getur breytt um orð í fæstum „höggum“. Til þess að skýra þetla betur, skuium við setja svo að þú eigir að breyta orðinu „kona“ í „mann“: kona — vona — vana — mana — mann. Aldrei má nota orðskrípi, heldur að- eins góð og gegn íslensk orð, en þau mega vera í hvaða falli, tölu, kyni, tíð eða beygingu sem vera vill. Og jafn- margir stafir verða að vera í orðinu, sem breyta skal og hinu, sem nást skal með „höggunum". Annað dæmi: Breyt- ið „skófla“ í „ákalla". Skófla — skafla — skalla — ákalla. Og nú kemur til ykkar kasta. Skemti- legast er að sem flestir taki þátt í leiknum. Einn leggur þá þrautina fyrir og takmarkar tímann, sem menn mega eyða í lausnina, 3 mín., 5 mínútur, eftir því hvað lausnin er erfið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.