Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 11
s LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 247 Tomas Johansson íiL mag., Lundi Föroya Landsbókasavn á sunnudögum. Þar syngja þeir hátt og hvellt um kristna trú. Vænt þykir þeim um sálma Blix. Sálma- skáldið, Elías Blix, var fæddur og uppalinn í Gildaskáia. Eftir hann eru hvorki meira nje minna en hundrað sálmar í siðustu úlgáíu norsku sálmabókarinnar, allir á nýnorsku. Og framar öllum öðrum er hann sálmaskáld æskunnar. Tal- ið er að styrjaldarárin, 1940—1945, hafi enginn sálmur verið meira sunginn en ættjarðarsálmur hans: „Gud signe vaart dyre Fedreland og lat det som hagen blöma ...." Þegar jeg fór með nemendum gágnfræðaskólans til Gildaskála- kirkju í fyrsta skifti, var sunginn einn hinna fáu íslensku sálma, sem J)ýddir hafa verið á norsku, sáimur eftir sira Friðrik Friðriksson: „Hen over jord et pilgrimstog saa stille skrider frem ....“ Að iokinni guðsþjónustu sagði presturinn okkur ýmislegt um hina gömlu Gildaskálakirkju. Er hún úr steini, byggð á tólftu öld og ber öll einkenni stíls og trúarskoðana löngu liðinna tíma. Á altaristöflu er mynd af Kristi á krossinum. Við fót krossins liggur hauskúpa og fleiri mannabein, er tákna skal sigur Krists yfir dauðanum. „Það þótti eftirsóknarverðara að komast til kirkju í gamla daga en nú á tímum,“ segir prestur okkur. „Þegar jeg blaða í gömlu kirkju- bókunum á skrifstofunni minni, sje jeg að mjög oft stendur við nöfn í registri yfir dána: „Fórst á leið til kirkju.“ Margur kirkjubáturinn hefur týnst hjer á fjörðunum á liðnum dögum.“ Þannig kynntist jeg fyrst góðum og áhugasömum presti. Oft var jeg rneð honum á kristilegum æsku- lýðssamkomum í sveitinni, sem gagnfræðaskólanemar tóku einnig þátt í. Þar voru flutt erindi við hæfi æskunnar mikið sungið og ávalt byrjað og endað með lestri Á HÆÐ yst í Þórshafnar bæ, höf- uðstað hinnar yngstu þjóðar Norð- urlanda, er færeyska landsbóka- safnið, sem auk bókasafnsins hefur skjalasafns- og þjóð'minjasafns- deild. Við veginn upp að bókasafn- inu stendur minnismerki eftir myndhöggvarann Janus Kamban til minningar um grundvöll þann sem færeyski prófasturinn V. U. Hammershaimb lagði að færeysku bókmentamáli. Minnismerkið átti að reisa á hundrað ára afmæli þess- arar stofnunar 1946, en því er íyrst lokið ári síðar. Það hefur fjórar hliðar, tvær með úthöggnum mynd- um og tvær með áletrunum. Af hinum tveim fyrstu er önnur sögu- leg: gamall Færeyingur segir ung- um Færeyingum sögu. Hin minnir á kvæði og færeyskan dans: gamall maður stjórnar dansinum sem for- söngvari. Áletranirnar hljóða þann- ig: 1846 LEGÐI V. U. HAMMERSHAIMB LUNNAR UNDIR MÓÐURMÁL OKKARA. MILDAR VEITTRAR TENDRAÐU EIN VITA FOROYUM STJORNULEIÐ FRÁ OLD TIL 0LD. Guðs orðs og bæn. Þar var saman kominn bjartsýnn æskulýður, sem hafði mörg áhugamál og háleitar hugsjónir. Jeg var sjerstaklega beðinn fyrir kveðjur til íslenskrar skólaæsku frá þessum lífsglaða æskuskara hjer, fyrir norðan heim- skautsbaug. Guð blessi unga ís- land! Nafn V. U. Hammershaimbs er nátengt íæreyskum bókmontum og tungu. Færeyingar nefna það með virðingu og stolti. Það var hann sem á síðustu öld ásamt J. H. Sehröter, Jóhannesi Klæmintssyni og öðrum safnaði heilmiklu af fær- eyskum kvæðum, sem höfðu lifað á vörum fólksins í aldaraðir, flest sennilega frá miðöldum, og verið sungin við keðjudansinn, sem enn- þá er iðkaður. Færeyingar hafa nefnilega, gagnstætt íslendingum, ekki varðveitt liandrit frá miðöld- um. Það er vissulega fyrst og fremst afleiðing ytri stjórnmála- ástæðna: færeyska þjóðin hefur í samanburði við hina íslensku verið alt of fámenn til að halda af krafti fram eigin tungu gegn máli hinna erlendu valdsmanna, en það var hið opinbera mál, tunga embættis- mannanna og kirkjunnar. Við þetta bættist að andleg menning Færey- inga á fyrri öldum hlaut aldrei þann stuðning eða uppörvun frá klerkastjettinni, sem innan íslenskr -ar menningar var meðal annars þýðingarmikil fyrir tilkomu hinna gömlu handrita og varðveislu óslit- innar bókmentalegrar erfðar í alda- raðir. Um hina eldri færeysku tungu, bókmentir og sögu er þess vegna fremur lítið vitað. Eftir siða- skiftin varð ástandið í Færeyum hið sama og í Noregi: danskar trú- arbókmentir urðu það sem alþýða manna las — ef hún á annað borð kunni að lesa. Ásamt hinum dönsku upplýsingarbókmentum lifði samt sem áður, mann fram af manni, hinn gamli alþýðuskáldskapur, en samanborið við trúarbókmentirnar var hann álitinn veraldlegur. Eiti-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.